„Náttúrulega bara ánægður að hafa unnið og náð innbyrðis á þá“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 25. janúar 2024 21:46 Benedikt í leik með Njarðvík. Vísir/Hulda Margrét Njarðvíkingar fóru heldur létt með Álftnesinga í kvöld þegar liðin mættust í fullri Ljónagryfju í 15.umferð Subway deild karla í kvöld. Njarðvíkingar lögðu Álftanes með 28 stiga mun 89-51 í furðulegum leik. Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkinga gat heldur ekki útskýrt hvað átti sér stað hér í kvöld. „Ég veit það ekki. Ég er náttúrulega bara ánægður að hafa unnið og náð innbyrðis á þá. Ég fer allavega hel sáttur héðan frá þessum leik en þetta var skrítinn leikur. Mér leið svona og þetta minnti mig á þegar maður er að mæta liði sem er nýbúið að vera bikarmeistari og kemur síðan eftir spennufall og maður vinnur þá auðveldlega bara út frá tímasetningu. Kannski eitthvað svoleiðis hjá Álftanesi, ég veit það ekki en þeir voru að tryggja sig í höllina í síðasta leik sem er frábært fyrir klúbbinn, risa skref fyrir Álftanes í körfuboltadeild og félag og hugsanlega hefur það eitthvað með það að gera að þeir eiga hérna hauskúpuleik því þeir voru ekki líkir sjálfum sér hérna í kvöld.“ Njarðvíkingar héldu gestunum í 51 stigi en Benedikt vildi þó ekki meina að Njarðvíkingar hefðu einhverja töfralausn. „Það er enginn galdur. Mér fannst strax í byrjun og ég sagði það hérna strax í upphafi að orkustigið okkar var miklu meira heldur en þeirra og ég veit að þið spyrjendur eruð orðnir þreyttir á þessu svari um að orkustigið var ekki nógu hátt og eitthvað svona en þetta skiptir öllu máli. Orkustigið okkar hérna í byrjun var miklu meira en þeirra og var bara þannig allan leikinn, á meðan þeir voru flatir þá vorum við á fullu og þannig náum við tökum á leiknum og byggjum upp góða forystu. Það svo bara skipti engu máli hver var inni hjá okkur, að voru allir að leggja í púkkið og vorum að spila vel saman sem lið, flott boltahreyfing, menn ekki að stoppa með boltann of lengi þannig bara hrós á mína stráka.“ Þrátt fyrir öruggan sigur þá lentu Njarðvíkingar í örlitlum villu vandræðum en Benedikt fannst leikurinn þó ekki vera mjög harður. „Alls ekki physical leikur en Chaz lendir í villu vandræðum snemma en það bara kom ekki að sök. Mario og Milka kannski komnir með fjórar hérna í lokin en þá skipti það engu máli og leikurinn var búin. Þetta hefði getað skipt máli með Chaz en þeir leysa, Veigar og Dwayne tóku þá bara við stýrinu og skiluðu fínu verki.“ Njarðvíkingar eru nú búnir að vinna fjóra leiki í röð en Benedikt vill þó ekki að menn fari fram úr sér þrátt fyrir það „Maður veit aldrei. Í fyrri umferðinni vorum við í öðru sæti lengi vel en svo töpum við tveimur í röð og vorum dottnir í sjöunda sætið og vorum þar um jólin. Þú veist aldrei hvar þú endar í töflunni og maður sér eiginlega aldrei stöðuna fyrr en daginn eftir, hún er aldrei kominn inn fyrr en daginn eftir þannig ég veit ekki hvar við verðum í töflunni núna en það er bara næsti leikur, það er Grindavík núna á úti í næstu viku og maður hugsar ekkert lengra en það.“ Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Njarðvíkingar lögðu Álftanes með 28 stiga mun 89-51 í furðulegum leik. Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkinga gat heldur ekki útskýrt hvað átti sér stað hér í kvöld. „Ég veit það ekki. Ég er náttúrulega bara ánægður að hafa unnið og náð innbyrðis á þá. Ég fer allavega hel sáttur héðan frá þessum leik en þetta var skrítinn leikur. Mér leið svona og þetta minnti mig á þegar maður er að mæta liði sem er nýbúið að vera bikarmeistari og kemur síðan eftir spennufall og maður vinnur þá auðveldlega bara út frá tímasetningu. Kannski eitthvað svoleiðis hjá Álftanesi, ég veit það ekki en þeir voru að tryggja sig í höllina í síðasta leik sem er frábært fyrir klúbbinn, risa skref fyrir Álftanes í körfuboltadeild og félag og hugsanlega hefur það eitthvað með það að gera að þeir eiga hérna hauskúpuleik því þeir voru ekki líkir sjálfum sér hérna í kvöld.“ Njarðvíkingar héldu gestunum í 51 stigi en Benedikt vildi þó ekki meina að Njarðvíkingar hefðu einhverja töfralausn. „Það er enginn galdur. Mér fannst strax í byrjun og ég sagði það hérna strax í upphafi að orkustigið okkar var miklu meira heldur en þeirra og ég veit að þið spyrjendur eruð orðnir þreyttir á þessu svari um að orkustigið var ekki nógu hátt og eitthvað svona en þetta skiptir öllu máli. Orkustigið okkar hérna í byrjun var miklu meira en þeirra og var bara þannig allan leikinn, á meðan þeir voru flatir þá vorum við á fullu og þannig náum við tökum á leiknum og byggjum upp góða forystu. Það svo bara skipti engu máli hver var inni hjá okkur, að voru allir að leggja í púkkið og vorum að spila vel saman sem lið, flott boltahreyfing, menn ekki að stoppa með boltann of lengi þannig bara hrós á mína stráka.“ Þrátt fyrir öruggan sigur þá lentu Njarðvíkingar í örlitlum villu vandræðum en Benedikt fannst leikurinn þó ekki vera mjög harður. „Alls ekki physical leikur en Chaz lendir í villu vandræðum snemma en það bara kom ekki að sök. Mario og Milka kannski komnir með fjórar hérna í lokin en þá skipti það engu máli og leikurinn var búin. Þetta hefði getað skipt máli með Chaz en þeir leysa, Veigar og Dwayne tóku þá bara við stýrinu og skiluðu fínu verki.“ Njarðvíkingar eru nú búnir að vinna fjóra leiki í röð en Benedikt vill þó ekki að menn fari fram úr sér þrátt fyrir það „Maður veit aldrei. Í fyrri umferðinni vorum við í öðru sæti lengi vel en svo töpum við tveimur í röð og vorum dottnir í sjöunda sætið og vorum þar um jólin. Þú veist aldrei hvar þú endar í töflunni og maður sér eiginlega aldrei stöðuna fyrr en daginn eftir, hún er aldrei kominn inn fyrr en daginn eftir þannig ég veit ekki hvar við verðum í töflunni núna en það er bara næsti leikur, það er Grindavík núna á úti í næstu viku og maður hugsar ekkert lengra en það.“
Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli