Afkoma heimila og áætlun verkalýðshreyfingarinnar Stefán Ólafsson skrifar 27. janúar 2024 16:01 Alltof mörg heimili eiga nú í fjárhagsþrengingum. Ástæðan er veruleg hækkun verðbólgu og vaxta. Á sama tíma hefur hagnaður fyrirtækja aukist upp í methæðir, miðað við síðustu 20 ár. Það er því gríðarlegt misvægi í samfélaginu. Allsnægtir sums staðar - en skortur annars staðar. Verkalýðshreyfingin hefur lagt fram áætlun sem tekur á þessu með nýstálegum hætti. Skoðum fyrst afkomuþróun heimila á síðustu misserum og síðan áætlun verkalýðshreyfingarinnar. Gallup: Afkoma heimila versnar enn Gallup birti fyrir skömmu nýja könnun á fjárhag heimila, líkt fyrirtækið hefur gert undanfarin ár. Gögn Gallup sýna að frá seinni hluta 2021 hefur fjárhagur heimilanna versnað jafnt og þétt, samhliða hækkun verðbólgu og vaxta. Á þessum tæpu þremur árum hefur heimilum í erfileikum fjölgað úr 30% í 50%, eða um tvo þriðju. Það er mikil aukning á stuttum tíma. Myndin hér að neðan sýnir þessar niðurstöður úr könnunum Gallup á tímabilinu. Nú í desember sl. var það um helmingur heimila sem var í erfiðleikum með að ná endum saman. Hluti svarenda safnaði skuldum, aðrir gengu á sparnað til að ná endum saman og enn aðrir náðu endum saman með naumindum. Staða láglaunafólks er enn verri en myndin sýnir. Það er því alvöru lífskjarakreppa hjá alltof mörgum heimilum. En mikið góðæri ríkir hjá fyrirtækjunum. Fyrirtækin þurfa því að lækka hagnaðarkröfur sínar og skila heimilunum lægra verðlagi. Seðlabanki, bankar og lífeyrissjóðir þurfa einnig að skila lækkun vaxta. Verkalýðshreyfingin býður nú upp á raunhæfa leið til að ná öllum þessum markmiðum fram. Áætlun verkalýðshreyfingarinnar Breiðfylking ASÍ félaga, sem semja fyrir rúmlega 70% af launafólki á vinnumarkaði, hefur lagt fram áætlun um öra lækkun verðbólgu og vaxta. Leiðin felst í óvenju hóflegum launahækkunum (miðað við aðstæður), endurreisn tilfærslukerfa heimilanna (þ.e. á barnabótum og húsnæðisstuðningi til eigenda og leigjenda) og almennu aðhalda gegn verðhækkunum. Lækkun vaxta mun síðan létta greiðslubyrði skuldugra heimila. Hóflegar launahækkanir krefjast þess að launafólk hafi öruggar tryggingar fyrir árangri, í formi rauðra strika, líkt og gert var í þjóðarsáttinni 1990. Launafólk sem býr við skort getur ekki eitt og sér borið alla áhættuna. Ríkið þarf að auka framlag sitt í tilfærslukerfin sem nemur um 24 milljörðum á ári, til að dæmið gangi upp. Ef það gerist ekki þá mun heimilum lágtekjufólks blæða út og hagur millihópa versna enn frekar. Hefur ríkið efni á að taka fullan þátt? Einstaka ráðherrar hafa nýlega lýst því yfir að vegna skuldbindinga við íbúa Grindavíkur þá geti ríkið ekki tekið fullan þátt í verkefninu með endurreisn tilfærslukerfanna. Útgjaldabyrðin yrði of mikil, er sagt. Þetta er hins vegar ekki rétt. Ríkið ræður vel við verkefnið í Grindavík, meðal annars með nýtingu fjár sem þegar er í Náttúruhamfaratryggingasjóði og baktryggingum, eins og ráðherrar hafa staðhæft. Ef árangur næst í að lækka verðbólgu og vexti með hraði þá mun ríkið spara sér mun meira í útgjöldum vegna lækkunar vaxtakostnaðar en nemur aukningunni í tilfærslukerfin. Þar fyrir utan eru ýmsar leiðir til aukinnar tekjuöflunar fyrir ríkið. Til dæmis væri eðlilegt að setja 4.000-5.000 króna komugjald á ferðamenn, líkt og Gylfi Zoega hagfræðiprófessor hefur lagt til. Það myndi skila strax um 10 milljörðum í ríkissjóð. Þetta væri einnig skynsamleg aðgerð til að hægja á ferðaþjónustunni og draga þar með úr verðbólguhvetjandi þenslu í samfélaginu. Hækkun auðlindagjalda, bankaskatts og aðrar sjálfsagðar smá lagfæringar á skattkerfinu sem ekki fela í sér auknar byrðar almennings eru tiltækar og gerir þetta allt mun meira en að greiða þá 24 milljarða sem til þarf. Vilji er allt sem þarf hjá stjórnvöldum. Nærtækast er að segja að ríkið hafi ekki efni á öðru en að láta áætlun verkalýðshreyfingarinnar ganga upp, því hinn valkosturinn er mun ófýsilegri. En fyrirstaða Samtaka atvinnurekenda (SA) gegn því að sætta sig við hinar hóflegu launahækkanir sem verkalýðshreyfingin hefur boðið uppá og viðunandi tryggingar um árangur valda vonbrigðum, enn sem komið er í samningaviðræðunum. Atvinnurekendur virðast ætla að freista þess að sigla í gegnum þessa baráttu án þess að leggja neitt til! Það mun sigla áætluninni í strand, ef ekki verður breyting á. Hið sama gildir ef ríkið bregst. Hvað gerist ef áætlunin gengur ekki upp? Ef ríkið og fyrirtækin skila ekki sínu til fulls þá þarf verkalýðshreyfingin að endurhanna kröfur sínar og fara fram með kröfu um 7-10% hækkun á meðallaun og sækja þannig kaupmáttaraukningu fyrir heimilin. Afkomuvandi heimilanna leyfir ekki annað í stöðunni. En þá gengi verðbólgan mun hægar niður og ávinningur samfélagsins alls yrði allur minni. Er ekki augljóst hver leið skynseminnar er? Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og sérfræðingur hjá Eflingu stéttarfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Ólafsson ASÍ Efnahagsmál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Fjármál heimilisins Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Alltof mörg heimili eiga nú í fjárhagsþrengingum. Ástæðan er veruleg hækkun verðbólgu og vaxta. Á sama tíma hefur hagnaður fyrirtækja aukist upp í methæðir, miðað við síðustu 20 ár. Það er því gríðarlegt misvægi í samfélaginu. Allsnægtir sums staðar - en skortur annars staðar. Verkalýðshreyfingin hefur lagt fram áætlun sem tekur á þessu með nýstálegum hætti. Skoðum fyrst afkomuþróun heimila á síðustu misserum og síðan áætlun verkalýðshreyfingarinnar. Gallup: Afkoma heimila versnar enn Gallup birti fyrir skömmu nýja könnun á fjárhag heimila, líkt fyrirtækið hefur gert undanfarin ár. Gögn Gallup sýna að frá seinni hluta 2021 hefur fjárhagur heimilanna versnað jafnt og þétt, samhliða hækkun verðbólgu og vaxta. Á þessum tæpu þremur árum hefur heimilum í erfileikum fjölgað úr 30% í 50%, eða um tvo þriðju. Það er mikil aukning á stuttum tíma. Myndin hér að neðan sýnir þessar niðurstöður úr könnunum Gallup á tímabilinu. Nú í desember sl. var það um helmingur heimila sem var í erfiðleikum með að ná endum saman. Hluti svarenda safnaði skuldum, aðrir gengu á sparnað til að ná endum saman og enn aðrir náðu endum saman með naumindum. Staða láglaunafólks er enn verri en myndin sýnir. Það er því alvöru lífskjarakreppa hjá alltof mörgum heimilum. En mikið góðæri ríkir hjá fyrirtækjunum. Fyrirtækin þurfa því að lækka hagnaðarkröfur sínar og skila heimilunum lægra verðlagi. Seðlabanki, bankar og lífeyrissjóðir þurfa einnig að skila lækkun vaxta. Verkalýðshreyfingin býður nú upp á raunhæfa leið til að ná öllum þessum markmiðum fram. Áætlun verkalýðshreyfingarinnar Breiðfylking ASÍ félaga, sem semja fyrir rúmlega 70% af launafólki á vinnumarkaði, hefur lagt fram áætlun um öra lækkun verðbólgu og vaxta. Leiðin felst í óvenju hóflegum launahækkunum (miðað við aðstæður), endurreisn tilfærslukerfa heimilanna (þ.e. á barnabótum og húsnæðisstuðningi til eigenda og leigjenda) og almennu aðhalda gegn verðhækkunum. Lækkun vaxta mun síðan létta greiðslubyrði skuldugra heimila. Hóflegar launahækkanir krefjast þess að launafólk hafi öruggar tryggingar fyrir árangri, í formi rauðra strika, líkt og gert var í þjóðarsáttinni 1990. Launafólk sem býr við skort getur ekki eitt og sér borið alla áhættuna. Ríkið þarf að auka framlag sitt í tilfærslukerfin sem nemur um 24 milljörðum á ári, til að dæmið gangi upp. Ef það gerist ekki þá mun heimilum lágtekjufólks blæða út og hagur millihópa versna enn frekar. Hefur ríkið efni á að taka fullan þátt? Einstaka ráðherrar hafa nýlega lýst því yfir að vegna skuldbindinga við íbúa Grindavíkur þá geti ríkið ekki tekið fullan þátt í verkefninu með endurreisn tilfærslukerfanna. Útgjaldabyrðin yrði of mikil, er sagt. Þetta er hins vegar ekki rétt. Ríkið ræður vel við verkefnið í Grindavík, meðal annars með nýtingu fjár sem þegar er í Náttúruhamfaratryggingasjóði og baktryggingum, eins og ráðherrar hafa staðhæft. Ef árangur næst í að lækka verðbólgu og vexti með hraði þá mun ríkið spara sér mun meira í útgjöldum vegna lækkunar vaxtakostnaðar en nemur aukningunni í tilfærslukerfin. Þar fyrir utan eru ýmsar leiðir til aukinnar tekjuöflunar fyrir ríkið. Til dæmis væri eðlilegt að setja 4.000-5.000 króna komugjald á ferðamenn, líkt og Gylfi Zoega hagfræðiprófessor hefur lagt til. Það myndi skila strax um 10 milljörðum í ríkissjóð. Þetta væri einnig skynsamleg aðgerð til að hægja á ferðaþjónustunni og draga þar með úr verðbólguhvetjandi þenslu í samfélaginu. Hækkun auðlindagjalda, bankaskatts og aðrar sjálfsagðar smá lagfæringar á skattkerfinu sem ekki fela í sér auknar byrðar almennings eru tiltækar og gerir þetta allt mun meira en að greiða þá 24 milljarða sem til þarf. Vilji er allt sem þarf hjá stjórnvöldum. Nærtækast er að segja að ríkið hafi ekki efni á öðru en að láta áætlun verkalýðshreyfingarinnar ganga upp, því hinn valkosturinn er mun ófýsilegri. En fyrirstaða Samtaka atvinnurekenda (SA) gegn því að sætta sig við hinar hóflegu launahækkanir sem verkalýðshreyfingin hefur boðið uppá og viðunandi tryggingar um árangur valda vonbrigðum, enn sem komið er í samningaviðræðunum. Atvinnurekendur virðast ætla að freista þess að sigla í gegnum þessa baráttu án þess að leggja neitt til! Það mun sigla áætluninni í strand, ef ekki verður breyting á. Hið sama gildir ef ríkið bregst. Hvað gerist ef áætlunin gengur ekki upp? Ef ríkið og fyrirtækin skila ekki sínu til fulls þá þarf verkalýðshreyfingin að endurhanna kröfur sínar og fara fram með kröfu um 7-10% hækkun á meðallaun og sækja þannig kaupmáttaraukningu fyrir heimilin. Afkomuvandi heimilanna leyfir ekki annað í stöðunni. En þá gengi verðbólgan mun hægar niður og ávinningur samfélagsins alls yrði allur minni. Er ekki augljóst hver leið skynseminnar er? Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og sérfræðingur hjá Eflingu stéttarfélagi.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun