Enn óráðið með förgunargjald í Grindavík Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. janúar 2024 13:00 Altjón hefur verið metið í 23 húsum í Grindavík. Eigendur húsanna fá hins vegar ekki fullnaðarbætur því hluti þeirra er tekin til hliðar vegna förgunargjalds. Vísir/Vilhelm Eigendur altjónshúsa í Grindavík fá aðeins hluta bóta greiddan því enn liggur ekki fyrir hvernig staðið verður að förgun og niðurrifi slíkra húsa. Enn á eftir að koma hita og rafmagni á tugi húsa í bænum. Veðurstofan birtir nýtt hættumat í dag. Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur nú þegar metið að altjón hafi orðið í tuttugu og fimm eignum í Grindavík. Af þeim eru tuttugu og þrjú altjón á húsnæði og tvö á innbúi. Fleiri mál eru til skoðunar. Stofnunin hefur í framhaldinu lokið tjónamati á tuttugu og einu máli og eru tjónabætur í þeim samtals um einn komma tveir milljarða króna. Þetta kemur fram í svörum Náttúruhamfaratryggingar Íslands Fá ekki allar bæturnar Bæturnar í altjóni miðast við brunabótamat. Náttúruhamfaratrygging hefur hins vegar þurft að fresta útborgun þess hluta bóta sem ætlaður er til að standa straum af niðurrifi húseignanna þar sem enn ekki liggur fyrir hvernig staðið verður að förgun og niðurrifi þeirra. Húsnæðis-og mannvirkjastofnun ákveður hversu hátt förgunargjald er hverju sinni en yfirleitt er það um tólf prósent. Alls er brunabótamat ríflega tólf hundruð fasteigna í Grindavík um 78.5 milljarða króna. Svör væntanleg Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að síðustu vikur hafi áhersla verið lögð á að bjarga verðmætum í Grindavík með því að tryggja að þar sé heitt vatn og rafmagn. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum segir svör væntanleg um það hvenær Grindvíkingar komist í bæinn að bjarga verðmætum. Vísir „Það er komið hiti og rafmagn á flest hús í Grindavík. Ég myndi skjóta á að það væru svona 50-60 hús sem væru í vinnslu hjá viðbragðsaðilum. Það eru helst hús sem liggja að höfninni í Grindavík,“ segir Úlfar. Bæjarfulltrúar Grindavíkur lögðu á fundi sínum í gær ríka áherslu á verðmætabjörgun hjá einstaklingum og fyrirtækjum í bænum eins fljótt og öryggi og aðstæður leyfi Úlfar segir að svör við því séu á næsta leiti. „Ég vona að það verði mjög fljótlega sem við getum svarað því hvenær íbúar geta komið og sótt eigur sínar í bænum. Það er mikil og vandasöm vinna sem er í gangi þannig að ég get ekki svarað því öðruvísi en því,“ segir hann Veðurstofan gefur út nýtt hættumat fyrir Grindavík í dag en það sem liggur nú fyrir rennur út klukkan þrjú. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur nú þegar metið að altjón hafi orðið í tuttugu og fimm eignum í Grindavík. Af þeim eru tuttugu og þrjú altjón á húsnæði og tvö á innbúi. Fleiri mál eru til skoðunar. Stofnunin hefur í framhaldinu lokið tjónamati á tuttugu og einu máli og eru tjónabætur í þeim samtals um einn komma tveir milljarða króna. Þetta kemur fram í svörum Náttúruhamfaratryggingar Íslands Fá ekki allar bæturnar Bæturnar í altjóni miðast við brunabótamat. Náttúruhamfaratrygging hefur hins vegar þurft að fresta útborgun þess hluta bóta sem ætlaður er til að standa straum af niðurrifi húseignanna þar sem enn ekki liggur fyrir hvernig staðið verður að förgun og niðurrifi þeirra. Húsnæðis-og mannvirkjastofnun ákveður hversu hátt förgunargjald er hverju sinni en yfirleitt er það um tólf prósent. Alls er brunabótamat ríflega tólf hundruð fasteigna í Grindavík um 78.5 milljarða króna. Svör væntanleg Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að síðustu vikur hafi áhersla verið lögð á að bjarga verðmætum í Grindavík með því að tryggja að þar sé heitt vatn og rafmagn. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum segir svör væntanleg um það hvenær Grindvíkingar komist í bæinn að bjarga verðmætum. Vísir „Það er komið hiti og rafmagn á flest hús í Grindavík. Ég myndi skjóta á að það væru svona 50-60 hús sem væru í vinnslu hjá viðbragðsaðilum. Það eru helst hús sem liggja að höfninni í Grindavík,“ segir Úlfar. Bæjarfulltrúar Grindavíkur lögðu á fundi sínum í gær ríka áherslu á verðmætabjörgun hjá einstaklingum og fyrirtækjum í bænum eins fljótt og öryggi og aðstæður leyfi Úlfar segir að svör við því séu á næsta leiti. „Ég vona að það verði mjög fljótlega sem við getum svarað því hvenær íbúar geta komið og sótt eigur sínar í bænum. Það er mikil og vandasöm vinna sem er í gangi þannig að ég get ekki svarað því öðruvísi en því,“ segir hann Veðurstofan gefur út nýtt hættumat fyrir Grindavík í dag en það sem liggur nú fyrir rennur út klukkan þrjú.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira