Afkoma heimila og áætlun verkalýðshreyfingarinnar Stefán Ólafsson skrifar 27. janúar 2024 16:01 Alltof mörg heimili eiga nú í fjárhagsþrengingum. Ástæðan er veruleg hækkun verðbólgu og vaxta. Á sama tíma hefur hagnaður fyrirtækja aukist upp í methæðir, miðað við síðustu 20 ár. Það er því gríðarlegt misvægi í samfélaginu. Allsnægtir sums staðar - en skortur annars staðar. Verkalýðshreyfingin hefur lagt fram áætlun sem tekur á þessu með nýstálegum hætti. Skoðum fyrst afkomuþróun heimila á síðustu misserum og síðan áætlun verkalýðshreyfingarinnar. Gallup: Afkoma heimila versnar enn Gallup birti fyrir skömmu nýja könnun á fjárhag heimila, líkt fyrirtækið hefur gert undanfarin ár. Gögn Gallup sýna að frá seinni hluta 2021 hefur fjárhagur heimilanna versnað jafnt og þétt, samhliða hækkun verðbólgu og vaxta. Á þessum tæpu þremur árum hefur heimilum í erfileikum fjölgað úr 30% í 50%, eða um tvo þriðju. Það er mikil aukning á stuttum tíma. Myndin hér að neðan sýnir þessar niðurstöður úr könnunum Gallup á tímabilinu. Nú í desember sl. var það um helmingur heimila sem var í erfiðleikum með að ná endum saman. Hluti svarenda safnaði skuldum, aðrir gengu á sparnað til að ná endum saman og enn aðrir náðu endum saman með naumindum. Staða láglaunafólks er enn verri en myndin sýnir. Það er því alvöru lífskjarakreppa hjá alltof mörgum heimilum. En mikið góðæri ríkir hjá fyrirtækjunum. Fyrirtækin þurfa því að lækka hagnaðarkröfur sínar og skila heimilunum lægra verðlagi. Seðlabanki, bankar og lífeyrissjóðir þurfa einnig að skila lækkun vaxta. Verkalýðshreyfingin býður nú upp á raunhæfa leið til að ná öllum þessum markmiðum fram. Áætlun verkalýðshreyfingarinnar Breiðfylking ASÍ félaga, sem semja fyrir rúmlega 70% af launafólki á vinnumarkaði, hefur lagt fram áætlun um öra lækkun verðbólgu og vaxta. Leiðin felst í óvenju hóflegum launahækkunum (miðað við aðstæður), endurreisn tilfærslukerfa heimilanna (þ.e. á barnabótum og húsnæðisstuðningi til eigenda og leigjenda) og almennu aðhalda gegn verðhækkunum. Lækkun vaxta mun síðan létta greiðslubyrði skuldugra heimila. Hóflegar launahækkanir krefjast þess að launafólk hafi öruggar tryggingar fyrir árangri, í formi rauðra strika, líkt og gert var í þjóðarsáttinni 1990. Launafólk sem býr við skort getur ekki eitt og sér borið alla áhættuna. Ríkið þarf að auka framlag sitt í tilfærslukerfin sem nemur um 24 milljörðum á ári, til að dæmið gangi upp. Ef það gerist ekki þá mun heimilum lágtekjufólks blæða út og hagur millihópa versna enn frekar. Hefur ríkið efni á að taka fullan þátt? Einstaka ráðherrar hafa nýlega lýst því yfir að vegna skuldbindinga við íbúa Grindavíkur þá geti ríkið ekki tekið fullan þátt í verkefninu með endurreisn tilfærslukerfanna. Útgjaldabyrðin yrði of mikil, er sagt. Þetta er hins vegar ekki rétt. Ríkið ræður vel við verkefnið í Grindavík, meðal annars með nýtingu fjár sem þegar er í Náttúruhamfaratryggingasjóði og baktryggingum, eins og ráðherrar hafa staðhæft. Ef árangur næst í að lækka verðbólgu og vexti með hraði þá mun ríkið spara sér mun meira í útgjöldum vegna lækkunar vaxtakostnaðar en nemur aukningunni í tilfærslukerfin. Þar fyrir utan eru ýmsar leiðir til aukinnar tekjuöflunar fyrir ríkið. Til dæmis væri eðlilegt að setja 4.000-5.000 króna komugjald á ferðamenn, líkt og Gylfi Zoega hagfræðiprófessor hefur lagt til. Það myndi skila strax um 10 milljörðum í ríkissjóð. Þetta væri einnig skynsamleg aðgerð til að hægja á ferðaþjónustunni og draga þar með úr verðbólguhvetjandi þenslu í samfélaginu. Hækkun auðlindagjalda, bankaskatts og aðrar sjálfsagðar smá lagfæringar á skattkerfinu sem ekki fela í sér auknar byrðar almennings eru tiltækar og gerir þetta allt mun meira en að greiða þá 24 milljarða sem til þarf. Vilji er allt sem þarf hjá stjórnvöldum. Nærtækast er að segja að ríkið hafi ekki efni á öðru en að láta áætlun verkalýðshreyfingarinnar ganga upp, því hinn valkosturinn er mun ófýsilegri. En fyrirstaða Samtaka atvinnurekenda (SA) gegn því að sætta sig við hinar hóflegu launahækkanir sem verkalýðshreyfingin hefur boðið uppá og viðunandi tryggingar um árangur valda vonbrigðum, enn sem komið er í samningaviðræðunum. Atvinnurekendur virðast ætla að freista þess að sigla í gegnum þessa baráttu án þess að leggja neitt til! Það mun sigla áætluninni í strand, ef ekki verður breyting á. Hið sama gildir ef ríkið bregst. Hvað gerist ef áætlunin gengur ekki upp? Ef ríkið og fyrirtækin skila ekki sínu til fulls þá þarf verkalýðshreyfingin að endurhanna kröfur sínar og fara fram með kröfu um 7-10% hækkun á meðallaun og sækja þannig kaupmáttaraukningu fyrir heimilin. Afkomuvandi heimilanna leyfir ekki annað í stöðunni. En þá gengi verðbólgan mun hægar niður og ávinningur samfélagsins alls yrði allur minni. Er ekki augljóst hver leið skynseminnar er? Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og sérfræðingur hjá Eflingu stéttarfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Ólafsson ASÍ Efnahagsmál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Fjármál heimilisins Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Alltof mörg heimili eiga nú í fjárhagsþrengingum. Ástæðan er veruleg hækkun verðbólgu og vaxta. Á sama tíma hefur hagnaður fyrirtækja aukist upp í methæðir, miðað við síðustu 20 ár. Það er því gríðarlegt misvægi í samfélaginu. Allsnægtir sums staðar - en skortur annars staðar. Verkalýðshreyfingin hefur lagt fram áætlun sem tekur á þessu með nýstálegum hætti. Skoðum fyrst afkomuþróun heimila á síðustu misserum og síðan áætlun verkalýðshreyfingarinnar. Gallup: Afkoma heimila versnar enn Gallup birti fyrir skömmu nýja könnun á fjárhag heimila, líkt fyrirtækið hefur gert undanfarin ár. Gögn Gallup sýna að frá seinni hluta 2021 hefur fjárhagur heimilanna versnað jafnt og þétt, samhliða hækkun verðbólgu og vaxta. Á þessum tæpu þremur árum hefur heimilum í erfileikum fjölgað úr 30% í 50%, eða um tvo þriðju. Það er mikil aukning á stuttum tíma. Myndin hér að neðan sýnir þessar niðurstöður úr könnunum Gallup á tímabilinu. Nú í desember sl. var það um helmingur heimila sem var í erfiðleikum með að ná endum saman. Hluti svarenda safnaði skuldum, aðrir gengu á sparnað til að ná endum saman og enn aðrir náðu endum saman með naumindum. Staða láglaunafólks er enn verri en myndin sýnir. Það er því alvöru lífskjarakreppa hjá alltof mörgum heimilum. En mikið góðæri ríkir hjá fyrirtækjunum. Fyrirtækin þurfa því að lækka hagnaðarkröfur sínar og skila heimilunum lægra verðlagi. Seðlabanki, bankar og lífeyrissjóðir þurfa einnig að skila lækkun vaxta. Verkalýðshreyfingin býður nú upp á raunhæfa leið til að ná öllum þessum markmiðum fram. Áætlun verkalýðshreyfingarinnar Breiðfylking ASÍ félaga, sem semja fyrir rúmlega 70% af launafólki á vinnumarkaði, hefur lagt fram áætlun um öra lækkun verðbólgu og vaxta. Leiðin felst í óvenju hóflegum launahækkunum (miðað við aðstæður), endurreisn tilfærslukerfa heimilanna (þ.e. á barnabótum og húsnæðisstuðningi til eigenda og leigjenda) og almennu aðhalda gegn verðhækkunum. Lækkun vaxta mun síðan létta greiðslubyrði skuldugra heimila. Hóflegar launahækkanir krefjast þess að launafólk hafi öruggar tryggingar fyrir árangri, í formi rauðra strika, líkt og gert var í þjóðarsáttinni 1990. Launafólk sem býr við skort getur ekki eitt og sér borið alla áhættuna. Ríkið þarf að auka framlag sitt í tilfærslukerfin sem nemur um 24 milljörðum á ári, til að dæmið gangi upp. Ef það gerist ekki þá mun heimilum lágtekjufólks blæða út og hagur millihópa versna enn frekar. Hefur ríkið efni á að taka fullan þátt? Einstaka ráðherrar hafa nýlega lýst því yfir að vegna skuldbindinga við íbúa Grindavíkur þá geti ríkið ekki tekið fullan þátt í verkefninu með endurreisn tilfærslukerfanna. Útgjaldabyrðin yrði of mikil, er sagt. Þetta er hins vegar ekki rétt. Ríkið ræður vel við verkefnið í Grindavík, meðal annars með nýtingu fjár sem þegar er í Náttúruhamfaratryggingasjóði og baktryggingum, eins og ráðherrar hafa staðhæft. Ef árangur næst í að lækka verðbólgu og vexti með hraði þá mun ríkið spara sér mun meira í útgjöldum vegna lækkunar vaxtakostnaðar en nemur aukningunni í tilfærslukerfin. Þar fyrir utan eru ýmsar leiðir til aukinnar tekjuöflunar fyrir ríkið. Til dæmis væri eðlilegt að setja 4.000-5.000 króna komugjald á ferðamenn, líkt og Gylfi Zoega hagfræðiprófessor hefur lagt til. Það myndi skila strax um 10 milljörðum í ríkissjóð. Þetta væri einnig skynsamleg aðgerð til að hægja á ferðaþjónustunni og draga þar með úr verðbólguhvetjandi þenslu í samfélaginu. Hækkun auðlindagjalda, bankaskatts og aðrar sjálfsagðar smá lagfæringar á skattkerfinu sem ekki fela í sér auknar byrðar almennings eru tiltækar og gerir þetta allt mun meira en að greiða þá 24 milljarða sem til þarf. Vilji er allt sem þarf hjá stjórnvöldum. Nærtækast er að segja að ríkið hafi ekki efni á öðru en að láta áætlun verkalýðshreyfingarinnar ganga upp, því hinn valkosturinn er mun ófýsilegri. En fyrirstaða Samtaka atvinnurekenda (SA) gegn því að sætta sig við hinar hóflegu launahækkanir sem verkalýðshreyfingin hefur boðið uppá og viðunandi tryggingar um árangur valda vonbrigðum, enn sem komið er í samningaviðræðunum. Atvinnurekendur virðast ætla að freista þess að sigla í gegnum þessa baráttu án þess að leggja neitt til! Það mun sigla áætluninni í strand, ef ekki verður breyting á. Hið sama gildir ef ríkið bregst. Hvað gerist ef áætlunin gengur ekki upp? Ef ríkið og fyrirtækin skila ekki sínu til fulls þá þarf verkalýðshreyfingin að endurhanna kröfur sínar og fara fram með kröfu um 7-10% hækkun á meðallaun og sækja þannig kaupmáttaraukningu fyrir heimilin. Afkomuvandi heimilanna leyfir ekki annað í stöðunni. En þá gengi verðbólgan mun hægar niður og ávinningur samfélagsins alls yrði allur minni. Er ekki augljóst hver leið skynseminnar er? Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og sérfræðingur hjá Eflingu stéttarfélagi.
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar