Fyrirkomulagið við verðmætabjörgun sé ómögulegt Bjarki Sigurðsson skrifar 1. febrúar 2024 12:00 Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkurbæjar. Formaður bæjarráðs Grindavíkur segir skipulag verðmætabjörgunar fyrir íbúa vera ómögulegt. Margir geti ekki nýtt sér úrræðið vegna erfiðra akstursskilyrða og annarra skuldbindinga. Fulltrúar þriggja flokka í bæjarstjórn Grindavíkur lögðu fram bókun á fundi í gær þar sem kallað var eftir því almannavarnir myndu endurskoða skipulagið við verðmætabjörgun fyrir íbúa bæjarins. Eins og fyrirkomulagið er núna er hleypt inn í tveimur hollum yfir daginn, íbúar þrjú hundruð heimila í hvoru holli. Íbúar keyra Krýsuvíkurleiðina, sem getur reynst afar erfið í vetrarfærðinni. Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur, segir marga íbúa ekki geta nýtt sér þetta úrræði vegna þessara skilyrða. „Við erum með alls konar fólk í Grindavík. Fólk á áttræðis- og níræðisaldri og fólkið er búið að segja við mig að það muni ekki keyra þessa leið. Þessi bókun snýst um það að það á að hleypa fólki inn úr öllum áttum. Þær leiðir sem fólk treystir sér til að keyra,“ segir Hjálmar og nefnir bæði Norðurljósaveginn og Nesveginn sem leiðir sem hann vill að verði opnaðar. Þá hentar það alls ekki öllum að hleypt sé inn í hollum. „Það gleymist alveg að fólk er í vinnu, í námi, með börn í skóla og fólk þarf að stilla tíma sinn af þannig hjón geti farið og sótt eigur. Sum þeirra sækja bara lítið, aðrir meira. Þetta er bara ómögulegt skipulag. Það verður að treysta fólki bara til þess að fara sjálft og fara varlega. Hafa allar þær leiðir opnar,“ segir Hjálmar. Hann vill að svipað fyrirkomulag og var áður en gosið í janúar hófst, verði tekið upp á ný. Það er að íbúar komist inn þegar þeir vilja milli klukkan tíu og fimm og geti nýtt sér allar leiðir inn í bæinn. „Þetta er bara rosalega flókið og erfitt að troða öllu þessu í gegnum nálarauga inn um eina leið í Grindavík þegar tvær aðrar hættuminni eru til,“ segir Hjálmar. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Sjá meira
Fulltrúar þriggja flokka í bæjarstjórn Grindavíkur lögðu fram bókun á fundi í gær þar sem kallað var eftir því almannavarnir myndu endurskoða skipulagið við verðmætabjörgun fyrir íbúa bæjarins. Eins og fyrirkomulagið er núna er hleypt inn í tveimur hollum yfir daginn, íbúar þrjú hundruð heimila í hvoru holli. Íbúar keyra Krýsuvíkurleiðina, sem getur reynst afar erfið í vetrarfærðinni. Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur, segir marga íbúa ekki geta nýtt sér þetta úrræði vegna þessara skilyrða. „Við erum með alls konar fólk í Grindavík. Fólk á áttræðis- og níræðisaldri og fólkið er búið að segja við mig að það muni ekki keyra þessa leið. Þessi bókun snýst um það að það á að hleypa fólki inn úr öllum áttum. Þær leiðir sem fólk treystir sér til að keyra,“ segir Hjálmar og nefnir bæði Norðurljósaveginn og Nesveginn sem leiðir sem hann vill að verði opnaðar. Þá hentar það alls ekki öllum að hleypt sé inn í hollum. „Það gleymist alveg að fólk er í vinnu, í námi, með börn í skóla og fólk þarf að stilla tíma sinn af þannig hjón geti farið og sótt eigur. Sum þeirra sækja bara lítið, aðrir meira. Þetta er bara ómögulegt skipulag. Það verður að treysta fólki bara til þess að fara sjálft og fara varlega. Hafa allar þær leiðir opnar,“ segir Hjálmar. Hann vill að svipað fyrirkomulag og var áður en gosið í janúar hófst, verði tekið upp á ný. Það er að íbúar komist inn þegar þeir vilja milli klukkan tíu og fimm og geti nýtt sér allar leiðir inn í bæinn. „Þetta er bara rosalega flókið og erfitt að troða öllu þessu í gegnum nálarauga inn um eina leið í Grindavík þegar tvær aðrar hættuminni eru til,“ segir Hjálmar.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Sjá meira