Þannig nálgist kvikuhólfið sömu stöðu og þegar gaus og búist er við því að dragi til tíðinda á svæðinu á næstu dögum. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands skrifar um þetta á Facebook.
„Enn er þó fremur lítil skjálftavirkni á helsta umbrotasvæðinu við Grindavík og þar norður af. Í dag hefur skolfið nokkuð í hafi skammt undan Reykjanesi. Nú í kvöld urðu svo skjálftar enn lengra frá landi, nærri Geirfuglaskeri. Stærsti skjálftinn þar hingað til mældist 2,9 að stærð,“ kemur fram í færslu hópsins frá í dag.
GPS-stöðvar í grennd við Svartsengi hafa mælt landris upp á um átta millimetra á dag síðustu vikur en nokkuð hefur dregist úr rishraðanum síðustu daga.
„Mjög sambærilegur ferill var sýnilegur í aðdraganda innskotana tveggja í nóvember og desember.“
Samkvæmt hópnum skal þó hafa í huga að tímabundnir hnökrar hafi komið fram á mælum á síðustu vikum sem mætti mögulega tengja við veður og snjó.