Stóraukið framboð af íslenskunámi Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar 1. febrúar 2024 08:31 Lykillinn að hverju samfélagi er tungumálið. Eitt af því sem ráðherranefnd um íslenskt mál hefur lagt ríka áherslu á er að stórauka aðgengi að menntun í íslensku. Fjarnám í íslensku á BA-stigi, sameiginlegt fjarnám í íslensku sem öðru máli og háskólabrú fyrir innflytjendur eru meðal aðgerða í aðgerðaráætlun í málefnum íslenskrar tungu sem ráðherranefndin kynnti í desember sl. Framangreindar aðgerðir eru á ábyrgð háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins og hafa þær þegar verið fjármagnaðar í gegnum Samstarf háskóla, en samstarf til eflingar íslensku og máltækni var eitt af áhersluatriðum í Samstarfi háskóla þegar það var kynnt á síðasta ári. Aðgerðirnar hafa það að markmiði að bæta aðgengi að námi í íslensku og að undirstrika samfélagslegt mikilvægi háskóla. Nú þegar er byrjað að vinna að nokkrum verkþáttum í aðgerðaráætlun sem kynnt var í lok síðasta árs og er nú til umfjöllunar sem þingsályktunartillaga á Alþingi. Það er fagnaðarefni hvernig háskólarnir hafa tekið höndum saman í þessu mikilvæga samfélagslega verkefni að bæta aðgengi að íslenskukennslu fyrir fjölbreytta nemendahópa. Það er sérstök ástæða til að hrósa háskólamálaráðherranum fyrir hversu góður gangur eru í málefnum íslenskunnar á hennar ábyrgðarsviði. Ein aðgerðin snýr að sameiginlegu fjarnámi í íslensku sem öðru máli sem þróað er í samvinnu Háskóla Íslands, Háskólans á Bifröst, Háskólans á Akureyri og Háskólaseturs Vestfjarða. Innflytjendum gefst með þessu tækifæri til að stunda fjarnám í hagnýtri íslensku sem öðru máli og kennsla á hluta námsleiðarinnar hófst haustið 2023. Aðgengi að íslenskunámi á háskólastigi verður bætt með því að bjóða upp á fjarnám í íslensku til BA-prófs, samstarf Hugvísindasviðs og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Háskólann á Akureyri. Fyrstu námskeið voru kennd síðasta haust og stefnt er á að námsbrautin verði að fullu starfandi síðar á þessu ári. Í haust verður svo farið af stað með nýja námsleið fyrir nemendur sem hafa grunn í íslensku máli en þurfa stuðning til þess að sækja frekara háskólanám á íslensku. Með þessu verður aðgengi innflytjenda að almennu háskólanámi bætt til muna en að þessu koma Háskólinn á Akureyri, Háskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst. Tunga hverrar þjóðar er spegill og andlit hennar er menntun. Orðin eru undirstaða tungumálsins en orðin geta ekki verið án einhverrar hugmyndar eða skilnings, viljum við sjá framfarir. Af því orðin leiða hugmyndir fólks í ljós, geta þau hvorki verið fleiri eða öðruvísi en hugmyndunum er samboðið. Séu hugmyndirnar þróttlitlar, óskýrar og á reiki, hljóta orðin að vera það líka. Þannig stendur mál hverrar þjóðar í nauðsynlegu hlutfalli við þá menntun sem hún hefur öðlast. Sé mál hennar orðfátt, má ganga að því vísu að sú þjóð sé ekki komin langt í menntun. Því hefur verið haldið fram að engin þjóð getur átt fagurt og vandað mál sem ekki leggi mikla alúð við menntun. Þannig skrifaði Þórður Jónasson, ritstjóri og dómstjóri, í fyrstu blaðgreininni um íslenskt mál, sem rituð var árið 1847 í Reykjavíkurpósti. Þessar hugleiðingar eru sígildar og eiga enn við í dag. Við verðum að halda áfram að auka framboðið að menntun í íslensku til þess að við sjáum Ísland þróast í þá átt sem við viljum, sem er hiklaust að allir hafi jöfn tækifæri í lífinu. Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu er nú til umfjöllunar á Alþingi. Höfundur er menningar- og viðskiptaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Dögg Alfreðsdóttir Alþingi Íslensk tunga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Lykillinn að hverju samfélagi er tungumálið. Eitt af því sem ráðherranefnd um íslenskt mál hefur lagt ríka áherslu á er að stórauka aðgengi að menntun í íslensku. Fjarnám í íslensku á BA-stigi, sameiginlegt fjarnám í íslensku sem öðru máli og háskólabrú fyrir innflytjendur eru meðal aðgerða í aðgerðaráætlun í málefnum íslenskrar tungu sem ráðherranefndin kynnti í desember sl. Framangreindar aðgerðir eru á ábyrgð háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins og hafa þær þegar verið fjármagnaðar í gegnum Samstarf háskóla, en samstarf til eflingar íslensku og máltækni var eitt af áhersluatriðum í Samstarfi háskóla þegar það var kynnt á síðasta ári. Aðgerðirnar hafa það að markmiði að bæta aðgengi að námi í íslensku og að undirstrika samfélagslegt mikilvægi háskóla. Nú þegar er byrjað að vinna að nokkrum verkþáttum í aðgerðaráætlun sem kynnt var í lok síðasta árs og er nú til umfjöllunar sem þingsályktunartillaga á Alþingi. Það er fagnaðarefni hvernig háskólarnir hafa tekið höndum saman í þessu mikilvæga samfélagslega verkefni að bæta aðgengi að íslenskukennslu fyrir fjölbreytta nemendahópa. Það er sérstök ástæða til að hrósa háskólamálaráðherranum fyrir hversu góður gangur eru í málefnum íslenskunnar á hennar ábyrgðarsviði. Ein aðgerðin snýr að sameiginlegu fjarnámi í íslensku sem öðru máli sem þróað er í samvinnu Háskóla Íslands, Háskólans á Bifröst, Háskólans á Akureyri og Háskólaseturs Vestfjarða. Innflytjendum gefst með þessu tækifæri til að stunda fjarnám í hagnýtri íslensku sem öðru máli og kennsla á hluta námsleiðarinnar hófst haustið 2023. Aðgengi að íslenskunámi á háskólastigi verður bætt með því að bjóða upp á fjarnám í íslensku til BA-prófs, samstarf Hugvísindasviðs og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Háskólann á Akureyri. Fyrstu námskeið voru kennd síðasta haust og stefnt er á að námsbrautin verði að fullu starfandi síðar á þessu ári. Í haust verður svo farið af stað með nýja námsleið fyrir nemendur sem hafa grunn í íslensku máli en þurfa stuðning til þess að sækja frekara háskólanám á íslensku. Með þessu verður aðgengi innflytjenda að almennu háskólanámi bætt til muna en að þessu koma Háskólinn á Akureyri, Háskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst. Tunga hverrar þjóðar er spegill og andlit hennar er menntun. Orðin eru undirstaða tungumálsins en orðin geta ekki verið án einhverrar hugmyndar eða skilnings, viljum við sjá framfarir. Af því orðin leiða hugmyndir fólks í ljós, geta þau hvorki verið fleiri eða öðruvísi en hugmyndunum er samboðið. Séu hugmyndirnar þróttlitlar, óskýrar og á reiki, hljóta orðin að vera það líka. Þannig stendur mál hverrar þjóðar í nauðsynlegu hlutfalli við þá menntun sem hún hefur öðlast. Sé mál hennar orðfátt, má ganga að því vísu að sú þjóð sé ekki komin langt í menntun. Því hefur verið haldið fram að engin þjóð getur átt fagurt og vandað mál sem ekki leggi mikla alúð við menntun. Þannig skrifaði Þórður Jónasson, ritstjóri og dómstjóri, í fyrstu blaðgreininni um íslenskt mál, sem rituð var árið 1847 í Reykjavíkurpósti. Þessar hugleiðingar eru sígildar og eiga enn við í dag. Við verðum að halda áfram að auka framboðið að menntun í íslensku til þess að við sjáum Ísland þróast í þá átt sem við viljum, sem er hiklaust að allir hafi jöfn tækifæri í lífinu. Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu er nú til umfjöllunar á Alþingi. Höfundur er menningar- og viðskiptaráðherra.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun