Undrun og reiði meðal vina Diego Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. febrúar 2024 10:42 Diegó er einn frægasti köttur landsins og þarf nú að sætta sig við anddyrið. Einn frægasti köttur landsins, kötturinn Diego, má ekki lengur leggja sig inni í verslun Hagkaupa í Skeifunni vegna reglna heilbrigðiseftirlitsins en er þó velkominn í anddyrið. Vinir Diego á Facebook eru sárir vegna málsins en kötturinn er þó enn velkominn í A4. „Hann liggur hérna bara á pappír hjá okkur og fær því alveg að koma inn,“ segir Sigurborg Þóra Sigurðardóttir, verslunarstjóri A4 í Skeifunni. Hún segist skilja aðstæður Hagkaupa sem selji opin matvæli og þurfi því að fara eftir reglum um þau. Morgunblaðið greinir frá því í dag að Diego, sem gert hefur sig heimakominn í Hagkaup og í A4 um árabil, megi nú einungis dvelja í anddyrinu. Haft er eftir Gunnari Steini Þórssyni, verslunarstjóra Hagkaupa, að Diegó sé mikill vinur starfsmanna sem og viðskiptavina. Hann hafi verið fastagestur í versluninni í sjö ár en ljóst er á orðum Gunnars í Mogganum að heilbrigðiseftirlitið hefur gert athugasemd við viðveru kattarins í búðinni. Gunnar segist hafa skilning á því að Diegó skilji ekki reglur og setti hann sig því í samband við eiganda kattarins á dögunum. Landsathygli vakti í fyrra þegar Diegó slasaðist. Var blásið til söfnunar handa kettinum, sem verslanir í Skeifunni komu meðal annars að. Mætti Diegó aftur í janúar í fyrra mörgum til mikillar gleði. Pappírinn tryggir Diego viðveru í A4 „Við erum ekki með nein opin matvæli hjá okkur. Þannig að hann liggur bara hér á sínum pappír og svo röltir hann stundum um,“ segir Sigurborg hjá A4 um þennan frægasta kött landsins. „Við fjarlægum hann ef hann er að leggjast ofan í ferðatöskur og svoleiðis og hann kemur stundum upp á skrifstofu og situr með mér á skrifborðinu. Leggst stundum bara ofan á lyklaborðið: „Nú er kominn tími til að þú klappir mér kerling,“ þannig að já já hann fær alveg að vera hér.“ Hóta því að beina viðskiptum annað Diego hefur gert sig heimakominn svo lengi í verslunum A4 og í Hagkaup í Skeifunni að honum er tileinkaður sérstakur Facebook hópur tæplega fjórtán þúsund manna, eins og frægt er orðið. Þar vakti ákvörðun Hagkaupa mikla athygli, undrun og jafnvel reiði. „Þá leggur Hagkaup BARA til starfsmann sem hlúir að okkar manni og fylgir honum ljúflega út úr verslunni og fram í anddyr ef hann hefur farið inn í versluna,“ skrifar einn vina Diego í færslu í Facebook hópnum „Spottaði Diegó“ sem vakið hefur mikla athygli. Viðkomandi segist ítrekað versla í Hagkaup, A4 og í Dominos bara vegna viðveru Diego. Hann segir köttinn hafa fært sér og mörgum öðrum ómælda ánægju og gleði. „Ef þessi fyrirtæki standa ekki upp með okkur vinum Diegó og dýravinum almennt sé þá mun ég og við vinir Domino's leita annara leiða fyrir mín/okkar viðskipti og beina þeim á aðra staði en til Hagkaupa/A4 og Domino's. Domino's í Skeifunni.“ Margir leggja til að byggt verði skýli fyrir köttinn í anddyri Hagkaupa. Þeir segjast hafa skilning á því að Diegó leiti sér hlýju í verslun Hagkaupa, á köldum vetri líkt og þessum. Kettir Dýr Verslun Kötturinn Diegó Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Sjá meira
„Hann liggur hérna bara á pappír hjá okkur og fær því alveg að koma inn,“ segir Sigurborg Þóra Sigurðardóttir, verslunarstjóri A4 í Skeifunni. Hún segist skilja aðstæður Hagkaupa sem selji opin matvæli og þurfi því að fara eftir reglum um þau. Morgunblaðið greinir frá því í dag að Diego, sem gert hefur sig heimakominn í Hagkaup og í A4 um árabil, megi nú einungis dvelja í anddyrinu. Haft er eftir Gunnari Steini Þórssyni, verslunarstjóra Hagkaupa, að Diegó sé mikill vinur starfsmanna sem og viðskiptavina. Hann hafi verið fastagestur í versluninni í sjö ár en ljóst er á orðum Gunnars í Mogganum að heilbrigðiseftirlitið hefur gert athugasemd við viðveru kattarins í búðinni. Gunnar segist hafa skilning á því að Diegó skilji ekki reglur og setti hann sig því í samband við eiganda kattarins á dögunum. Landsathygli vakti í fyrra þegar Diegó slasaðist. Var blásið til söfnunar handa kettinum, sem verslanir í Skeifunni komu meðal annars að. Mætti Diegó aftur í janúar í fyrra mörgum til mikillar gleði. Pappírinn tryggir Diego viðveru í A4 „Við erum ekki með nein opin matvæli hjá okkur. Þannig að hann liggur bara hér á sínum pappír og svo röltir hann stundum um,“ segir Sigurborg hjá A4 um þennan frægasta kött landsins. „Við fjarlægum hann ef hann er að leggjast ofan í ferðatöskur og svoleiðis og hann kemur stundum upp á skrifstofu og situr með mér á skrifborðinu. Leggst stundum bara ofan á lyklaborðið: „Nú er kominn tími til að þú klappir mér kerling,“ þannig að já já hann fær alveg að vera hér.“ Hóta því að beina viðskiptum annað Diego hefur gert sig heimakominn svo lengi í verslunum A4 og í Hagkaup í Skeifunni að honum er tileinkaður sérstakur Facebook hópur tæplega fjórtán þúsund manna, eins og frægt er orðið. Þar vakti ákvörðun Hagkaupa mikla athygli, undrun og jafnvel reiði. „Þá leggur Hagkaup BARA til starfsmann sem hlúir að okkar manni og fylgir honum ljúflega út úr verslunni og fram í anddyr ef hann hefur farið inn í versluna,“ skrifar einn vina Diego í færslu í Facebook hópnum „Spottaði Diegó“ sem vakið hefur mikla athygli. Viðkomandi segist ítrekað versla í Hagkaup, A4 og í Dominos bara vegna viðveru Diego. Hann segir köttinn hafa fært sér og mörgum öðrum ómælda ánægju og gleði. „Ef þessi fyrirtæki standa ekki upp með okkur vinum Diegó og dýravinum almennt sé þá mun ég og við vinir Domino's leita annara leiða fyrir mín/okkar viðskipti og beina þeim á aðra staði en til Hagkaupa/A4 og Domino's. Domino's í Skeifunni.“ Margir leggja til að byggt verði skýli fyrir köttinn í anddyri Hagkaupa. Þeir segjast hafa skilning á því að Diegó leiti sér hlýju í verslun Hagkaupa, á köldum vetri líkt og þessum.
Kettir Dýr Verslun Kötturinn Diegó Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Sjá meira