Aðgerðir taki tíma en tími Grindvíkinga líði hægt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. janúar 2024 14:09 Frá Grindavík. Vísir/Arnar Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segir vel koma til greina að halda borgarafund, þannig að Grindvíkingar geti komið óskum sínum og áhyggjum til skila. Samtal við ríkið gangi vel, en samtalið við borgarana sé ekki síður mikilvægt. Undirskriftasöfnun með yfirskriftinni Borgarafundur fyrir íbúa Grindavíkurbæjar, var hrundið af stað á Ísland punktur is í gær. Þar er kallað eftir því að bæjarstjórn eigi í milliliðalausu samtali við íbúa Grindavíkur um ástandið sem þeir búa nú við, og að íbúar geti komið óskum sínum og vilja skýrt á framfæri við bæjarstjórn, en bæjarstjórnin kemur að vinnu við tillögur ríkisstjórnarinnar um aðgerðir fyrir Grindvíkinga. Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segir ákallið mjög skiljanlegt. „Við höfum alveg merkt það mjög sterkt að þessir íbúafundir skipta máli. Það er bara vel skiljanlegt,“ segir Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar. Það sé fullur vilji bæjarstjórnar að upplýsa íbúa og hlusta á þá. Ásrún Helga Kristinsdóttir er forseti bæjarstjórnar í Grindavík. „Það var sem sagt umræða í gangi innan bæjarstjórnar um hvernig við gætum nálgast bæjarbúa betur, með samtali.“ Áfram verði unnið að því að finna útfærslu að samtali sem henti sem flestum. Þar komi íbúafundur meðal annars til greina. Vel tekið í hugmyndir stjórnarinnar Frumvarp um aðgerðir fyrir Grindvíkinga er nú í bígerð á Alþingi. Ásrún segir eðlilegt að vinna við það taki tíma. „Tími okkar Grindvíkinga er afar lengi að líða, en við styðjum það að fólk hafi þetta val, og við ræddum á fundi með ríkisstjórninni hluti eins og rekstrarkostnað og áframhaldandi húsnæðisstuðning.“ Þingið hafi tekið vel í það sem nefnt hefur verið af hálfu bæjarstjórnar. „Samtalið er mikilvægt og því er líka mikilvægt, samtalið við íbúa.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Skoða að nota skattalega hvata til að auka framboð á húsnæði Verið er að undirbúa fjölda aðgerða til að auka framboð á húsnæði fyrir Grindvíkinga að sögn ráðherra í ríkisstjórninni. Þær miði að því að halda niðri verðbólgu. Forsætisráðherra segir ekki búið að ákveða hvort förgunargjald í altjóni verði afnumið en áhersla sé lögð á jafnræði íbúa. 26. janúar 2024 20:01 Biðlar til fólks að sýna samfélagslega ábyrgð Hópur Grindvíkinga hefur hafið undirskriftasöfnun á Ísland.is þar sem þess er krafist að Grindvíkingar fái að halda borgaralegan fund með bæjarstjórninni um þær aðgerðir sem eru í smíðum fyrir Grindvíkinga. 26. janúar 2024 21:13 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Sjá meira
Undirskriftasöfnun með yfirskriftinni Borgarafundur fyrir íbúa Grindavíkurbæjar, var hrundið af stað á Ísland punktur is í gær. Þar er kallað eftir því að bæjarstjórn eigi í milliliðalausu samtali við íbúa Grindavíkur um ástandið sem þeir búa nú við, og að íbúar geti komið óskum sínum og vilja skýrt á framfæri við bæjarstjórn, en bæjarstjórnin kemur að vinnu við tillögur ríkisstjórnarinnar um aðgerðir fyrir Grindvíkinga. Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segir ákallið mjög skiljanlegt. „Við höfum alveg merkt það mjög sterkt að þessir íbúafundir skipta máli. Það er bara vel skiljanlegt,“ segir Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar. Það sé fullur vilji bæjarstjórnar að upplýsa íbúa og hlusta á þá. Ásrún Helga Kristinsdóttir er forseti bæjarstjórnar í Grindavík. „Það var sem sagt umræða í gangi innan bæjarstjórnar um hvernig við gætum nálgast bæjarbúa betur, með samtali.“ Áfram verði unnið að því að finna útfærslu að samtali sem henti sem flestum. Þar komi íbúafundur meðal annars til greina. Vel tekið í hugmyndir stjórnarinnar Frumvarp um aðgerðir fyrir Grindvíkinga er nú í bígerð á Alþingi. Ásrún segir eðlilegt að vinna við það taki tíma. „Tími okkar Grindvíkinga er afar lengi að líða, en við styðjum það að fólk hafi þetta val, og við ræddum á fundi með ríkisstjórninni hluti eins og rekstrarkostnað og áframhaldandi húsnæðisstuðning.“ Þingið hafi tekið vel í það sem nefnt hefur verið af hálfu bæjarstjórnar. „Samtalið er mikilvægt og því er líka mikilvægt, samtalið við íbúa.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Skoða að nota skattalega hvata til að auka framboð á húsnæði Verið er að undirbúa fjölda aðgerða til að auka framboð á húsnæði fyrir Grindvíkinga að sögn ráðherra í ríkisstjórninni. Þær miði að því að halda niðri verðbólgu. Forsætisráðherra segir ekki búið að ákveða hvort förgunargjald í altjóni verði afnumið en áhersla sé lögð á jafnræði íbúa. 26. janúar 2024 20:01 Biðlar til fólks að sýna samfélagslega ábyrgð Hópur Grindvíkinga hefur hafið undirskriftasöfnun á Ísland.is þar sem þess er krafist að Grindvíkingar fái að halda borgaralegan fund með bæjarstjórninni um þær aðgerðir sem eru í smíðum fyrir Grindvíkinga. 26. janúar 2024 21:13 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Sjá meira
Skoða að nota skattalega hvata til að auka framboð á húsnæði Verið er að undirbúa fjölda aðgerða til að auka framboð á húsnæði fyrir Grindvíkinga að sögn ráðherra í ríkisstjórninni. Þær miði að því að halda niðri verðbólgu. Forsætisráðherra segir ekki búið að ákveða hvort förgunargjald í altjóni verði afnumið en áhersla sé lögð á jafnræði íbúa. 26. janúar 2024 20:01
Biðlar til fólks að sýna samfélagslega ábyrgð Hópur Grindvíkinga hefur hafið undirskriftasöfnun á Ísland.is þar sem þess er krafist að Grindvíkingar fái að halda borgaralegan fund með bæjarstjórninni um þær aðgerðir sem eru í smíðum fyrir Grindvíkinga. 26. janúar 2024 21:13
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent