„Það fá allir tíma og það er nægur tími fram undan“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. janúar 2024 18:40 Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, og Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, á upplýsingafundinum í dag. Vísir/Ívar Fannar Frá og með morgundeginum verður Grindvíkingum hleypt inn á heimili sín í hollum. Ekkert kalt vatn er á bænum og hitaveita verulegua löskuð, þannig að kalt er í húsum. Grindvíkingar fá þrjá klukkutíma til að vera í bænum í fyrstu lotu. Aðgengi að Grindavík var kynnt á upplýsingafundi Almannavarna í Skógarhlíð í dag. Íbúar og atvinnurekendur munu geta sótt um tíma til að fá að vera í bænum á Ísland punktur is. „Ekki er þörf á að rjúka til og skrá sig. Það fá allir tíma og það er nægur tími fram undan,“ sagði Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, á fundinum. Svæðið sé langt frá því að vera hættulaust. „Þegar þið komið heim, þá þurfið þið að keyra beint að ykkar húsi og fara beint inn, og hafa bílinn sem næst húsinu. Ekki er ætlast til að íbúar fari um bæinn. Við skiljum vel að fólk vilji kanna stöðuna og sjá hvernig bærinn lítur út, en við biðjum ykkur um að gera það ekki.“ Allir fái tækifæri til að fara tvisvar Víðir segir lagt upp með að allir fái tækifæri til að fara inn í bæinn. „Það er lykilatriði. Til þess að það gangi upp þurfa allir að skrá sig inn á ísland.is. Fá þá úthlutað tíma og kóða í símann eða til að prenta út, til þess að fá aðgang að bænum.“ Íbúar um 300 heimila geta verið inni í bænum hverju sinni. Fyrsta loti verði þrír klukkutímar, en tíminn síðan mögulega lengdur. Tímum verði úthlutað yfir 13 daga tímabil. „Við reiknum með að á þessum tíma fái allir tækifæri til að komast einu sinni í þennan stutta tíma sem við ætlum að keyra á núna fyrstu dagana, og einu sinni í þessa lengri tíma. Þannig að allir fái tækifæri til að fara tvisvar heim á þessum tíma. Við erum að hugsa um jafnræði í þessu, þannig að allir fái tækifæri.“ Ekkert kalt vatn og óvissa um dreifikerfið Á fundinum kom meðal annars fram að ekkert kalt vatn sé í Grindavík. Víða séu skólplagnir skemmdar og hitaveita mjög löskuð. Unnið sé að viðgerðum. Þegar þær verði búnar sé þó dreifikerfið eftir. „Þannig að það gæti orðið kaldavatnslaust í bænum í talsverðan tíma.“ Þegar íbúar fari heim er mikilvægt að þeir breyti ekki hitastillingum á heimilum sínum, þar sem hitaveitukerfið er mikið laskað. „Það er kalt í mörgum ef ekki öllum húsum í Grindavík, en hitastigið er eingöngu hugsað til að koma í veg fyrir tjón á lögnum og innanstokksmunum. Okkur er sagt að hitastigið nái víða ekki tveggja stafa tölu innanhúss.“ Lagt er upp með að fólk aki inn til Grindavíkur frá Suðurstrandarvegi og fari út um Norðurljósaveg, svo dreifa megi umferð sem mest. Fyrirkomulag aðgengis að bænum í heild sinni er að finna á vefsíðum Almannavarna og Grindavíkur. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Aðgengi að Grindavík var kynnt á upplýsingafundi Almannavarna í Skógarhlíð í dag. Íbúar og atvinnurekendur munu geta sótt um tíma til að fá að vera í bænum á Ísland punktur is. „Ekki er þörf á að rjúka til og skrá sig. Það fá allir tíma og það er nægur tími fram undan,“ sagði Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, á fundinum. Svæðið sé langt frá því að vera hættulaust. „Þegar þið komið heim, þá þurfið þið að keyra beint að ykkar húsi og fara beint inn, og hafa bílinn sem næst húsinu. Ekki er ætlast til að íbúar fari um bæinn. Við skiljum vel að fólk vilji kanna stöðuna og sjá hvernig bærinn lítur út, en við biðjum ykkur um að gera það ekki.“ Allir fái tækifæri til að fara tvisvar Víðir segir lagt upp með að allir fái tækifæri til að fara inn í bæinn. „Það er lykilatriði. Til þess að það gangi upp þurfa allir að skrá sig inn á ísland.is. Fá þá úthlutað tíma og kóða í símann eða til að prenta út, til þess að fá aðgang að bænum.“ Íbúar um 300 heimila geta verið inni í bænum hverju sinni. Fyrsta loti verði þrír klukkutímar, en tíminn síðan mögulega lengdur. Tímum verði úthlutað yfir 13 daga tímabil. „Við reiknum með að á þessum tíma fái allir tækifæri til að komast einu sinni í þennan stutta tíma sem við ætlum að keyra á núna fyrstu dagana, og einu sinni í þessa lengri tíma. Þannig að allir fái tækifæri til að fara tvisvar heim á þessum tíma. Við erum að hugsa um jafnræði í þessu, þannig að allir fái tækifæri.“ Ekkert kalt vatn og óvissa um dreifikerfið Á fundinum kom meðal annars fram að ekkert kalt vatn sé í Grindavík. Víða séu skólplagnir skemmdar og hitaveita mjög löskuð. Unnið sé að viðgerðum. Þegar þær verði búnar sé þó dreifikerfið eftir. „Þannig að það gæti orðið kaldavatnslaust í bænum í talsverðan tíma.“ Þegar íbúar fari heim er mikilvægt að þeir breyti ekki hitastillingum á heimilum sínum, þar sem hitaveitukerfið er mikið laskað. „Það er kalt í mörgum ef ekki öllum húsum í Grindavík, en hitastigið er eingöngu hugsað til að koma í veg fyrir tjón á lögnum og innanstokksmunum. Okkur er sagt að hitastigið nái víða ekki tveggja stafa tölu innanhúss.“ Lagt er upp með að fólk aki inn til Grindavíkur frá Suðurstrandarvegi og fari út um Norðurljósaveg, svo dreifa megi umferð sem mest. Fyrirkomulag aðgengis að bænum í heild sinni er að finna á vefsíðum Almannavarna og Grindavíkur.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira