Landris hafið á ný undir Svartsengi Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. febrúar 2024 10:42 Allir GPS-mælar við Svartsengi sýna skýr merki um landris og kvikusöfnun. Björn Steinbekk Mælar á Svartsengissvæðinu sýna að landris sé hafið og að kvika sé farin að safnast undir Svartsengi að nýju. Enn sé of snemmt að gera líkanreikninga eða mæla nákvæma staðsetningu. Stöðufundi vísindamanna á Veðurstofu Íslands og Háskóla Íslands og Almannavarna lauk fyrir skömmu. „Það eru merki um það að landrisið sé byrjað aftur eins og búist var við miðað við atburðarásina eftir gosin á undan,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur, spurður út í stöðuna á Svartsengissvæðinu. Er það á nákvæmlega sama stað? „Allir mælar á Svartsengissvæðinu sýna skýrt landris. Það er ekkert meira komið. Það á eftir að gera líkanreikning og það eru ekki gervitunglamyndir sem sýna nákvæma staðsetningu. Það eru GPS-mælar á svæðinu sem sýna skýrt landris,“ segir hann. Samkvæmt fréttatilkynningu Veðurstofunnar rís land á svæðinu um hálfan til einn sentímetra á dag sem sé svipaður hraði og eftir síðustu eldgos. Miklar líkur séu því á að atburðarás fyrri atburða endurtaki sig eftir nokkrar vikur með nýju kvikuhlaupi og eldgosi. Dýpri geymir dæli kviku undir Svartsengi Einar segir vísindamenn hafa búist við þessu í ljósi fyrri atburða frá því að kvikugangurinn stóri myndaðist í Grindavík í nóvember. Það hafi komið þrír atburðir í röð þar sem land hafi farið að rísa í kjölfar eldgosa. „Fyrir eldgosið núna á fimmtudaginn var kvikan búin að safnast í tæpan mánuð undir Svartsengi og þegar kvikumagnið og kvikuþrýstingurinn er orðið nægt þannig að kvikan hlaupi yfir í Sundhnúksgígana þá gýs þar og kvikusöfnunarsvæðið undir Svartsengi er orðið nokkurn veginn tómt,“ segir Einar. „En það er dýpri geymir einhvers staðar neðar sem heldur áfram að dæla kviku undir Svartsengi. Þannig það að landrisið sé orðið skýrt aftur segir okkur að kvika sé aftur farin að safnast undir Svartsengi,“ segir hann. „Við fylgjumst með því hvernig landrisið þróast, gerum líkanreikninga, áætlum hversu mikið rúmmál er að safnast þarna smátt og smátt. Fyrir síðasta gos þá voru þetta um tíu milljón rúmmetrar þannig það er talan sem við horfum á núna,“ segir Einar. Við vitum ekkert hvað það er mikið magn þarna undir? Það gætu haldið áfram gos með reglulegu millibili? „Það er óvissan í þessu. Það sem er að koma úr dýpri geyminum, það er erfitt að áætla hversu stór hann er eða hversu lengi getur komið úr honum. En það er greinilega að koma,“ segir Einar. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Stöðufundi vísindamanna á Veðurstofu Íslands og Háskóla Íslands og Almannavarna lauk fyrir skömmu. „Það eru merki um það að landrisið sé byrjað aftur eins og búist var við miðað við atburðarásina eftir gosin á undan,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur, spurður út í stöðuna á Svartsengissvæðinu. Er það á nákvæmlega sama stað? „Allir mælar á Svartsengissvæðinu sýna skýrt landris. Það er ekkert meira komið. Það á eftir að gera líkanreikning og það eru ekki gervitunglamyndir sem sýna nákvæma staðsetningu. Það eru GPS-mælar á svæðinu sem sýna skýrt landris,“ segir hann. Samkvæmt fréttatilkynningu Veðurstofunnar rís land á svæðinu um hálfan til einn sentímetra á dag sem sé svipaður hraði og eftir síðustu eldgos. Miklar líkur séu því á að atburðarás fyrri atburða endurtaki sig eftir nokkrar vikur með nýju kvikuhlaupi og eldgosi. Dýpri geymir dæli kviku undir Svartsengi Einar segir vísindamenn hafa búist við þessu í ljósi fyrri atburða frá því að kvikugangurinn stóri myndaðist í Grindavík í nóvember. Það hafi komið þrír atburðir í röð þar sem land hafi farið að rísa í kjölfar eldgosa. „Fyrir eldgosið núna á fimmtudaginn var kvikan búin að safnast í tæpan mánuð undir Svartsengi og þegar kvikumagnið og kvikuþrýstingurinn er orðið nægt þannig að kvikan hlaupi yfir í Sundhnúksgígana þá gýs þar og kvikusöfnunarsvæðið undir Svartsengi er orðið nokkurn veginn tómt,“ segir Einar. „En það er dýpri geymir einhvers staðar neðar sem heldur áfram að dæla kviku undir Svartsengi. Þannig það að landrisið sé orðið skýrt aftur segir okkur að kvika sé aftur farin að safnast undir Svartsengi,“ segir hann. „Við fylgjumst með því hvernig landrisið þróast, gerum líkanreikninga, áætlum hversu mikið rúmmál er að safnast þarna smátt og smátt. Fyrir síðasta gos þá voru þetta um tíu milljón rúmmetrar þannig það er talan sem við horfum á núna,“ segir Einar. Við vitum ekkert hvað það er mikið magn þarna undir? Það gætu haldið áfram gos með reglulegu millibili? „Það er óvissan í þessu. Það sem er að koma úr dýpri geyminum, það er erfitt að áætla hversu stór hann er eða hversu lengi getur komið úr honum. En það er greinilega að koma,“ segir Einar.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent