„Þetta er upplifun lífsins!“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2024 09:37 Ferðamenn sem staddir voru á hóteli Bláa lónsins segja starfsfólk hótelsins hafa verið rólegt og yfirvegað. Vísir Ferðamenn sem voru staddir á hóteli Bláa lónsins í morgun þegar það var rýmt vegna yfirvofandi eldgoss, voru himinlifandi yfir upplifuninni. Einhverjir vöknuðu við jarðskjálfta og óskuðu þess heitast að gos væri að hefjast. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, er staddur ásamt Einari Árnasyni tökumanni á hæð rétt fyrir ofan Njarðvík þar sem vel sést til gosstöðvanna. Þar hitti hann hóp ferðamanna, ljósmyndara, sem staddir voru á hóteli Bláa lónsins í nótt. „Við vöknuðum við viðvörunarflautur, pökkuðum dótinu okkar og fórum út á bílastæði. Þá sáum við eldgosið. Þetta var magnað, frábært. Þetta er eitthvað sem maður upplifir einu sinni á ævinni,“ sagði Chris, einn úr hópnum. Hann segir starfsfólk hótelsins hafa verið rólegt og yfirvegað. „Við treystum því að við værum í öruggum höndum. Þau komu og bönkuðu á herbergisdyrnar í rólegheitunum og sögðu okkur að við þyrftum að rýma svæðið. Allir voru mjög rólegir og skipulagðir.“ Vonuðust eftir gosi Einn úr hópum sagðist hafa vaknað við jarðskjálftana og grunað hvað væri í vændum. „Mér fannst þetta grunsamlegt, við fengum smá fyrirvara.“ Voruð þið jafnvel að vonast til að það færi að gjósa? „Ekki spurning!“ Einhverjir úr hópnum eiga farmiða frá landinu í dag en íhuga nú að lengja ferðina vegna eldgossins. „Við höfum séð ís, norðurljós og nú þetta. Við biðjum fyrir öryggi allra, að bærinn (Grindavík) verði ekki fyrir frekari skemmdum og að Bláa lónið sleppi. En það er magnað að sjá þetta úr fjarlægð.“ Þetta er upplifun lífsins! Ísland stendur alltaf fyrir sínu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Grindavík Tengdar fréttir Vaktin: Hraunið nálgast Grindavíkurveg Eldgos hófst klukkan sex í morgun í Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga. Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna heitavatnsskorts á Suðurnesjum. Hraun hefur flætt yfir Grindavíkurveg, nærri afleggjaranum að Bláa lóninu, og þá hefur hraun einnig flætt yfir heitavatnslögn. 8. febrúar 2024 06:11 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, er staddur ásamt Einari Árnasyni tökumanni á hæð rétt fyrir ofan Njarðvík þar sem vel sést til gosstöðvanna. Þar hitti hann hóp ferðamanna, ljósmyndara, sem staddir voru á hóteli Bláa lónsins í nótt. „Við vöknuðum við viðvörunarflautur, pökkuðum dótinu okkar og fórum út á bílastæði. Þá sáum við eldgosið. Þetta var magnað, frábært. Þetta er eitthvað sem maður upplifir einu sinni á ævinni,“ sagði Chris, einn úr hópnum. Hann segir starfsfólk hótelsins hafa verið rólegt og yfirvegað. „Við treystum því að við værum í öruggum höndum. Þau komu og bönkuðu á herbergisdyrnar í rólegheitunum og sögðu okkur að við þyrftum að rýma svæðið. Allir voru mjög rólegir og skipulagðir.“ Vonuðust eftir gosi Einn úr hópum sagðist hafa vaknað við jarðskjálftana og grunað hvað væri í vændum. „Mér fannst þetta grunsamlegt, við fengum smá fyrirvara.“ Voruð þið jafnvel að vonast til að það færi að gjósa? „Ekki spurning!“ Einhverjir úr hópnum eiga farmiða frá landinu í dag en íhuga nú að lengja ferðina vegna eldgossins. „Við höfum séð ís, norðurljós og nú þetta. Við biðjum fyrir öryggi allra, að bærinn (Grindavík) verði ekki fyrir frekari skemmdum og að Bláa lónið sleppi. En það er magnað að sjá þetta úr fjarlægð.“ Þetta er upplifun lífsins! Ísland stendur alltaf fyrir sínu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Grindavík Tengdar fréttir Vaktin: Hraunið nálgast Grindavíkurveg Eldgos hófst klukkan sex í morgun í Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga. Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna heitavatnsskorts á Suðurnesjum. Hraun hefur flætt yfir Grindavíkurveg, nærri afleggjaranum að Bláa lóninu, og þá hefur hraun einnig flætt yfir heitavatnslögn. 8. febrúar 2024 06:11 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Vaktin: Hraunið nálgast Grindavíkurveg Eldgos hófst klukkan sex í morgun í Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga. Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna heitavatnsskorts á Suðurnesjum. Hraun hefur flætt yfir Grindavíkurveg, nærri afleggjaranum að Bláa lóninu, og þá hefur hraun einnig flætt yfir heitavatnslögn. 8. febrúar 2024 06:11