Engir innviðir í hættu eins og stendur Lovísa Arnardóttir skrifar 8. febrúar 2024 09:29 Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson sviðsstjóri hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra segir enga innviði í hættu eins og stendur. Hraunstraumurinn renni þó í áttina að Grindavíkurvegi en unnið er að því að fylla skarð í varnargarða við Grindavíkurveg. „Þetta var eins góð staða og maður hefði getað óskað sér,“ sagði Víðir í viðtali á RÚV í aukafréttatíma þeirra í morgun. Á þessu korti má sjá staðsetningu eldgossins, varnargarðanna og helstu kennileiti. Vísir/Hjalti Hann sagði að mögulega myndi reyna á varnargarðana en að það myndi koma í ljós. Þá sagði hann sömuleiðis að viðbragðsaðilar væru búnir að leita af sér allan grun í bænum og að það ætti enginn að vera þar núna. Skásta sem hefði getað gerst Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík sagði það létti hversu langt frá bænum sprungan er. Hraunrennslið virðist ekki ógna bænum eða Grindavíkurvegi eins og stendur. Hann sagði þetta og það skásta sem þau hefðu getað búist við. Fannar Jónasson er bæjarstjóri Grindavíkur.Vísir/Einar „Ég held það sé ekkert hægt að leyfa sér einhverja sérstaka bjartsýni,“ sagði Fannar í viðtali við RÚV í aukafréttatíma þeirra klukkan 9 um það hvort að hægt sé að búa áfram í bænum. Það sé búið að gjósa núna á mánaðarfresti og staðan sé ekki góð. Hann sagði bæjaryfirvöld fylgjast vel með því sem vísindamenn segja. „Miðað við þetta munstur sem er í gangi en er útlitið ekki sérstaklega bjart,“ sagði Fannar og að það væri óvíst hvort þessu væri lokið. Hann sagði ánægjulegt að engin slys hafi orðið á fólki og að hraunið væri fjærri bænum en síðast. Innviðir virðist öruggir. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Gjall að finnast í Grindavík Vart hefur orðið við gjall í Grindavík, eða gjósku úr hrauninu frá gosinu sem hófst í morgun. Ólíklegt er talið að hraun renni til suðurs í átt að Grindavík eins og staðan er núna. 8. febrúar 2024 09:23 „Alltaf jafn ónotalegt að sjá þetta“ „Þetta er alltaf jafn ónotalegt að sjá þetta. Þetta virðist vera komið til að vera. Er núna einu sinni í mánuði,“ segir Páll Valur Björnsson íbúi í Grindavík um eldgosið sem hófst í morgun á Sundknúksgígaröðinni. Sprungan virðist ná frá Sundhnúk í suðri til austurenda Stóra-Skógarfells og hraun rennur til vesturs. 8. febrúar 2024 08:19 Gera megi ráð fyrir að gosið hegði sér svipað og síðustu „Þetta leit út mjög svipað og eldgosið sem hófst 18. desember. Sprungan er ögn styttri en þá, hún er um þrír kílómetrar og hraunflæðið er mjög svipað og 18. desember. Aðdragandinn að þessu gosi var mjög skammur og það rennur til austurs og vesturs frá gossprungunni. Sennilega mun það renna norður með Stóra-Skógafelli,“ segir Björn Oddsson jarðeðlisfræðingur hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í samtali við fréttastofu. 8. febrúar 2024 08:05 Sjáðu þegar sprungan opnaðist Gos hófst norðan Sýlingarfells á Reykjanesskaga klukkan 6:02 í morgun. Í vefmyndavél á vegum Vísis sést þegar sprungan opnaðist. 8. febrúar 2024 08:02 Staðsetning gossins ekki jafn ógnvekjandi og síðast Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs í Grindavík, frétti af eldgosinu í morgun frá syni sínum sem vinnur á Keflavíkurflugvelli. 8. febrúar 2024 07:51 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Sjá meira
„Þetta var eins góð staða og maður hefði getað óskað sér,“ sagði Víðir í viðtali á RÚV í aukafréttatíma þeirra í morgun. Á þessu korti má sjá staðsetningu eldgossins, varnargarðanna og helstu kennileiti. Vísir/Hjalti Hann sagði að mögulega myndi reyna á varnargarðana en að það myndi koma í ljós. Þá sagði hann sömuleiðis að viðbragðsaðilar væru búnir að leita af sér allan grun í bænum og að það ætti enginn að vera þar núna. Skásta sem hefði getað gerst Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík sagði það létti hversu langt frá bænum sprungan er. Hraunrennslið virðist ekki ógna bænum eða Grindavíkurvegi eins og stendur. Hann sagði þetta og það skásta sem þau hefðu getað búist við. Fannar Jónasson er bæjarstjóri Grindavíkur.Vísir/Einar „Ég held það sé ekkert hægt að leyfa sér einhverja sérstaka bjartsýni,“ sagði Fannar í viðtali við RÚV í aukafréttatíma þeirra klukkan 9 um það hvort að hægt sé að búa áfram í bænum. Það sé búið að gjósa núna á mánaðarfresti og staðan sé ekki góð. Hann sagði bæjaryfirvöld fylgjast vel með því sem vísindamenn segja. „Miðað við þetta munstur sem er í gangi en er útlitið ekki sérstaklega bjart,“ sagði Fannar og að það væri óvíst hvort þessu væri lokið. Hann sagði ánægjulegt að engin slys hafi orðið á fólki og að hraunið væri fjærri bænum en síðast. Innviðir virðist öruggir.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Gjall að finnast í Grindavík Vart hefur orðið við gjall í Grindavík, eða gjósku úr hrauninu frá gosinu sem hófst í morgun. Ólíklegt er talið að hraun renni til suðurs í átt að Grindavík eins og staðan er núna. 8. febrúar 2024 09:23 „Alltaf jafn ónotalegt að sjá þetta“ „Þetta er alltaf jafn ónotalegt að sjá þetta. Þetta virðist vera komið til að vera. Er núna einu sinni í mánuði,“ segir Páll Valur Björnsson íbúi í Grindavík um eldgosið sem hófst í morgun á Sundknúksgígaröðinni. Sprungan virðist ná frá Sundhnúk í suðri til austurenda Stóra-Skógarfells og hraun rennur til vesturs. 8. febrúar 2024 08:19 Gera megi ráð fyrir að gosið hegði sér svipað og síðustu „Þetta leit út mjög svipað og eldgosið sem hófst 18. desember. Sprungan er ögn styttri en þá, hún er um þrír kílómetrar og hraunflæðið er mjög svipað og 18. desember. Aðdragandinn að þessu gosi var mjög skammur og það rennur til austurs og vesturs frá gossprungunni. Sennilega mun það renna norður með Stóra-Skógafelli,“ segir Björn Oddsson jarðeðlisfræðingur hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í samtali við fréttastofu. 8. febrúar 2024 08:05 Sjáðu þegar sprungan opnaðist Gos hófst norðan Sýlingarfells á Reykjanesskaga klukkan 6:02 í morgun. Í vefmyndavél á vegum Vísis sést þegar sprungan opnaðist. 8. febrúar 2024 08:02 Staðsetning gossins ekki jafn ógnvekjandi og síðast Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs í Grindavík, frétti af eldgosinu í morgun frá syni sínum sem vinnur á Keflavíkurflugvelli. 8. febrúar 2024 07:51 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Sjá meira
Gjall að finnast í Grindavík Vart hefur orðið við gjall í Grindavík, eða gjósku úr hrauninu frá gosinu sem hófst í morgun. Ólíklegt er talið að hraun renni til suðurs í átt að Grindavík eins og staðan er núna. 8. febrúar 2024 09:23
„Alltaf jafn ónotalegt að sjá þetta“ „Þetta er alltaf jafn ónotalegt að sjá þetta. Þetta virðist vera komið til að vera. Er núna einu sinni í mánuði,“ segir Páll Valur Björnsson íbúi í Grindavík um eldgosið sem hófst í morgun á Sundknúksgígaröðinni. Sprungan virðist ná frá Sundhnúk í suðri til austurenda Stóra-Skógarfells og hraun rennur til vesturs. 8. febrúar 2024 08:19
Gera megi ráð fyrir að gosið hegði sér svipað og síðustu „Þetta leit út mjög svipað og eldgosið sem hófst 18. desember. Sprungan er ögn styttri en þá, hún er um þrír kílómetrar og hraunflæðið er mjög svipað og 18. desember. Aðdragandinn að þessu gosi var mjög skammur og það rennur til austurs og vesturs frá gossprungunni. Sennilega mun það renna norður með Stóra-Skógafelli,“ segir Björn Oddsson jarðeðlisfræðingur hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í samtali við fréttastofu. 8. febrúar 2024 08:05
Sjáðu þegar sprungan opnaðist Gos hófst norðan Sýlingarfells á Reykjanesskaga klukkan 6:02 í morgun. Í vefmyndavél á vegum Vísis sést þegar sprungan opnaðist. 8. febrúar 2024 08:02
Staðsetning gossins ekki jafn ógnvekjandi og síðast Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs í Grindavík, frétti af eldgosinu í morgun frá syni sínum sem vinnur á Keflavíkurflugvelli. 8. febrúar 2024 07:51