Léleg námslán eru pólitísk ákvörðun Rakel Anna Boulter skrifar 16. febrúar 2024 07:01 Tilgangur námslánakerfa er að veita öllum jöfn tækifæri til að fara í háskóla. Þjóðin græðir á því að fólk mennti sig og því er borðleggjandi að hafa gott námslánakerfi. Öll erum við sammála um að gera þurfi breytingar á íslenska námslánakerfinu, eins og kom fram í niðurstöðum skýrslu um endurskoðun námslánakerfisins sem unnin var í háskólaráðuneytinu í vetur. Við erum hins vegar ekki öll sammála um þær breytingar sem þarf að gera. Stúdentar hafa þegar gert sínum kröfum góð skil innan ráðuneytisins, þó enn sé óljóst hvað af ábendingum stúdenta verði tekið tillit til. Í megindráttum viljum við ráðast á tvö af vandamálum íslenska námslánakerfisins: Vandamálin Til að byrja með er styrkurinn frá ríkinu er ekki nægilega hár, sem endurspeglast í lélegum lánakjörum. Hitt vandamálið er að námslánakerfinu tekst ekki að vera það félagslega jöfnunartól sem það á að vera. Það er ekki einu sinni mögulegt fyrir alla námsmenn að taka námslán. Til þess þarf almennt að vera skráð að lágmarki í 22 einingar á önn, en fullt nám er 30 einingar á önn. Ef nemandi fellur í meira en 8 einingum þarf að endurgreiða lánið, ef undanþága fæst ekki. 30% niðurfelling á höfuðstól býðst aðeins þeim sem klára námið á tilskildum tíma. Ríkið styrkir sem sagt aðeins þau sem klára 22 einingar eða meira á önn og klára námið á tilskildum tíma. Rest situr uppi með lán á verri kjörum en buðust fyrir breytingarnar sem gerðar voru á námslánakerfinu árið 2020. Hvaða hópar eru ólíklegastir til að geta verið í fullu námi og klára námið á tilskildum tíma? Það er fjölskyldufólk, fólk með námsörðugleika eða annað mál en íslensku að móðurmáli. Þetta fólk er töluvert líklegra til að sitja uppi með lán á háum vöxtum og enga niðurfellingu. Einmitt fólkið sem þarf hvað mest á góðum námslánakjörum að halda! Lausnin Okkar tillögur til að bæta úr þessu er annars vegar að lækka vaxtaþakið og hækka niðurfellinguna. Hins vegar að lána fyrir hverri einingu og veita styrk eftir hverja önn. Við þurfum ekki að finna upp hjólið. Í Noregi er námsstyrkur veittur í formi 25% niðurfellingar á höfuðstól láns í lok hverrar annar. Styrkurinn fæst þó einungis fyrir þær einingar sem eru loknar sem skapar hvata til þess að ljúka námi. Til viðbótar er veitt 15% niðurfelling við námslok í Noregi. Lengst af fólst styrkur ríkisins til námsmanna í því að veita lán með lágum vöxtum. Með lagabreytingum 2020 var niðurfellingu bætt við en vextirnir hækkuðu gríðarlega í kjölfarið. Þessi breyting fól ekki í sér raunverulega aukningu á styrk til stúdenta á Íslandi. Núna er vaxtaþakið 4% af verðtryggðum lánum og 9% af óverðtryggðum lánum og þar standa vextirnir í dag. Þetta sér hver maður að eru óhagstæðir vextir. Hver ræður þessu? Íslendingar eiga til að gleyma því að það eru til aðrar lausnir. Við erum svo vön því að hlusta á afsakanir ráðamanna að við horfum fram hjá mjög mikilvægum punkti: pólitík eru ákvarðanir. Það er líka ákvörðun að gera engar breytingar. Íslenska námslánakerfið þarf ekki að vera svona, það eru til betri kerfi! Við þurfum ekki einu sinni að finna þau upp, þau eru til, bara ekki á Íslandi. Stúdentar hafa þegar komið kröfum sínum skýrt á framfæri. Við viljum að stjórnvöld forgangsraði menntun og stuðning við námsfólk, því allt samfélagið græðir á því. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Námslán Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Tilgangur námslánakerfa er að veita öllum jöfn tækifæri til að fara í háskóla. Þjóðin græðir á því að fólk mennti sig og því er borðleggjandi að hafa gott námslánakerfi. Öll erum við sammála um að gera þurfi breytingar á íslenska námslánakerfinu, eins og kom fram í niðurstöðum skýrslu um endurskoðun námslánakerfisins sem unnin var í háskólaráðuneytinu í vetur. Við erum hins vegar ekki öll sammála um þær breytingar sem þarf að gera. Stúdentar hafa þegar gert sínum kröfum góð skil innan ráðuneytisins, þó enn sé óljóst hvað af ábendingum stúdenta verði tekið tillit til. Í megindráttum viljum við ráðast á tvö af vandamálum íslenska námslánakerfisins: Vandamálin Til að byrja með er styrkurinn frá ríkinu er ekki nægilega hár, sem endurspeglast í lélegum lánakjörum. Hitt vandamálið er að námslánakerfinu tekst ekki að vera það félagslega jöfnunartól sem það á að vera. Það er ekki einu sinni mögulegt fyrir alla námsmenn að taka námslán. Til þess þarf almennt að vera skráð að lágmarki í 22 einingar á önn, en fullt nám er 30 einingar á önn. Ef nemandi fellur í meira en 8 einingum þarf að endurgreiða lánið, ef undanþága fæst ekki. 30% niðurfelling á höfuðstól býðst aðeins þeim sem klára námið á tilskildum tíma. Ríkið styrkir sem sagt aðeins þau sem klára 22 einingar eða meira á önn og klára námið á tilskildum tíma. Rest situr uppi með lán á verri kjörum en buðust fyrir breytingarnar sem gerðar voru á námslánakerfinu árið 2020. Hvaða hópar eru ólíklegastir til að geta verið í fullu námi og klára námið á tilskildum tíma? Það er fjölskyldufólk, fólk með námsörðugleika eða annað mál en íslensku að móðurmáli. Þetta fólk er töluvert líklegra til að sitja uppi með lán á háum vöxtum og enga niðurfellingu. Einmitt fólkið sem þarf hvað mest á góðum námslánakjörum að halda! Lausnin Okkar tillögur til að bæta úr þessu er annars vegar að lækka vaxtaþakið og hækka niðurfellinguna. Hins vegar að lána fyrir hverri einingu og veita styrk eftir hverja önn. Við þurfum ekki að finna upp hjólið. Í Noregi er námsstyrkur veittur í formi 25% niðurfellingar á höfuðstól láns í lok hverrar annar. Styrkurinn fæst þó einungis fyrir þær einingar sem eru loknar sem skapar hvata til þess að ljúka námi. Til viðbótar er veitt 15% niðurfelling við námslok í Noregi. Lengst af fólst styrkur ríkisins til námsmanna í því að veita lán með lágum vöxtum. Með lagabreytingum 2020 var niðurfellingu bætt við en vextirnir hækkuðu gríðarlega í kjölfarið. Þessi breyting fól ekki í sér raunverulega aukningu á styrk til stúdenta á Íslandi. Núna er vaxtaþakið 4% af verðtryggðum lánum og 9% af óverðtryggðum lánum og þar standa vextirnir í dag. Þetta sér hver maður að eru óhagstæðir vextir. Hver ræður þessu? Íslendingar eiga til að gleyma því að það eru til aðrar lausnir. Við erum svo vön því að hlusta á afsakanir ráðamanna að við horfum fram hjá mjög mikilvægum punkti: pólitík eru ákvarðanir. Það er líka ákvörðun að gera engar breytingar. Íslenska námslánakerfið þarf ekki að vera svona, það eru til betri kerfi! Við þurfum ekki einu sinni að finna þau upp, þau eru til, bara ekki á Íslandi. Stúdentar hafa þegar komið kröfum sínum skýrt á framfæri. Við viljum að stjórnvöld forgangsraði menntun og stuðning við námsfólk, því allt samfélagið græðir á því. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar