„Ég er að bjarga því að börnunum verði ekki kalt“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. febrúar 2024 19:10 Sigríður Halldórsdóttir keypti tæki til húshitunnar fyrir sig og nágranna sína í dag. „Ég er að bjarga því að börnunum verði ekki kalt,“ sagði hún við fréttamann. Vísir/Berghildur Grípa þurfti til fjölmargra aðgerða á Keflavíkurflugvelli í dag þegar heitavatnslaust varð á vellinum. Ferðamenn sögðust flestir hafa vitað af því að það gæti gosið meðan þeir væru staddir á landinu. Langar biðraðir mynduðust í verslunum sem seldu hitara, rafmagnsofna og gaskúta í Reykjanesbæ í dag. Isavía þurfti að grípa til fjölmargra aðgerða á Keflavíkurflugvelli í dag þegar heitavatnslaust varð á vellinum eftir að Njarðvíkuræð sem flytur heitt vatn til Suðurnesja fór í sundur í eldgosinu í Sundhnúksgígaröðinni. Slökkt var á loftræstingu og snjóbræðslukerfum til að spara heita vatnið á vellinum í dag. Þá voru starfsmenn beðnir um að passa upp á að loka gluggum og hurðum eins fljótt og hægt væri. Vinnuteymi voru send á staðinn en til stendur að reisa stóra hitablásara á vellinum. Ekki var unnt að fá viðtal frá fulltrúa Isavía vegna ástandsins á flugvellinum í dag. Ferðamenn sem staddir voru á vellinum sögðust hafa fengið skilaboð í síma um að byrjað væri að gjósa á svæðinu. Flestir sögðust hafa vitað af því að það gæti gosið meðan þeir væru á landinu. Þeir voru undrandi yfir því að heitavatnsæð til alþjóðaflugvallarins hefði farið í sundur en voru flestir rólegir yfir ástandinu. Eins og menn hafi viljað fá hraun þarna yfir Langar biðraðir mynduðust í verslunum sem seldu tæki til húshitunar í dag eftir að Njarðvíkuræð fór í sundur og heitavatnslaust varð í sveitarfélögum á Suðurnesjum. Langar biðraðir mynduðust í Húsasmiðjunni í Reykjanesbæ í dag þar sem fólk keypti alls kyns tæki til húshitunnar. Vísir/Berghildur Tómas Darri Róbertsson keypti sér þrjá rafmagnsofna í Húsasmiðjunni í Reykjanesbæ í dag. „Það byrjaði fljótt að kólna í minni íbúð, hundurinn minn byrjaði strax að skjálfa,“ sagði Tómas þegar fréttamaður tók hann tali fyrir utan Húsasmiðjuna. Sigríður Halldórsdóttir keypti tæki til húshitunar fyrir sig og nágranna sína í dag. „Ég er að kaupa fyrir fjögur heimili í Sandgerði. Þetta eru olíufylltir ofnar. Ég er að bjarga því að börnunum verði ekki kalt, það er mikið af börnum á þessum heimilum,“ sagði Sigríður í samtali við fréttamann. Guðríður Gunnsteinsdóttir starfsmaður í Húsasmiðjunni í dag sagði að fólk hefði byrjað að koma á ellefta tímanum í morgun til að kaupa tæki til húshitunar. Sumir hafi beðið lengi. „Fólk var byrjað að koma hingað í Húsasmiðjuna til að kaupa hitatæki klukkan tuttugu mínútur í ellefu. Þau kláruðust strax og við vorum að fá nýja sendingu upp úr tvö. Margir hafa þurft að bíða í nokkra klukkutíma en við erum að fá sendingar alls staðar að af landinu. Við erum að selja olíufyllta hitara, blásara og þessir minni hitarar sem við fengum. Þeir sem eru búnir að bíða lengst fá að kaupa,“ sagði Guðríður í dag. Sumir biðu nokkra klukkutíma til að ná sér í tæki til að hita hús sín eftir að heitt vatn fór af sveitarfélögum á Suðurnesjum í dag. Vísir/Berghildur Karl Ólason íbúi í Reykjanesbæ var búinn að bíða í klukkutíma þegar fréttamaður náði tali af honum. „Ég er að kaupa einn olíufylltan ofn. Mér líst ekki á þetta ástand. Þetta kemur of hratt aftan að fólki. Mér finnst eins og virkjunin í Svartsengi sé of óvarin fyrir sprungukerfinu á svæðinu. Mér finnst líka undarlegt að hraunið hafi farið yfir Grindavíkurveg. Þetta var fyrirsjáanlegt. Það er eins og menn hafi viljað fá hraun þarna yfir, þetta lítur þannig út fyrir mér,“ sagði Karl í Húsasmiðjunni í dag. Grindavík Reykjanesbær Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Isavía þurfti að grípa til fjölmargra aðgerða á Keflavíkurflugvelli í dag þegar heitavatnslaust varð á vellinum eftir að Njarðvíkuræð sem flytur heitt vatn til Suðurnesja fór í sundur í eldgosinu í Sundhnúksgígaröðinni. Slökkt var á loftræstingu og snjóbræðslukerfum til að spara heita vatnið á vellinum í dag. Þá voru starfsmenn beðnir um að passa upp á að loka gluggum og hurðum eins fljótt og hægt væri. Vinnuteymi voru send á staðinn en til stendur að reisa stóra hitablásara á vellinum. Ekki var unnt að fá viðtal frá fulltrúa Isavía vegna ástandsins á flugvellinum í dag. Ferðamenn sem staddir voru á vellinum sögðust hafa fengið skilaboð í síma um að byrjað væri að gjósa á svæðinu. Flestir sögðust hafa vitað af því að það gæti gosið meðan þeir væru á landinu. Þeir voru undrandi yfir því að heitavatnsæð til alþjóðaflugvallarins hefði farið í sundur en voru flestir rólegir yfir ástandinu. Eins og menn hafi viljað fá hraun þarna yfir Langar biðraðir mynduðust í verslunum sem seldu tæki til húshitunar í dag eftir að Njarðvíkuræð fór í sundur og heitavatnslaust varð í sveitarfélögum á Suðurnesjum. Langar biðraðir mynduðust í Húsasmiðjunni í Reykjanesbæ í dag þar sem fólk keypti alls kyns tæki til húshitunnar. Vísir/Berghildur Tómas Darri Róbertsson keypti sér þrjá rafmagnsofna í Húsasmiðjunni í Reykjanesbæ í dag. „Það byrjaði fljótt að kólna í minni íbúð, hundurinn minn byrjaði strax að skjálfa,“ sagði Tómas þegar fréttamaður tók hann tali fyrir utan Húsasmiðjuna. Sigríður Halldórsdóttir keypti tæki til húshitunar fyrir sig og nágranna sína í dag. „Ég er að kaupa fyrir fjögur heimili í Sandgerði. Þetta eru olíufylltir ofnar. Ég er að bjarga því að börnunum verði ekki kalt, það er mikið af börnum á þessum heimilum,“ sagði Sigríður í samtali við fréttamann. Guðríður Gunnsteinsdóttir starfsmaður í Húsasmiðjunni í dag sagði að fólk hefði byrjað að koma á ellefta tímanum í morgun til að kaupa tæki til húshitunar. Sumir hafi beðið lengi. „Fólk var byrjað að koma hingað í Húsasmiðjuna til að kaupa hitatæki klukkan tuttugu mínútur í ellefu. Þau kláruðust strax og við vorum að fá nýja sendingu upp úr tvö. Margir hafa þurft að bíða í nokkra klukkutíma en við erum að fá sendingar alls staðar að af landinu. Við erum að selja olíufyllta hitara, blásara og þessir minni hitarar sem við fengum. Þeir sem eru búnir að bíða lengst fá að kaupa,“ sagði Guðríður í dag. Sumir biðu nokkra klukkutíma til að ná sér í tæki til að hita hús sín eftir að heitt vatn fór af sveitarfélögum á Suðurnesjum í dag. Vísir/Berghildur Karl Ólason íbúi í Reykjanesbæ var búinn að bíða í klukkutíma þegar fréttamaður náði tali af honum. „Ég er að kaupa einn olíufylltan ofn. Mér líst ekki á þetta ástand. Þetta kemur of hratt aftan að fólki. Mér finnst eins og virkjunin í Svartsengi sé of óvarin fyrir sprungukerfinu á svæðinu. Mér finnst líka undarlegt að hraunið hafi farið yfir Grindavíkurveg. Þetta var fyrirsjáanlegt. Það er eins og menn hafi viljað fá hraun þarna yfir, þetta lítur þannig út fyrir mér,“ sagði Karl í Húsasmiðjunni í dag.
Grindavík Reykjanesbær Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira