Uppfært 21:10 Búið er að opna fyrir umferð aftur.
Lögregluþjónar, slökkviliðsmenn og sjúkraflutningamenn voru á vettvangi.
Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins skullu saman gámabíll og fólksbíll. Einn var fluttur á sjúkrahús, alvarlega slasaður, en slökkviliðsmenn þurftu að beita klippum til að ná viðkomandi úr bílnum.