Rafmagnsofnar uppseldir: Íbúar mjög uggandi Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2024 14:35 Þegar mest lét stóðu um 50 manns í biðröð í Múrbúðinni í Keflavík eftir rafmagnsofnum. Sigurður Hallbjörnsson Rafmagnsofnar eru uppseldir í Reykjanesbæ. Verslunarstjóri í Múrbúðinni segist aldrei hafa upplifað annað eins, örtröðin í dag hafi verið svakaleg. Viðskiptavinur sem beið í langri röð segir þungt hljóð í íbúum. „Þetta var bara alveg svakalegt. Ég hef aldrei á þeim sjö árum sem ég hef unnið hérna séð aðra eins örtröð.“ Þetta segir Stefán Gíslason, verslunarstjóri í Múrbúðinni, þar sem fólk beið í hátt í tvær klukkustundir í röð í verslun þeirra í Keflavík til að kaupa rafmagnsofn. Ofnarnir seldust upp strax í morgun, en um 600 stykki voru send úr verslunum í Reykjavík. Brugðið var á það ráð að skammta ofnanna og segir Stefán að fyrst hafi hámarkið verið fjögur stykki á mann. Síðar var því breytt í tvö stykki á mann. Unnið er að því að panta meira magn frá birgjum að utan. Neyðarstig almannavarna var virkjað skömmu eftir hádegi vegna rofs á afhendingu á heitu vatni á Suðurnesjum eftir að hraun rann yfir heitavatnslögn. Almannavarnir hafa beðið almenning á Reykjanesi að spara heitt vatn og rafmagn. Stefán segir viðskiptavini hafa verið með mikið jafnaðargeð og sýnt einstaka biðlund. „Fólk beið í einn eða tvo tíma, alveg sultuslakt. Ég vill endilega nota tækifærið og hrósa fólki fyrir hvað það var rólegt í þessum aðstæðum. Það sýndu allir yfirvegun og ró, það er alveg aðdáunarvert.“ Íbúar mjög uggandi Sigurður Hallbjörnsson er einn af þeim sem beið í röð eftir rafmagnsofni í Múrbúðinni. Í samtali við fréttastofu segist hann hafa þurft að leggja langt frá búðinni þar sem engin bílastæði voru til staðar vegna fjöldans. Ég mætti þarna rúmlega eitt, þá voru fimmtíu manns í röð. Sigurður segir þungt hljóð í fólki. „Það er mjög áhyggjufullt. Sjálfur hef ég miklar áhyggjur, sérstaklega af lögnunum.“ Sigurður býr í gömlu húsi í Innri-Njarðvík. Í fyrravetur sprungu lagnir í húsinu í frostkafla. Hann náði að sögn að bjarga því fyrir horn með því að fóðra lagnirnar og vonar að það dugi til nú. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru rafmagnsofnar uppseldir í nær öllum byggingarvöruverslunum Reykjanesbæjar. „Fólk er bara ekki alveg búið að meðtaka þetta enn þá. Ég segi kannski ekki alveg að það sé panik ástand, en fólk er mjög uggandi,“ segir Sigurður Hallbjörnsson. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Suðurnesjabær Reykjanesbær Verslun Tengdar fréttir Vaktin: Sjá merki um leirgos í fyrsta sinn Eldgos hófst klukkan sex í morgun í Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga. Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna heitavatnsskorts á Suðurnesjum. Hraun hefur flætt yfir Grindavíkurveg, nærri afleggjaranum að Bláa lóninu, og þá hefur hraun einnig flætt yfir heitavatnslögn. 8. febrúar 2024 06:11 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
„Þetta var bara alveg svakalegt. Ég hef aldrei á þeim sjö árum sem ég hef unnið hérna séð aðra eins örtröð.“ Þetta segir Stefán Gíslason, verslunarstjóri í Múrbúðinni, þar sem fólk beið í hátt í tvær klukkustundir í röð í verslun þeirra í Keflavík til að kaupa rafmagnsofn. Ofnarnir seldust upp strax í morgun, en um 600 stykki voru send úr verslunum í Reykjavík. Brugðið var á það ráð að skammta ofnanna og segir Stefán að fyrst hafi hámarkið verið fjögur stykki á mann. Síðar var því breytt í tvö stykki á mann. Unnið er að því að panta meira magn frá birgjum að utan. Neyðarstig almannavarna var virkjað skömmu eftir hádegi vegna rofs á afhendingu á heitu vatni á Suðurnesjum eftir að hraun rann yfir heitavatnslögn. Almannavarnir hafa beðið almenning á Reykjanesi að spara heitt vatn og rafmagn. Stefán segir viðskiptavini hafa verið með mikið jafnaðargeð og sýnt einstaka biðlund. „Fólk beið í einn eða tvo tíma, alveg sultuslakt. Ég vill endilega nota tækifærið og hrósa fólki fyrir hvað það var rólegt í þessum aðstæðum. Það sýndu allir yfirvegun og ró, það er alveg aðdáunarvert.“ Íbúar mjög uggandi Sigurður Hallbjörnsson er einn af þeim sem beið í röð eftir rafmagnsofni í Múrbúðinni. Í samtali við fréttastofu segist hann hafa þurft að leggja langt frá búðinni þar sem engin bílastæði voru til staðar vegna fjöldans. Ég mætti þarna rúmlega eitt, þá voru fimmtíu manns í röð. Sigurður segir þungt hljóð í fólki. „Það er mjög áhyggjufullt. Sjálfur hef ég miklar áhyggjur, sérstaklega af lögnunum.“ Sigurður býr í gömlu húsi í Innri-Njarðvík. Í fyrravetur sprungu lagnir í húsinu í frostkafla. Hann náði að sögn að bjarga því fyrir horn með því að fóðra lagnirnar og vonar að það dugi til nú. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru rafmagnsofnar uppseldir í nær öllum byggingarvöruverslunum Reykjanesbæjar. „Fólk er bara ekki alveg búið að meðtaka þetta enn þá. Ég segi kannski ekki alveg að það sé panik ástand, en fólk er mjög uggandi,“ segir Sigurður Hallbjörnsson.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Suðurnesjabær Reykjanesbær Verslun Tengdar fréttir Vaktin: Sjá merki um leirgos í fyrsta sinn Eldgos hófst klukkan sex í morgun í Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga. Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna heitavatnsskorts á Suðurnesjum. Hraun hefur flætt yfir Grindavíkurveg, nærri afleggjaranum að Bláa lóninu, og þá hefur hraun einnig flætt yfir heitavatnslögn. 8. febrúar 2024 06:11 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Vaktin: Sjá merki um leirgos í fyrsta sinn Eldgos hófst klukkan sex í morgun í Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga. Neyðarstigi hefur verið lýst yfir vegna heitavatnsskorts á Suðurnesjum. Hraun hefur flætt yfir Grindavíkurveg, nærri afleggjaranum að Bláa lóninu, og þá hefur hraun einnig flætt yfir heitavatnslögn. 8. febrúar 2024 06:11