„Alltaf jafn ónotalegt að sjá þetta“ Lovísa Arnardóttir skrifar 8. febrúar 2024 08:19 Páll Valur Björnsson, íbúi í Grindavík, segir Grindvíkinga vænta þess að verða borgaðir út. Vísir/Einar „Þetta er alltaf jafn ónotalegt að sjá þetta. Þetta virðist vera komið til að vera. Er núna einu sinni í mánuði,“ segir Páll Valur Björnsson íbúi í Grindavík um eldgosið sem hófst í morgun á Sundknúksgígaröðinni. Sprungan virðist ná frá Sundhnúk í suðri til austurenda Stóra-Skógarfells og hraun rennur til vesturs. „Ég sé bara bjarmann út um gluggann,“ segir Páll Valur sem býr núna í Þingholtunum í Reykjavík en þangað er hann búinn að flytja alla sína búslóð. „Við erum þannig búin að slíta naflastrenginn. Það er ekki búandi við þetta þarna suður frá. Því miður er það þannig.“ Hann segir marga á þeim vagni að það sé ekki hægt að búa við þessar aðstæður en að einnig sé kjarni af fólki sem enn ætli sér heim. „En mér sýnist þetta vera nákvæmlega eins og jarðvísindamenn hafa verið að segja. Að þetta muni standa í einhver ár. Þetta allavega lítur ekki vel út.“ Hann segir það ekki beint hafa verið óvænt að heyra um gosið í morgun. Atburðarásin virðist sú sama og í síðustu gosum. Það sé kvikusöfnun sem endi svo með eldgosi. Óvissan felist svo alltaf í því hvar það komi upp. Það verði svo áhugavert að þessu gosi loknu að sjá hvort að kvikusöfnunin hefst á ný. „En þetta er búið að vera gríðarlegt álag andlega. Maður verður að halda áfram, en þetta er búið að vera gríðarlega erfitt,“ segir Páll Valur. Bíða eftir niðurstöðu ríkisstjórnarinnar Hann starfar í Fisktækniskólanum í Grindavík sem hefur nú aðsetur í Sjávarklasanum á Granda í Reykjavík. Hann segir nemendur núna í verknámi en að hann fylgist vel með þeim. „Skólinn verður væntanlega starfræktur annara staðar. En konan mín er atvinnulaus. Hún var leikskólastjóri í leikskóla sem var flautaður af. Við erum bara að bíða eftir niðurstöðu ríkisstjórnarinnar og svo munum við hefja nýtt líf hér. Ég reikna fastlega með því,“ segir Páll Valur. Hann segir börnin í Reykjavík en þessi atburðarás hafi riðlað öllum þeirra plönum. Þau hjón hafi verið búin að plana að stækka húsið og flytja dóttur sína heim. Það hafi því öll framtíðarplön breyst. „Þetta er ofboðslegt högg en maður er svona að átta sig á því að þetta er raunveruleikinn. Nú er bara næsti kafli að hefjast hjá manni í lífinu.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Gera megi ráð fyrir að gosið hegði sér svipað og síðustu „Þetta leit út mjög svipað og eldgosið sem hófst 18. desember. Sprungan er ögn styttri en þá, hún er um þrír kílómetrar og hraunflæðið er mjög svipað og 18. desember. Aðdragandinn að þessu gosi var mjög skammur og það rennur til austurs og vesturs frá gossprungunni. Sennilega mun það renna norður með Stóra-Skógafelli,“ segir Björn Oddsson jarðeðlisfræðingur hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í samtali við fréttastofu. 8. febrúar 2024 08:05 Sjáðu þegar sprungan opnaðist Gos hófst norðan Sýlingarfells á Reykjanesskaga klukkan 6:02 í morgun. Í vefmyndavél á vegum Vísis sést þegar sprungan opnaðist. 8. febrúar 2024 08:02 Staðsetning gossins ekki jafn ógnvekjandi og síðast Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs í Grindavík, frétti af eldgosinu í morgun frá syni sínum sem vinnur á Keflavíkurflugvelli. 8. febrúar 2024 07:51 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Sjá meira
„Ég sé bara bjarmann út um gluggann,“ segir Páll Valur sem býr núna í Þingholtunum í Reykjavík en þangað er hann búinn að flytja alla sína búslóð. „Við erum þannig búin að slíta naflastrenginn. Það er ekki búandi við þetta þarna suður frá. Því miður er það þannig.“ Hann segir marga á þeim vagni að það sé ekki hægt að búa við þessar aðstæður en að einnig sé kjarni af fólki sem enn ætli sér heim. „En mér sýnist þetta vera nákvæmlega eins og jarðvísindamenn hafa verið að segja. Að þetta muni standa í einhver ár. Þetta allavega lítur ekki vel út.“ Hann segir það ekki beint hafa verið óvænt að heyra um gosið í morgun. Atburðarásin virðist sú sama og í síðustu gosum. Það sé kvikusöfnun sem endi svo með eldgosi. Óvissan felist svo alltaf í því hvar það komi upp. Það verði svo áhugavert að þessu gosi loknu að sjá hvort að kvikusöfnunin hefst á ný. „En þetta er búið að vera gríðarlegt álag andlega. Maður verður að halda áfram, en þetta er búið að vera gríðarlega erfitt,“ segir Páll Valur. Bíða eftir niðurstöðu ríkisstjórnarinnar Hann starfar í Fisktækniskólanum í Grindavík sem hefur nú aðsetur í Sjávarklasanum á Granda í Reykjavík. Hann segir nemendur núna í verknámi en að hann fylgist vel með þeim. „Skólinn verður væntanlega starfræktur annara staðar. En konan mín er atvinnulaus. Hún var leikskólastjóri í leikskóla sem var flautaður af. Við erum bara að bíða eftir niðurstöðu ríkisstjórnarinnar og svo munum við hefja nýtt líf hér. Ég reikna fastlega með því,“ segir Páll Valur. Hann segir börnin í Reykjavík en þessi atburðarás hafi riðlað öllum þeirra plönum. Þau hjón hafi verið búin að plana að stækka húsið og flytja dóttur sína heim. Það hafi því öll framtíðarplön breyst. „Þetta er ofboðslegt högg en maður er svona að átta sig á því að þetta er raunveruleikinn. Nú er bara næsti kafli að hefjast hjá manni í lífinu.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Gera megi ráð fyrir að gosið hegði sér svipað og síðustu „Þetta leit út mjög svipað og eldgosið sem hófst 18. desember. Sprungan er ögn styttri en þá, hún er um þrír kílómetrar og hraunflæðið er mjög svipað og 18. desember. Aðdragandinn að þessu gosi var mjög skammur og það rennur til austurs og vesturs frá gossprungunni. Sennilega mun það renna norður með Stóra-Skógafelli,“ segir Björn Oddsson jarðeðlisfræðingur hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í samtali við fréttastofu. 8. febrúar 2024 08:05 Sjáðu þegar sprungan opnaðist Gos hófst norðan Sýlingarfells á Reykjanesskaga klukkan 6:02 í morgun. Í vefmyndavél á vegum Vísis sést þegar sprungan opnaðist. 8. febrúar 2024 08:02 Staðsetning gossins ekki jafn ógnvekjandi og síðast Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs í Grindavík, frétti af eldgosinu í morgun frá syni sínum sem vinnur á Keflavíkurflugvelli. 8. febrúar 2024 07:51 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Sjá meira
Gera megi ráð fyrir að gosið hegði sér svipað og síðustu „Þetta leit út mjög svipað og eldgosið sem hófst 18. desember. Sprungan er ögn styttri en þá, hún er um þrír kílómetrar og hraunflæðið er mjög svipað og 18. desember. Aðdragandinn að þessu gosi var mjög skammur og það rennur til austurs og vesturs frá gossprungunni. Sennilega mun það renna norður með Stóra-Skógafelli,“ segir Björn Oddsson jarðeðlisfræðingur hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í samtali við fréttastofu. 8. febrúar 2024 08:05
Sjáðu þegar sprungan opnaðist Gos hófst norðan Sýlingarfells á Reykjanesskaga klukkan 6:02 í morgun. Í vefmyndavél á vegum Vísis sést þegar sprungan opnaðist. 8. febrúar 2024 08:02
Staðsetning gossins ekki jafn ógnvekjandi og síðast Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs í Grindavík, frétti af eldgosinu í morgun frá syni sínum sem vinnur á Keflavíkurflugvelli. 8. febrúar 2024 07:51