Staðreyndir um Rapyd Garðar Stefánsson skrifar 13. febrúar 2024 10:00 Að undanförnu hefur fámennur hópur fólks haft sig mikið frammi um Rapyd. Rangfærslur í málflutningi þessa hóps hvað varðar Rapyd eru margar. Þeim verður ekki öllum svarað hér. Fullyrðingar eins og að Rapyd starfi á landránsbyggðum Ísraels á Vesturbakkanum og að félagið styðji hernað Ísraelshers á Gasa eru alrangar. Vegna umræðunnar vil ég koma eftirfarandi á framfæri: Rapyd á Íslandi er íslenskt fyrirtæki sem byggir á áratuga sögu rekstur Valitor og Korta, sem nú hafa verið sameinuð undir merkjum Rapyd. Fyrirtækið starfar sem íslenskt hlutafélag og er kennitala félagsins frá 1983. Hjá Rapyd á Íslandi starfa um 180 einstaklingar. Félagið greiðir skatta og skyldur á Íslandi. Rapyd á Íslandi leggur metnað sinn í að þjónusta íslenskt samfélag með því að veita fyrsta flokks greiðslumiðlun. Rapyd á Íslandi hefur lengi lagt áherslu á að gefa til samfélagsins enda eru rætur félagsins djúpar í íslensku samfélagi. Rapyd á Íslandi er í eigu alþjóðlega fjártæknifyrirtækisins Rapyd og starfar undir merkjum þess. Fyrirtækið er með starfsstöðvar um allan heim; í Bandaríkjunum, Bretlandi, Hollandi, Íslandi, Ísrael, Dubai, Singapore, og Hong Kong, svo dæmi séu tekin. Fyrirtækið er að mestu í eigu alþjóðlegra fjárfestingasjóða sem hafa aðsetur víða um heim. Eigendur Rapyd á Íslandi hafa fjárfest ríkulega hér á landi. Frá aðkomu Rapyd að félaginu hefur félagið aldrei greitt arð til eigenda sinna. Félagið er því ekki með nokkru móti að styðja hernað Ísraelshers, eins og ranglega hefur komið fram í fullyrðingum ofangreinds hóps. Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs og mannfall almennra borgara eru hörmungar sem snerta okkur öll. Það á jafnt við um starfsmenn Rapyd sem aðra. Átökin og rót þeirra eru flókin, tilfinningaþrungin og um margt sorgleg. Að þeim ástæðum hefur Rapyd á Íslandi ekki talið rétt að blanda sér í umræðuna fyrr en nú. Ítrekaðar rangar fullyrðingar um Rapyd í fjölmiðlum hefur knúið mig til að svara. Að gefnu tilefni vil ég árétta að félagið tengist átökunum ekki á nokkurn hátt. Ég get fullyrt að starfsmenn félagsins taka hörmungarnar nærri sér og eins og aðrir og óska þess að átökunum linni. Óska ég þess að fólk sem kennir sig við mannréttindi og talar fyrir mannúð kynni sér staðreyndir um rekstur Rapyd á Íslandi áður en röngum fullyrðingum er haldið fram í fjölmiðlum. Höfundur er forstjóri Rapyd á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Greiðslumiðlun Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur fámennur hópur fólks haft sig mikið frammi um Rapyd. Rangfærslur í málflutningi þessa hóps hvað varðar Rapyd eru margar. Þeim verður ekki öllum svarað hér. Fullyrðingar eins og að Rapyd starfi á landránsbyggðum Ísraels á Vesturbakkanum og að félagið styðji hernað Ísraelshers á Gasa eru alrangar. Vegna umræðunnar vil ég koma eftirfarandi á framfæri: Rapyd á Íslandi er íslenskt fyrirtæki sem byggir á áratuga sögu rekstur Valitor og Korta, sem nú hafa verið sameinuð undir merkjum Rapyd. Fyrirtækið starfar sem íslenskt hlutafélag og er kennitala félagsins frá 1983. Hjá Rapyd á Íslandi starfa um 180 einstaklingar. Félagið greiðir skatta og skyldur á Íslandi. Rapyd á Íslandi leggur metnað sinn í að þjónusta íslenskt samfélag með því að veita fyrsta flokks greiðslumiðlun. Rapyd á Íslandi hefur lengi lagt áherslu á að gefa til samfélagsins enda eru rætur félagsins djúpar í íslensku samfélagi. Rapyd á Íslandi er í eigu alþjóðlega fjártæknifyrirtækisins Rapyd og starfar undir merkjum þess. Fyrirtækið er með starfsstöðvar um allan heim; í Bandaríkjunum, Bretlandi, Hollandi, Íslandi, Ísrael, Dubai, Singapore, og Hong Kong, svo dæmi séu tekin. Fyrirtækið er að mestu í eigu alþjóðlegra fjárfestingasjóða sem hafa aðsetur víða um heim. Eigendur Rapyd á Íslandi hafa fjárfest ríkulega hér á landi. Frá aðkomu Rapyd að félaginu hefur félagið aldrei greitt arð til eigenda sinna. Félagið er því ekki með nokkru móti að styðja hernað Ísraelshers, eins og ranglega hefur komið fram í fullyrðingum ofangreinds hóps. Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs og mannfall almennra borgara eru hörmungar sem snerta okkur öll. Það á jafnt við um starfsmenn Rapyd sem aðra. Átökin og rót þeirra eru flókin, tilfinningaþrungin og um margt sorgleg. Að þeim ástæðum hefur Rapyd á Íslandi ekki talið rétt að blanda sér í umræðuna fyrr en nú. Ítrekaðar rangar fullyrðingar um Rapyd í fjölmiðlum hefur knúið mig til að svara. Að gefnu tilefni vil ég árétta að félagið tengist átökunum ekki á nokkurn hátt. Ég get fullyrt að starfsmenn félagsins taka hörmungarnar nærri sér og eins og aðrir og óska þess að átökunum linni. Óska ég þess að fólk sem kennir sig við mannréttindi og talar fyrir mannúð kynni sér staðreyndir um rekstur Rapyd á Íslandi áður en röngum fullyrðingum er haldið fram í fjölmiðlum. Höfundur er forstjóri Rapyd á Íslandi.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar