Vill færa skráningu Tesla til Texas Samúel Karl Ólason skrifar 1. febrúar 2024 18:16 Elon Musk segir að hluthafafundur verði haldinn um það að flytja skráningu Tesla frá Delaware og til Texas. Það er eftir að dómari í Delaware birti úrskurð í máli sem gæti kostað Musk tugi milljarða dala. AP/Leon Neal Auðjöfurinn Elon Musk vill færa skráningu Tesla frá Delaware og til Texas. Það er eftir að dómari í Delaware komst að þeirri niðurstöðu að 55 milljarða dala kaupréttarsamningur sem gerður var við hann árið 2018 hefði verið ólöglegur. Samningurinn var einn sá stærsti sem hefur verið gerður en hluthafi í Tesla höfðaði mál i skattaparadísinni Delaware, þar sem fyrirtækið er skráð. Hann sagði stjórn fyrirtækisins hafa afvegaleitt hluthafa og farið gegn skyldum sínum. Úrskurðurinn þýðir að Musk geti orðið af upphæð sem samsvarar um 7,5 billjónum króna. Eftir að úrskurðurinn var birtur skrifaði Musk á X, samfélagsmiðil sinn, að fólk ætti ekki að skrá fyrirtæki sín í Delaware. Sjá einnig: Musk sjö og hálfri billjón króna fátækari Höfuðstöðvar Tesla eru í Texas og í gær hélt Musk könnun á X þar sem hann spurði hvort skrá ætti félagið þar einnig. Meirihluti þeirra sem tóku þátt í könnuninni sögðu já. Musk sagði svo í dag að farið yrði í það að halda hluthafafund um að skrá Tesla í Texas. The public vote is unequivocally in favor of Texas!Tesla will move immediately to hold a shareholder vote to transfer state of incorporation to Texas. https://t.co/ParwqQvS3d— Elon Musk (@elonmusk) February 1, 2024 Á undanförnum árum hefur Musk fært starfsemi nokkurra fyrirtækja sinna til Texas. Hann færði höfuðstöðvar Tesla þangað frá Kaliforníu árið 2021 og SpaceX er sömuleiðis með umfangsmiklar starfsemi í ríkinu. Í samtali við Wall Street Journal segir lagaprófessor sem sérhæfir sig í málum sem þessum að það að færa skráningu Tesla myndi engin áhrif hafa á úrskurð dómarans í Delaware. Hann segir réttarkerfið í Delaware hannað til að vernda hagsmuni hluthafa og dregur í efa að hluthafar Tesla muni samþykkja flutninginn út af því að Musk sé ósáttur við einn tiltekinn dómara. Um 68 prósent af fimm hundruð verðmætustu fyrirtækjum Bandaríkjanna eru skráð í Delaware, samkvæmt frétt WSJ. Árið 2022 voru fjögur af hverjum fimm nýjum fyrirtækjum í Bandaríkjunum skráð þar og réttarkerfið í Delaware hefur um árabil verið þar sem stærstu dómsmál sem tengjast samruna fyrirtækja og yfirtökum verið tekin fyrir þar. Bandaríkin Tesla X (Twitter) Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Samningurinn var einn sá stærsti sem hefur verið gerður en hluthafi í Tesla höfðaði mál i skattaparadísinni Delaware, þar sem fyrirtækið er skráð. Hann sagði stjórn fyrirtækisins hafa afvegaleitt hluthafa og farið gegn skyldum sínum. Úrskurðurinn þýðir að Musk geti orðið af upphæð sem samsvarar um 7,5 billjónum króna. Eftir að úrskurðurinn var birtur skrifaði Musk á X, samfélagsmiðil sinn, að fólk ætti ekki að skrá fyrirtæki sín í Delaware. Sjá einnig: Musk sjö og hálfri billjón króna fátækari Höfuðstöðvar Tesla eru í Texas og í gær hélt Musk könnun á X þar sem hann spurði hvort skrá ætti félagið þar einnig. Meirihluti þeirra sem tóku þátt í könnuninni sögðu já. Musk sagði svo í dag að farið yrði í það að halda hluthafafund um að skrá Tesla í Texas. The public vote is unequivocally in favor of Texas!Tesla will move immediately to hold a shareholder vote to transfer state of incorporation to Texas. https://t.co/ParwqQvS3d— Elon Musk (@elonmusk) February 1, 2024 Á undanförnum árum hefur Musk fært starfsemi nokkurra fyrirtækja sinna til Texas. Hann færði höfuðstöðvar Tesla þangað frá Kaliforníu árið 2021 og SpaceX er sömuleiðis með umfangsmiklar starfsemi í ríkinu. Í samtali við Wall Street Journal segir lagaprófessor sem sérhæfir sig í málum sem þessum að það að færa skráningu Tesla myndi engin áhrif hafa á úrskurð dómarans í Delaware. Hann segir réttarkerfið í Delaware hannað til að vernda hagsmuni hluthafa og dregur í efa að hluthafar Tesla muni samþykkja flutninginn út af því að Musk sé ósáttur við einn tiltekinn dómara. Um 68 prósent af fimm hundruð verðmætustu fyrirtækjum Bandaríkjanna eru skráð í Delaware, samkvæmt frétt WSJ. Árið 2022 voru fjögur af hverjum fimm nýjum fyrirtækjum í Bandaríkjunum skráð þar og réttarkerfið í Delaware hefur um árabil verið þar sem stærstu dómsmál sem tengjast samruna fyrirtækja og yfirtökum verið tekin fyrir þar.
Bandaríkin Tesla X (Twitter) Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira