Ekki fallist á að fordómar gegn múslimum hafi verið ástæðan Jón Þór Stefánsson skrifar 26. janúar 2024 08:57 Málið varðar starf landamæravarðar á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Lögreglustjórinn á Suðurnesjum braut ekki lög með því að endurnýja ekki ráðningu manns í starf landamæravarðar á Keflavíkurflugvelli sem taldi sig vera mismunað vegna trúar sinnar. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar jafnréttismála. Maðurinn, sem er múslimi, sagðist hafa upplifað mikla fordóma og jafnvel hatursorðræðu á starfstöð sinni á flugvellinum. Hann taldi að ástæða þess að hann hafi ekki fengið fastráðningu hafi verið sú að hann hafi búið lengi erlendis, sé í sambandi við konu sem er hælisleitandi, og hafi verið giftur konu frá Sádi-Arabíu. Lögreglustjórinn hafnaði þessu. Maðurinn hafi verið ráðinn til reynslu á tímabundnum samningi og starfað frá desembermánuði 2022 til mars 2023. Undir lok þess tímabils hafi frammistaða hans verið metin ófullnægjandi á flestum sviðum og ráðningarsamningurinn ekki endurnýjaður. Skömmu áður en sú ákvörðun var tekin hafði hann átt fund við stjórnendur embættisins í kjölfar kvartana vegna framkomu og vinnubragða hans. Í úrskurðinum sem málið varðar er haft eftir lögregluembættinu að maðurinn hafi í upprunalega umsóknarferlinu tekið fram að fyrra bragði að hann væri múslimi og þar af leiðandi sé litið svo á að trú hans hafi ekki haft áhrif á ákvörðun um ráðningu hans. Maðurinn vildi meina að hann hafi ekki fengið ábendingar um ófullnægjandi frammistöðu sína á meðan hann var í starfinu og vildi meina að hefði hann fengið að vita af henni hefði hann reynt að bæta sig. Úrskurðarnefndin komst, líkt og áður segir, að þeirri niðurstöðu að lögreglustjórinn hafi ekki brotið lög með því að endurnýja ekki ráðningarsamninginn. Gögn málsins bendi til þess að ástæða ákvörðunarinnar hafi verið frammistaða mannsins í starfi. Þar af leiðandi megi telja að hlutlæg og málefnaleg sjónarmið hafi legið að ákvörðuninni. Dómsmál Keflavíkurflugvöllur Trúmál Jafnréttismál Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Maðurinn, sem er múslimi, sagðist hafa upplifað mikla fordóma og jafnvel hatursorðræðu á starfstöð sinni á flugvellinum. Hann taldi að ástæða þess að hann hafi ekki fengið fastráðningu hafi verið sú að hann hafi búið lengi erlendis, sé í sambandi við konu sem er hælisleitandi, og hafi verið giftur konu frá Sádi-Arabíu. Lögreglustjórinn hafnaði þessu. Maðurinn hafi verið ráðinn til reynslu á tímabundnum samningi og starfað frá desembermánuði 2022 til mars 2023. Undir lok þess tímabils hafi frammistaða hans verið metin ófullnægjandi á flestum sviðum og ráðningarsamningurinn ekki endurnýjaður. Skömmu áður en sú ákvörðun var tekin hafði hann átt fund við stjórnendur embættisins í kjölfar kvartana vegna framkomu og vinnubragða hans. Í úrskurðinum sem málið varðar er haft eftir lögregluembættinu að maðurinn hafi í upprunalega umsóknarferlinu tekið fram að fyrra bragði að hann væri múslimi og þar af leiðandi sé litið svo á að trú hans hafi ekki haft áhrif á ákvörðun um ráðningu hans. Maðurinn vildi meina að hann hafi ekki fengið ábendingar um ófullnægjandi frammistöðu sína á meðan hann var í starfinu og vildi meina að hefði hann fengið að vita af henni hefði hann reynt að bæta sig. Úrskurðarnefndin komst, líkt og áður segir, að þeirri niðurstöðu að lögreglustjórinn hafi ekki brotið lög með því að endurnýja ekki ráðningarsamninginn. Gögn málsins bendi til þess að ástæða ákvörðunarinnar hafi verið frammistaða mannsins í starfi. Þar af leiðandi megi telja að hlutlæg og málefnaleg sjónarmið hafi legið að ákvörðuninni.
Dómsmál Keflavíkurflugvöllur Trúmál Jafnréttismál Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira