Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar verður með fréttatíma í sjónvarpi og opinni dagskrá klukkan tólf á hádegi. Hægt verður að horfa á tímann á Vísi, Stöð 2 og hlusta á Bylgjunni.
Í tímanum verður rætt við helstu sérfræðinga, Grindvíkinga, ferðamenn og staðan tekin á gosstöðvunum í beinni útsendingu.
Að neðan má sjá frétt Vísis með fréttavakt frá því að gosið hófst í morgun.
Uppfært: Hádegisfréttatímanum er lokið. Upptaka verður aðgengileg á Vísi innan skamms en sjónvarpsáhorfendur geta spólað til baka í tækjunum sínum á Stöð 2.