Síðasta LungA-hátíðin haldin í sumar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 11. febrúar 2024 21:43 Samnefndur lýðskóli er starfandi á Seyðisfirði, þar sem hátíðin hefur farið fram. Vísir/Vilhelm Listahátíðin LungA, sem haldin hefur verið á Seyðisfirði um árabil, mun fara fram í síðasta skiptið í sumar en 24 ár eru síðan hún var haldin í fyrsta skipti. Í tilkynningu á samfélagsmiðlum hátíðarinnar segir að síðasta hátíðin verði haldin dagana 15. til 21. júlí. „Við heiðrum upphafsár hátíðarinnar meðan við bindum enda á hana með lokahófi, sem markar endalok fallegra 25 ára og afhendum rýmið sem stendur eftir til næstu menningarfantasíu grasrótarinnar,“ segir á Facebook síðu Lunga. Á vefsíðu hátíðarinnar segir að þema hennar í ár sé Spírall eða Hvirfill, sem vísi til sköpunargleðinnar, vina og stuðningsnets LungA í gegn um árin. „Í ár fagnar hátíðin LungA fjölskyldunni, vinum og fyrrum þátttakendum. Þar munu fyrrum þátttakendur koma saman og fagna sögu hátíðarinnar. Við viljum þakka öllum þeim sem hafa lagt hönd á plóg yfir árin með því að kveðja hátíðina sem hefur snert líf svo margra upprennandi listamanna með kveðjuathöfn sem sæmir orðspori hennar. Markandi endalok hátíðarinnar en með von um upphafi annars staðar í grasrótinni líkt og LungA fyrir 25 árum,“ segir á vefsíðunni. Stutt síðan Fiskidagurinn dró sig úr leik Hátíðin er ekki sú fyrsta til þess að leggja árar í bát en þrír mánuðir eru síðan stjórn Fiskidagsins mikla, bæjarhátíðar Dalvíkur, tilkynnti að dagurinn heyri nú sögunni til. Ástæður þess sagði stjórnin meðal annars vera aukin ábyrgð, öryggis og löggæsla. Þá hafi kostnaður tengdur hátíðinni rokið upp úr öllu valdi. Hvort horfurnar séu þær sömu á Seyðisfirði liggur ekki fyrir. Fréttin hefur verið uppfærð. LungA Tónlist Myndlist Múlaþing Tengdar fréttir Pussy Riot á LungA sem nær hápunkti um helgina Listahátíðin LungA stendur nú yfir á Seyðisfirði. Hátíðin sem er haldin í 24. sinn hófst á mánudag og nær hámarki um helgina með uppskeruhátíð þar sem meðal annars rússneska gjörningahljómsveitin Pussy Riot treður upp. 14. júlí 2023 14:29 LungA að ná hápunkti sínum: Treystir því að gestirnir verði þægir Listahátíðin LungA á Seyðisfirði nær hápunkti sínum í kvöld og nótt þegar uppskeruhátíð hennar fer fram. Ball er haldið í félagsheimilinu Herðubreið þar sem nokkrar af vinsælustu hljómsveitum landsins koma fram. 17. júlí 2021 23:53 LungA: Gleði, sjálfsþekking, elskendur, nýir vini og góðar minningar LungA hátíðin fagnar nú 22 ára afmæli sínu og hefur fest sig í sessi sem ein framsæknasta lista- og menningarhátíð landsins. Í ár verður hátíðin haldin dagana 12. - 17. júlí en blaðamaður tók púlsinn á Tinnu Sigurðardóttur sýninga- og listviðburðastjóra LungA og fékk að heyra nánar frá hátíðinni. 28. júní 2022 15:01 Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Sjá meira
Í tilkynningu á samfélagsmiðlum hátíðarinnar segir að síðasta hátíðin verði haldin dagana 15. til 21. júlí. „Við heiðrum upphafsár hátíðarinnar meðan við bindum enda á hana með lokahófi, sem markar endalok fallegra 25 ára og afhendum rýmið sem stendur eftir til næstu menningarfantasíu grasrótarinnar,“ segir á Facebook síðu Lunga. Á vefsíðu hátíðarinnar segir að þema hennar í ár sé Spírall eða Hvirfill, sem vísi til sköpunargleðinnar, vina og stuðningsnets LungA í gegn um árin. „Í ár fagnar hátíðin LungA fjölskyldunni, vinum og fyrrum þátttakendum. Þar munu fyrrum þátttakendur koma saman og fagna sögu hátíðarinnar. Við viljum þakka öllum þeim sem hafa lagt hönd á plóg yfir árin með því að kveðja hátíðina sem hefur snert líf svo margra upprennandi listamanna með kveðjuathöfn sem sæmir orðspori hennar. Markandi endalok hátíðarinnar en með von um upphafi annars staðar í grasrótinni líkt og LungA fyrir 25 árum,“ segir á vefsíðunni. Stutt síðan Fiskidagurinn dró sig úr leik Hátíðin er ekki sú fyrsta til þess að leggja árar í bát en þrír mánuðir eru síðan stjórn Fiskidagsins mikla, bæjarhátíðar Dalvíkur, tilkynnti að dagurinn heyri nú sögunni til. Ástæður þess sagði stjórnin meðal annars vera aukin ábyrgð, öryggis og löggæsla. Þá hafi kostnaður tengdur hátíðinni rokið upp úr öllu valdi. Hvort horfurnar séu þær sömu á Seyðisfirði liggur ekki fyrir. Fréttin hefur verið uppfærð.
LungA Tónlist Myndlist Múlaþing Tengdar fréttir Pussy Riot á LungA sem nær hápunkti um helgina Listahátíðin LungA stendur nú yfir á Seyðisfirði. Hátíðin sem er haldin í 24. sinn hófst á mánudag og nær hámarki um helgina með uppskeruhátíð þar sem meðal annars rússneska gjörningahljómsveitin Pussy Riot treður upp. 14. júlí 2023 14:29 LungA að ná hápunkti sínum: Treystir því að gestirnir verði þægir Listahátíðin LungA á Seyðisfirði nær hápunkti sínum í kvöld og nótt þegar uppskeruhátíð hennar fer fram. Ball er haldið í félagsheimilinu Herðubreið þar sem nokkrar af vinsælustu hljómsveitum landsins koma fram. 17. júlí 2021 23:53 LungA: Gleði, sjálfsþekking, elskendur, nýir vini og góðar minningar LungA hátíðin fagnar nú 22 ára afmæli sínu og hefur fest sig í sessi sem ein framsæknasta lista- og menningarhátíð landsins. Í ár verður hátíðin haldin dagana 12. - 17. júlí en blaðamaður tók púlsinn á Tinnu Sigurðardóttur sýninga- og listviðburðastjóra LungA og fékk að heyra nánar frá hátíðinni. 28. júní 2022 15:01 Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Sjá meira
Pussy Riot á LungA sem nær hápunkti um helgina Listahátíðin LungA stendur nú yfir á Seyðisfirði. Hátíðin sem er haldin í 24. sinn hófst á mánudag og nær hámarki um helgina með uppskeruhátíð þar sem meðal annars rússneska gjörningahljómsveitin Pussy Riot treður upp. 14. júlí 2023 14:29
LungA að ná hápunkti sínum: Treystir því að gestirnir verði þægir Listahátíðin LungA á Seyðisfirði nær hápunkti sínum í kvöld og nótt þegar uppskeruhátíð hennar fer fram. Ball er haldið í félagsheimilinu Herðubreið þar sem nokkrar af vinsælustu hljómsveitum landsins koma fram. 17. júlí 2021 23:53
LungA: Gleði, sjálfsþekking, elskendur, nýir vini og góðar minningar LungA hátíðin fagnar nú 22 ára afmæli sínu og hefur fest sig í sessi sem ein framsæknasta lista- og menningarhátíð landsins. Í ár verður hátíðin haldin dagana 12. - 17. júlí en blaðamaður tók púlsinn á Tinnu Sigurðardóttur sýninga- og listviðburðastjóra LungA og fékk að heyra nánar frá hátíðinni. 28. júní 2022 15:01