Aðgerðir taki tíma en tími Grindvíkinga líði hægt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. janúar 2024 14:09 Frá Grindavík. Vísir/Arnar Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segir vel koma til greina að halda borgarafund, þannig að Grindvíkingar geti komið óskum sínum og áhyggjum til skila. Samtal við ríkið gangi vel, en samtalið við borgarana sé ekki síður mikilvægt. Undirskriftasöfnun með yfirskriftinni Borgarafundur fyrir íbúa Grindavíkurbæjar, var hrundið af stað á Ísland punktur is í gær. Þar er kallað eftir því að bæjarstjórn eigi í milliliðalausu samtali við íbúa Grindavíkur um ástandið sem þeir búa nú við, og að íbúar geti komið óskum sínum og vilja skýrt á framfæri við bæjarstjórn, en bæjarstjórnin kemur að vinnu við tillögur ríkisstjórnarinnar um aðgerðir fyrir Grindvíkinga. Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segir ákallið mjög skiljanlegt. „Við höfum alveg merkt það mjög sterkt að þessir íbúafundir skipta máli. Það er bara vel skiljanlegt,“ segir Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar. Það sé fullur vilji bæjarstjórnar að upplýsa íbúa og hlusta á þá. Ásrún Helga Kristinsdóttir er forseti bæjarstjórnar í Grindavík. „Það var sem sagt umræða í gangi innan bæjarstjórnar um hvernig við gætum nálgast bæjarbúa betur, með samtali.“ Áfram verði unnið að því að finna útfærslu að samtali sem henti sem flestum. Þar komi íbúafundur meðal annars til greina. Vel tekið í hugmyndir stjórnarinnar Frumvarp um aðgerðir fyrir Grindvíkinga er nú í bígerð á Alþingi. Ásrún segir eðlilegt að vinna við það taki tíma. „Tími okkar Grindvíkinga er afar lengi að líða, en við styðjum það að fólk hafi þetta val, og við ræddum á fundi með ríkisstjórninni hluti eins og rekstrarkostnað og áframhaldandi húsnæðisstuðning.“ Þingið hafi tekið vel í það sem nefnt hefur verið af hálfu bæjarstjórnar. „Samtalið er mikilvægt og því er líka mikilvægt, samtalið við íbúa.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Skoða að nota skattalega hvata til að auka framboð á húsnæði Verið er að undirbúa fjölda aðgerða til að auka framboð á húsnæði fyrir Grindvíkinga að sögn ráðherra í ríkisstjórninni. Þær miði að því að halda niðri verðbólgu. Forsætisráðherra segir ekki búið að ákveða hvort förgunargjald í altjóni verði afnumið en áhersla sé lögð á jafnræði íbúa. 26. janúar 2024 20:01 Biðlar til fólks að sýna samfélagslega ábyrgð Hópur Grindvíkinga hefur hafið undirskriftasöfnun á Ísland.is þar sem þess er krafist að Grindvíkingar fái að halda borgaralegan fund með bæjarstjórninni um þær aðgerðir sem eru í smíðum fyrir Grindvíkinga. 26. janúar 2024 21:13 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Sjá meira
Undirskriftasöfnun með yfirskriftinni Borgarafundur fyrir íbúa Grindavíkurbæjar, var hrundið af stað á Ísland punktur is í gær. Þar er kallað eftir því að bæjarstjórn eigi í milliliðalausu samtali við íbúa Grindavíkur um ástandið sem þeir búa nú við, og að íbúar geti komið óskum sínum og vilja skýrt á framfæri við bæjarstjórn, en bæjarstjórnin kemur að vinnu við tillögur ríkisstjórnarinnar um aðgerðir fyrir Grindvíkinga. Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segir ákallið mjög skiljanlegt. „Við höfum alveg merkt það mjög sterkt að þessir íbúafundir skipta máli. Það er bara vel skiljanlegt,“ segir Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar. Það sé fullur vilji bæjarstjórnar að upplýsa íbúa og hlusta á þá. Ásrún Helga Kristinsdóttir er forseti bæjarstjórnar í Grindavík. „Það var sem sagt umræða í gangi innan bæjarstjórnar um hvernig við gætum nálgast bæjarbúa betur, með samtali.“ Áfram verði unnið að því að finna útfærslu að samtali sem henti sem flestum. Þar komi íbúafundur meðal annars til greina. Vel tekið í hugmyndir stjórnarinnar Frumvarp um aðgerðir fyrir Grindvíkinga er nú í bígerð á Alþingi. Ásrún segir eðlilegt að vinna við það taki tíma. „Tími okkar Grindvíkinga er afar lengi að líða, en við styðjum það að fólk hafi þetta val, og við ræddum á fundi með ríkisstjórninni hluti eins og rekstrarkostnað og áframhaldandi húsnæðisstuðning.“ Þingið hafi tekið vel í það sem nefnt hefur verið af hálfu bæjarstjórnar. „Samtalið er mikilvægt og því er líka mikilvægt, samtalið við íbúa.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Skoða að nota skattalega hvata til að auka framboð á húsnæði Verið er að undirbúa fjölda aðgerða til að auka framboð á húsnæði fyrir Grindvíkinga að sögn ráðherra í ríkisstjórninni. Þær miði að því að halda niðri verðbólgu. Forsætisráðherra segir ekki búið að ákveða hvort förgunargjald í altjóni verði afnumið en áhersla sé lögð á jafnræði íbúa. 26. janúar 2024 20:01 Biðlar til fólks að sýna samfélagslega ábyrgð Hópur Grindvíkinga hefur hafið undirskriftasöfnun á Ísland.is þar sem þess er krafist að Grindvíkingar fái að halda borgaralegan fund með bæjarstjórninni um þær aðgerðir sem eru í smíðum fyrir Grindvíkinga. 26. janúar 2024 21:13 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Sjá meira
Skoða að nota skattalega hvata til að auka framboð á húsnæði Verið er að undirbúa fjölda aðgerða til að auka framboð á húsnæði fyrir Grindvíkinga að sögn ráðherra í ríkisstjórninni. Þær miði að því að halda niðri verðbólgu. Forsætisráðherra segir ekki búið að ákveða hvort förgunargjald í altjóni verði afnumið en áhersla sé lögð á jafnræði íbúa. 26. janúar 2024 20:01
Biðlar til fólks að sýna samfélagslega ábyrgð Hópur Grindvíkinga hefur hafið undirskriftasöfnun á Ísland.is þar sem þess er krafist að Grindvíkingar fái að halda borgaralegan fund með bæjarstjórninni um þær aðgerðir sem eru í smíðum fyrir Grindvíkinga. 26. janúar 2024 21:13