Full ástæða til að fylgjast vel með virkni nærri Bláfjöllum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 30. janúar 2024 20:01 Kristín Jónsdóttir segir í undirbúningi að vinna mat á hættu vegna jarðhræringa á Reykjanesfjallgarðsvæðinu öllu. Vísir/Arnar Full ástæða er til að fylgjast vel með jarðskjálftavirkni nærri Bláfjöllum að mati fagstjóra náttúruvár hjá Veðurstofunni. Engin merki séu þó um kvikusöfnun á svæðinu. Um tuttugu jarðskjálftar mældust nærri Bláfjöllum um helgina og sagði Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur í fréttum okkar í gær þá til marks að allt eldstöðvakerfið í Reykjanesfjallgarðinum væri komið í gang. Eldstöðvakerfið sem um ræðir nær allt frá ysta hluta Reykjaness að Henglinum. Eldgosin geti færst nær höfuðborgarsvæðinu og telur Ármann mikilvægt að bregðast tímanlega við, meðal annars með því að skipuleggja fleiri varnargarða. „Ég tel alveg eðlilegt að trúa þessum reyndu vísindamönnum okkar, með mikla þekkingu, þegar þeir segja að þessi risi sé vaknaður og taka það alvarlega og taka það til skoðunar. Hvort það komi til þess að við setjum af stað vinnu við að meta eða hanna einhvers konar varnir það er bara eitthvað sem við þurfum að taka til skoðunar en í gegnum þau kerfi sem að við höfum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Kristín Jónsdóttir fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofunni segir í undirbúningi að vinna mat á hættu á svæðinu öllu vegna jarðhræringa. „Það þarf auðvitað að vinna í því að gera heildstætt hættumat og áhættumat fyrir allan Reykjanesskagann og það er verið að skoða það.“ Ef til eldgos kemur nærri Bláfjöllum ætti að sjást kvikusöfnun í aðdraganda þess en Kristín segist slíkt ekki sjást nú. Hins vegar séu jarðskjálftarnir þar um helgina eitthvað sem þarf að fylgjast með í ljósi sögunnar. „Þarna er stórt misgengi og við vitum að þarna hafa orðið skjálftar sem að eru sex að stærð og rétt rúmlega sex. Þannig að það er full ástæða til að fylgjast vel með virkni á þessu misgengi og það eru liðin rúm fimmtíu ár síðan að þarna var síðast stór skjálfti. Það var 6. des. 1968 sem að þarna var skjálfti ríflega sex að stærð og fannst auðvitað vel á höfuðborgarsvæðinu og það kemur að því að það verður annar slíkur á þessu misgengi.“ Eldgos og jarðhræringar Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vill hanna varnir strax Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi eru að sigla inn í óvissutíma að sögn eldfjallafræðings. Eldgosin séu að færast nær byggð og við því þurfi að bregðast. 29. janúar 2024 19:47 Skoða þarf viðbrögð við eldgosi nærri höfuðborgarsvæðinu Eldfjallafræðingur segir jarðskjálftahrinuna um helgina nærri Bláfjöllum til marks um að allt kerfið sé komið af stað. 29. janúar 2024 13:21 Skoða þarf viðbrögð við eldgosi nærri höfuðborgarsvæðinu Eldfjallafræðingur segir jarðskjálftahrinuna um helgina nærri Bláfjöllum til marks um að allt kerfið sé komið af stað. 29. janúar 2024 13:21 Skjálfti við Bláfjöll fannst á höfuðborgarsvæðinu Klukkan um hálfsexleytið í morgun var skjálfti sem mældist 3,1 að stærð fimm kílómetrum norðvestur af Bláfjallaskála. Hann fannst um höfuðborgarsvæðið. 27. janúar 2024 07:34 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Sjá meira
Um tuttugu jarðskjálftar mældust nærri Bláfjöllum um helgina og sagði Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur í fréttum okkar í gær þá til marks að allt eldstöðvakerfið í Reykjanesfjallgarðinum væri komið í gang. Eldstöðvakerfið sem um ræðir nær allt frá ysta hluta Reykjaness að Henglinum. Eldgosin geti færst nær höfuðborgarsvæðinu og telur Ármann mikilvægt að bregðast tímanlega við, meðal annars með því að skipuleggja fleiri varnargarða. „Ég tel alveg eðlilegt að trúa þessum reyndu vísindamönnum okkar, með mikla þekkingu, þegar þeir segja að þessi risi sé vaknaður og taka það alvarlega og taka það til skoðunar. Hvort það komi til þess að við setjum af stað vinnu við að meta eða hanna einhvers konar varnir það er bara eitthvað sem við þurfum að taka til skoðunar en í gegnum þau kerfi sem að við höfum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Kristín Jónsdóttir fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofunni segir í undirbúningi að vinna mat á hættu á svæðinu öllu vegna jarðhræringa. „Það þarf auðvitað að vinna í því að gera heildstætt hættumat og áhættumat fyrir allan Reykjanesskagann og það er verið að skoða það.“ Ef til eldgos kemur nærri Bláfjöllum ætti að sjást kvikusöfnun í aðdraganda þess en Kristín segist slíkt ekki sjást nú. Hins vegar séu jarðskjálftarnir þar um helgina eitthvað sem þarf að fylgjast með í ljósi sögunnar. „Þarna er stórt misgengi og við vitum að þarna hafa orðið skjálftar sem að eru sex að stærð og rétt rúmlega sex. Þannig að það er full ástæða til að fylgjast vel með virkni á þessu misgengi og það eru liðin rúm fimmtíu ár síðan að þarna var síðast stór skjálfti. Það var 6. des. 1968 sem að þarna var skjálfti ríflega sex að stærð og fannst auðvitað vel á höfuðborgarsvæðinu og það kemur að því að það verður annar slíkur á þessu misgengi.“
Eldgos og jarðhræringar Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vill hanna varnir strax Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi eru að sigla inn í óvissutíma að sögn eldfjallafræðings. Eldgosin séu að færast nær byggð og við því þurfi að bregðast. 29. janúar 2024 19:47 Skoða þarf viðbrögð við eldgosi nærri höfuðborgarsvæðinu Eldfjallafræðingur segir jarðskjálftahrinuna um helgina nærri Bláfjöllum til marks um að allt kerfið sé komið af stað. 29. janúar 2024 13:21 Skoða þarf viðbrögð við eldgosi nærri höfuðborgarsvæðinu Eldfjallafræðingur segir jarðskjálftahrinuna um helgina nærri Bláfjöllum til marks um að allt kerfið sé komið af stað. 29. janúar 2024 13:21 Skjálfti við Bláfjöll fannst á höfuðborgarsvæðinu Klukkan um hálfsexleytið í morgun var skjálfti sem mældist 3,1 að stærð fimm kílómetrum norðvestur af Bláfjallaskála. Hann fannst um höfuðborgarsvæðið. 27. janúar 2024 07:34 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Sjá meira
Vill hanna varnir strax Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi eru að sigla inn í óvissutíma að sögn eldfjallafræðings. Eldgosin séu að færast nær byggð og við því þurfi að bregðast. 29. janúar 2024 19:47
Skoða þarf viðbrögð við eldgosi nærri höfuðborgarsvæðinu Eldfjallafræðingur segir jarðskjálftahrinuna um helgina nærri Bláfjöllum til marks um að allt kerfið sé komið af stað. 29. janúar 2024 13:21
Skoða þarf viðbrögð við eldgosi nærri höfuðborgarsvæðinu Eldfjallafræðingur segir jarðskjálftahrinuna um helgina nærri Bláfjöllum til marks um að allt kerfið sé komið af stað. 29. janúar 2024 13:21
Skjálfti við Bláfjöll fannst á höfuðborgarsvæðinu Klukkan um hálfsexleytið í morgun var skjálfti sem mældist 3,1 að stærð fimm kílómetrum norðvestur af Bláfjallaskála. Hann fannst um höfuðborgarsvæðið. 27. janúar 2024 07:34