Geta lagt hald á eigur fólks sem gagnrýnir innrásina Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2024 12:07 Vladimír Pútin, forseti Rússlands. AP/Sergei Ilyin Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði í morgun undir ný lög sem snúa að refsingu fólks sem dæmt er fyrir að segja „ósatt“ um rússneska herinn, vanvirða hann eða fyrir mótmæli eða aðgerðir sem sagðar eru ógna öryggi ríkisins. Auk þess að sekta fólk og dæma í fangelsi, getur ríkið nú lagt hald á eignir fólks. Hvort sem það eru peningar, fasteignir eða aðrar eigur fólks getur ríkið lagt hald á það, samkvæmt frétt RIA fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins. Áður en frumvarpið endaði á borði Pútíns hafði það verið samþykkt af öllum þingmönnum beggja deilda Dúmunnar á einungis tveimur vikum. Moscow Times hefur eftir forseta Dúmunnar að lögunum sé ætlað að herða refsingu „svikara“ og „óþokka“ sem séu andvíg innrásinni í Úkraínu. Gagnrýni á rússneska herinn var í raun bönnuð skömmu eftir innrásina í Úkraínu og hefur þessum lögum verið beitt gegn fjölmörgum mótmælendum og öðrum sem hafa gagnrýnt innrásina. Moscow Times segir þúsundir hafa flúið land til að forðast fangelsi og margir þeirra hafi skilið eignir eftir í Rússlandi. Í frétt Meduza segir þó að lögin séu ekki afturvirk. Að ekki sé hægt að nota þau til að leggja hald á eigur fólks sem hefur áður verið dæmt fyrir að rægja herinn. Sjá einnig: Vill morðingja fyrir blaðamann Rússneskir fjölmiðlar hafa einnig átt undir högg að sækja á undanförnum árum. Á undanförnum árum hefur ríkisstjórn Pútíns fangelsað fjölda rússneskra blaðamanna og lokað fjölmörgum frjálsum fjölmiðlum í Rússlandi. Aðgerðir gegn frjálsum fjölmiðlum í Rússlandi hafa aukist til muna í kjölfar innrásarinnar. Nánast allir frjálsir fjölmiðlar í landinu hafa verið gerðir útlægir og eru árásir á blaðamenn tíðar. Þá hefur verið lokað á aðgengi almennings í Rússlandi að fjölmörgum fjölmiðlum heimsins. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Sökktu enn einu herskipinu með drónum Leyniþjónusta úkraínska hersins (GUR) birti í morgun myndband af sjálfsprengidrónaárás á rússneska herskipið Sesar Kúnikov. Skipið virðist hafa sokkið eftir árásina en þetta er fjórða skipið af þessari gerð sem Úkraínumenn hafa sökkt eða grandað. 14. febrúar 2024 09:56 Eftirlýst í Rússlandi vegna sovéskra minnisvarða Yfirvöld í Rússlandi hafa gefið út handtökuskipun á Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands. Taimar Peterkop, nokkurskonar ráðuneytisstjóri ríkisstjórnar Eistlands er einnig eftirlýstur í Rússlandi en talskona utanríkisráðuneytis Rússlands segir þau eftirlýst vegna niðurrifs á sovéskum minnisvörðum. 13. febrúar 2024 10:55 Pútín segir Musk óstöðvandi Erfðatækni, gervigreind og Elon Musk var á meðal þess sem bar á góma í viðtali bandaríska sjónvarpsmannsins Tucker Carlson við Vladímír Pútín Rússlandsforseta sem var birt á samfélagsmiðlinum X í nótt. 9. febrúar 2024 09:00 Fékk þrjátíu mínútna sögukennslu í tveggja tíma viðtali Fyrstu þrjátíu mínútur tveggja klukkustunda langs viðtals sjónvarpsmannsins Tucker Carlson við Vladimir Pútín Rússlandsforseta fóru í yfirferð forsetans yfir sögu Rússlands, frá 9. öld og fram til valdatíma Leníns. 9. febrúar 2024 06:44 Hlakkar í Rússum vegna heimsóknar Carlson Tucker Carlson, fyrrverandi sjónvarpsmaður Fox News, hefur tekið viðtal við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Þetta er fyrsta viðtal forsetans af þessu tagi frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu í febrúar 2022. 7. febrúar 2024 16:28 Sjötug kona í fimm ára fangelsi fyrir að vanvirða herinn Eldri kona hefur verið dæmd í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir að vanvirða rússneska herinn. Það gerði konan, sem er 72 ára gömul og frá Rostov-héraði, með því að deila tveimur færslum á rússneska samfélagsmiðlinum VKontakte. 30. janúar 2024 22:41 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fleiri fréttir Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Sjá meira
Hvort sem það eru peningar, fasteignir eða aðrar eigur fólks getur ríkið lagt hald á það, samkvæmt frétt RIA fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins. Áður en frumvarpið endaði á borði Pútíns hafði það verið samþykkt af öllum þingmönnum beggja deilda Dúmunnar á einungis tveimur vikum. Moscow Times hefur eftir forseta Dúmunnar að lögunum sé ætlað að herða refsingu „svikara“ og „óþokka“ sem séu andvíg innrásinni í Úkraínu. Gagnrýni á rússneska herinn var í raun bönnuð skömmu eftir innrásina í Úkraínu og hefur þessum lögum verið beitt gegn fjölmörgum mótmælendum og öðrum sem hafa gagnrýnt innrásina. Moscow Times segir þúsundir hafa flúið land til að forðast fangelsi og margir þeirra hafi skilið eignir eftir í Rússlandi. Í frétt Meduza segir þó að lögin séu ekki afturvirk. Að ekki sé hægt að nota þau til að leggja hald á eigur fólks sem hefur áður verið dæmt fyrir að rægja herinn. Sjá einnig: Vill morðingja fyrir blaðamann Rússneskir fjölmiðlar hafa einnig átt undir högg að sækja á undanförnum árum. Á undanförnum árum hefur ríkisstjórn Pútíns fangelsað fjölda rússneskra blaðamanna og lokað fjölmörgum frjálsum fjölmiðlum í Rússlandi. Aðgerðir gegn frjálsum fjölmiðlum í Rússlandi hafa aukist til muna í kjölfar innrásarinnar. Nánast allir frjálsir fjölmiðlar í landinu hafa verið gerðir útlægir og eru árásir á blaðamenn tíðar. Þá hefur verið lokað á aðgengi almennings í Rússlandi að fjölmörgum fjölmiðlum heimsins.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Sökktu enn einu herskipinu með drónum Leyniþjónusta úkraínska hersins (GUR) birti í morgun myndband af sjálfsprengidrónaárás á rússneska herskipið Sesar Kúnikov. Skipið virðist hafa sokkið eftir árásina en þetta er fjórða skipið af þessari gerð sem Úkraínumenn hafa sökkt eða grandað. 14. febrúar 2024 09:56 Eftirlýst í Rússlandi vegna sovéskra minnisvarða Yfirvöld í Rússlandi hafa gefið út handtökuskipun á Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands. Taimar Peterkop, nokkurskonar ráðuneytisstjóri ríkisstjórnar Eistlands er einnig eftirlýstur í Rússlandi en talskona utanríkisráðuneytis Rússlands segir þau eftirlýst vegna niðurrifs á sovéskum minnisvörðum. 13. febrúar 2024 10:55 Pútín segir Musk óstöðvandi Erfðatækni, gervigreind og Elon Musk var á meðal þess sem bar á góma í viðtali bandaríska sjónvarpsmannsins Tucker Carlson við Vladímír Pútín Rússlandsforseta sem var birt á samfélagsmiðlinum X í nótt. 9. febrúar 2024 09:00 Fékk þrjátíu mínútna sögukennslu í tveggja tíma viðtali Fyrstu þrjátíu mínútur tveggja klukkustunda langs viðtals sjónvarpsmannsins Tucker Carlson við Vladimir Pútín Rússlandsforseta fóru í yfirferð forsetans yfir sögu Rússlands, frá 9. öld og fram til valdatíma Leníns. 9. febrúar 2024 06:44 Hlakkar í Rússum vegna heimsóknar Carlson Tucker Carlson, fyrrverandi sjónvarpsmaður Fox News, hefur tekið viðtal við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Þetta er fyrsta viðtal forsetans af þessu tagi frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu í febrúar 2022. 7. febrúar 2024 16:28 Sjötug kona í fimm ára fangelsi fyrir að vanvirða herinn Eldri kona hefur verið dæmd í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir að vanvirða rússneska herinn. Það gerði konan, sem er 72 ára gömul og frá Rostov-héraði, með því að deila tveimur færslum á rússneska samfélagsmiðlinum VKontakte. 30. janúar 2024 22:41 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fleiri fréttir Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Sjá meira
Sökktu enn einu herskipinu með drónum Leyniþjónusta úkraínska hersins (GUR) birti í morgun myndband af sjálfsprengidrónaárás á rússneska herskipið Sesar Kúnikov. Skipið virðist hafa sokkið eftir árásina en þetta er fjórða skipið af þessari gerð sem Úkraínumenn hafa sökkt eða grandað. 14. febrúar 2024 09:56
Eftirlýst í Rússlandi vegna sovéskra minnisvarða Yfirvöld í Rússlandi hafa gefið út handtökuskipun á Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands. Taimar Peterkop, nokkurskonar ráðuneytisstjóri ríkisstjórnar Eistlands er einnig eftirlýstur í Rússlandi en talskona utanríkisráðuneytis Rússlands segir þau eftirlýst vegna niðurrifs á sovéskum minnisvörðum. 13. febrúar 2024 10:55
Pútín segir Musk óstöðvandi Erfðatækni, gervigreind og Elon Musk var á meðal þess sem bar á góma í viðtali bandaríska sjónvarpsmannsins Tucker Carlson við Vladímír Pútín Rússlandsforseta sem var birt á samfélagsmiðlinum X í nótt. 9. febrúar 2024 09:00
Fékk þrjátíu mínútna sögukennslu í tveggja tíma viðtali Fyrstu þrjátíu mínútur tveggja klukkustunda langs viðtals sjónvarpsmannsins Tucker Carlson við Vladimir Pútín Rússlandsforseta fóru í yfirferð forsetans yfir sögu Rússlands, frá 9. öld og fram til valdatíma Leníns. 9. febrúar 2024 06:44
Hlakkar í Rússum vegna heimsóknar Carlson Tucker Carlson, fyrrverandi sjónvarpsmaður Fox News, hefur tekið viðtal við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Þetta er fyrsta viðtal forsetans af þessu tagi frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu í febrúar 2022. 7. febrúar 2024 16:28
Sjötug kona í fimm ára fangelsi fyrir að vanvirða herinn Eldri kona hefur verið dæmd í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir að vanvirða rússneska herinn. Það gerði konan, sem er 72 ára gömul og frá Rostov-héraði, með því að deila tveimur færslum á rússneska samfélagsmiðlinum VKontakte. 30. janúar 2024 22:41
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent