Spyr hvort ráðherrar hafi vísvitandi viljað spilla kjaraviðræðum Heimir Már Pétursson skrifar 25. janúar 2024 14:11 Breiðfylkingin svo kallaða vísaði deilu sinni við SA til ríkissáttasemjara í gær eftir margra vikna árangurslausar viðræður. Vísir/Sigurjón Fjármálaráðherra segir það ekki hafa verið tilgang utanríkisráðherra og hennar að hleypa illu blóði í viðræður breiðfylkingarinnar við Samtök atvinnulífsins með yfirlýsingum sínum um mögulega aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum. Þingmaður Pírata segir SA hins vegar hafa lækkað tilboð sitt í viðræðunum eftir yfirlýsingar ráðherranna. Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun vísaði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata til ummæla Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra í Ríkissjónvarpinu um að verkalýðshreyfingin yrði að draga úr kröfum sínum vegna útgjalda ríkisins í tengslum við hamfarirnar í Grindavík og viðbragða fjármálaráðherra við þeim ummælum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir spyr hvort utanríkisráðherra og fjármálaráðherra hafi vísvitandi viljað hleypa illu blóði í kjaraviðræðurnar.Stöð 2/Arnar Nú væri búið vísa deilu breiðfylkingar ASÍ félaga til ríkissáttasemjara vegna lækkunar gagntilboðs Samtaka atvinnulífsins að sögn talsmanna breiðfylkingarinnar. Spurði Þórhildur Sunna fjármálaráðherrann hvert hafi verið markmið Bjarna með yfirlýsingum hans. „Var það til að hleypa illu blóði í kjaraviðræður. Var það til að stilla verkalýðshreyfingunni og launafólki upp á móti Grindvíkingum og draga úr samkennd samfélagsins með réttmætum kröfum þeirra um bætt lífsskilyrði? Eða var það til að breiða yfir að það stóð aldrei til að hálfu Sjálfstæðisflokksins að koma til móts við sjálfsagðar og eðlilegar kröfur um að millifærslukerfin okkar séu uppfærð í takt við tímann. Í takt við verðlag. Vegna þess að það er andstætt hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins,“ spurði Þórhildur Sunna. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir segir fjárútlát ríkissjóðs vegna hamfaranna í Grindavík hljóta að hafa áhrif á getu ríkisins til annarra fjárútláta. Stöð 2/Ívar Fannar Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra sagði það fyrst og síðast vera á ábyrgð aðila á vinnumarkaði að semja um kaup og kjör. Þrátt fyrir töluverða og of mikla aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum í gegnum tíðina, teldi hún gríðarlega verðmætt og mikilvægt að ná nú ábyrgum kjarasamningum til langs tíma. „Að sjálfsögðu er ekki með þessu markmið að hleypa illu blóði í kjaraviðræður þeirra. Það vill bara þannig til, og mér finnst það einhvern veginn liggja svo í augum uppi, að það ástand sem við erum í núna hefur að sjálfsögðu áhrif á getu ríkissjóðs. Og hvað getur talist eðlilegt, ábyrgt og skynsamlegt til skemmri tíma og lengri tíma að ríkisfjármálum sé beitt og hversu mikil viðbótarútgjöld eiga að vera til næstu ára,“ sagði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir á Alþingi í morgun. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaraviðræður 2023-24 Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík ASÍ Atvinnurekendur Tengdar fréttir Enginn þurfi á átökum og ófriði að halda Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það eðlilegt að tekist sé á þegar verið er að ræða kjarasamninga. Ófriður á vinnumarkaði gagnist ekki neinum á þessum tímapunkti. Kjaraviðræðum SA og breiðfylkingar ASÍ var vísað til Ríkissáttasemjara í gær. 25. janúar 2024 13:42 Vilhjálmur „ofboðslega svekktur og sorgmæddur“ yfir viðræðuslitunum Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, telur að fyrirkomulagið sem verkalýðshreyfingin viðhafði í samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins sé reynt til þrautar. 25. janúar 2024 09:02 Næsti fasi að slíta viðræðum og ráðast í aðgerðir Kjaraviðræðum breiðfylkingar stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði og Samtaka atvinnulífsins hefur verið vísað til ríkissáttasemjara eftir árangurslausan fund í dag. Formaður VR segir grafalvarlegt mál að deilan sé nú komin í þennan farveg. 24. janúar 2024 21:35 Aðstæður í Grindavík geti haft áhrif á kjaraviðræður Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, segir pakkann sem ríkisstjórn tilkynnti um í gær fyrir Grindvíkinga geta haft áhrif á kjaraviðræður. Mögulega verði ekki hægt að verða við öllum kröfum verkalýðshreyfingarinnar. 23. janúar 2024 07:45 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun vísaði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata til ummæla Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra í Ríkissjónvarpinu um að verkalýðshreyfingin yrði að draga úr kröfum sínum vegna útgjalda ríkisins í tengslum við hamfarirnar í Grindavík og viðbragða fjármálaráðherra við þeim ummælum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir spyr hvort utanríkisráðherra og fjármálaráðherra hafi vísvitandi viljað hleypa illu blóði í kjaraviðræðurnar.Stöð 2/Arnar Nú væri búið vísa deilu breiðfylkingar ASÍ félaga til ríkissáttasemjara vegna lækkunar gagntilboðs Samtaka atvinnulífsins að sögn talsmanna breiðfylkingarinnar. Spurði Þórhildur Sunna fjármálaráðherrann hvert hafi verið markmið Bjarna með yfirlýsingum hans. „Var það til að hleypa illu blóði í kjaraviðræður. Var það til að stilla verkalýðshreyfingunni og launafólki upp á móti Grindvíkingum og draga úr samkennd samfélagsins með réttmætum kröfum þeirra um bætt lífsskilyrði? Eða var það til að breiða yfir að það stóð aldrei til að hálfu Sjálfstæðisflokksins að koma til móts við sjálfsagðar og eðlilegar kröfur um að millifærslukerfin okkar séu uppfærð í takt við tímann. Í takt við verðlag. Vegna þess að það er andstætt hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins,“ spurði Þórhildur Sunna. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir segir fjárútlát ríkissjóðs vegna hamfaranna í Grindavík hljóta að hafa áhrif á getu ríkisins til annarra fjárútláta. Stöð 2/Ívar Fannar Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra sagði það fyrst og síðast vera á ábyrgð aðila á vinnumarkaði að semja um kaup og kjör. Þrátt fyrir töluverða og of mikla aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum í gegnum tíðina, teldi hún gríðarlega verðmætt og mikilvægt að ná nú ábyrgum kjarasamningum til langs tíma. „Að sjálfsögðu er ekki með þessu markmið að hleypa illu blóði í kjaraviðræður þeirra. Það vill bara þannig til, og mér finnst það einhvern veginn liggja svo í augum uppi, að það ástand sem við erum í núna hefur að sjálfsögðu áhrif á getu ríkissjóðs. Og hvað getur talist eðlilegt, ábyrgt og skynsamlegt til skemmri tíma og lengri tíma að ríkisfjármálum sé beitt og hversu mikil viðbótarútgjöld eiga að vera til næstu ára,“ sagði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir á Alþingi í morgun.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaraviðræður 2023-24 Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík ASÍ Atvinnurekendur Tengdar fréttir Enginn þurfi á átökum og ófriði að halda Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það eðlilegt að tekist sé á þegar verið er að ræða kjarasamninga. Ófriður á vinnumarkaði gagnist ekki neinum á þessum tímapunkti. Kjaraviðræðum SA og breiðfylkingar ASÍ var vísað til Ríkissáttasemjara í gær. 25. janúar 2024 13:42 Vilhjálmur „ofboðslega svekktur og sorgmæddur“ yfir viðræðuslitunum Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, telur að fyrirkomulagið sem verkalýðshreyfingin viðhafði í samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins sé reynt til þrautar. 25. janúar 2024 09:02 Næsti fasi að slíta viðræðum og ráðast í aðgerðir Kjaraviðræðum breiðfylkingar stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði og Samtaka atvinnulífsins hefur verið vísað til ríkissáttasemjara eftir árangurslausan fund í dag. Formaður VR segir grafalvarlegt mál að deilan sé nú komin í þennan farveg. 24. janúar 2024 21:35 Aðstæður í Grindavík geti haft áhrif á kjaraviðræður Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, segir pakkann sem ríkisstjórn tilkynnti um í gær fyrir Grindvíkinga geta haft áhrif á kjaraviðræður. Mögulega verði ekki hægt að verða við öllum kröfum verkalýðshreyfingarinnar. 23. janúar 2024 07:45 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Enginn þurfi á átökum og ófriði að halda Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það eðlilegt að tekist sé á þegar verið er að ræða kjarasamninga. Ófriður á vinnumarkaði gagnist ekki neinum á þessum tímapunkti. Kjaraviðræðum SA og breiðfylkingar ASÍ var vísað til Ríkissáttasemjara í gær. 25. janúar 2024 13:42
Vilhjálmur „ofboðslega svekktur og sorgmæddur“ yfir viðræðuslitunum Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, telur að fyrirkomulagið sem verkalýðshreyfingin viðhafði í samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins sé reynt til þrautar. 25. janúar 2024 09:02
Næsti fasi að slíta viðræðum og ráðast í aðgerðir Kjaraviðræðum breiðfylkingar stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði og Samtaka atvinnulífsins hefur verið vísað til ríkissáttasemjara eftir árangurslausan fund í dag. Formaður VR segir grafalvarlegt mál að deilan sé nú komin í þennan farveg. 24. janúar 2024 21:35
Aðstæður í Grindavík geti haft áhrif á kjaraviðræður Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, segir pakkann sem ríkisstjórn tilkynnti um í gær fyrir Grindvíkinga geta haft áhrif á kjaraviðræður. Mögulega verði ekki hægt að verða við öllum kröfum verkalýðshreyfingarinnar. 23. janúar 2024 07:45
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent