Mannréttindi. Tjáningarfrelsið. Heiðar Eiríksson skrifar 17. febrúar 2024 10:01 Í upphafi vikunnar birtist á vefmiðlinum visir.is skoðanagrein sem send hafði verið þangað til birtingar. Höfundur greinarinnar var lögmaður og var í henni sett fram hvöss gagnrýni á fréttamann vegna birtingu fréttar af tilteknu máli. Yfirmaður fréttamannsins hafði áður svarað gagnrýninni með því að vísa til tjáningarfrelsis fréttamannsins sem varið væri af 2. mgr. 73. gr. íslensku stjórnarskrárinnar. Um þetta ritaði greinarhöfundur eftirfarandi: Það er ansi langt seilst þegar yfirmaður starfsmanns þarf að teygja sig alla leið í stjórnarskrána og mannréttindasáttmála Evrópu til að réttlæta umfjöllun starfsmannsins. Það bendir til þess að viðkomandi hafi vondan málstað að verja og vekur enn fleiri spurningar en áður um fagleg vinnubrögð „útvarps allra landsmanna“. Það er erfitt að komast hjá því að túlka þessi orð á annan veg en svo að höfundur greinarinnar telji að íslensk stjórnarskrá sé aðeins einhverskonar hálmstrá sem þeir einir grípi í sem þurfa að verja málsstað sem í raun sé óverjandi. Með öðrum orðum að þeir sem vísi í ákvæði hennar til stuðnings afstöðu sinni veiki málsstað sinn með því. Það er nýlunda að sjá löglærða menn setja slíkt fram og því er rétt að gera fyrirvara um hvort þetta var í raun meining höfundar. Tjáningarfrelsi fjölmiða Öll frjálslynd lýðræðisríki hafa fyrir löngu viðurkennt mikilvægi frjálsrar fjölmiðlunar og að án hennar geti lýðræðið ekki þrifist í raun. Fjölmiðar gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki og er játað umtalsvert svigrúm hvað varðar aðgang að upplýsingum og birtingu þeirra. Þeim er sömuleiðis og á að vera tryggður réttur til að halda upplýsingum um heimildarmenn leyndum fyrir almenningi og yfirvöldum en slíkt kann að vera nauðsynlegt til að upplýsingar um mikilvæg málefni berist til almennings. Án fullnægjandi upplýsinga getur almenningur ekki tekið afstöðu til samfélagslegra málefna og ekki verið virkir þátttakendur í lýðræðislegri ákvaraðanatöku. En tjáningarfrelsi frétta- og blaðamanna fylgja ekki aðeins réttindi. Því fylgja einnig sérstakar skyldur sem taka verður alvarlega. Tjáningarfrelsið felur einnig í sér rétt almennings til að fá upplýsingar. Ef réttur fjölmiðla til miðlunar upplýsinga er skertur þá hefur það áhrif á þann hluta tjáningarfrelsisins sem á að tryggja almenningi aðgang að tjáningunni eða með öðrum orðum réttinn til aðgangs að upplýsingum. Á sama hátt getur réttur almennings til móttöku á upplýsingum farið forgörðum ef fjölmiðlar takmarka fréttaflutning sinn á einhvern hátt með því að halda tilteknum atriðum eða upplýsingum að almenningi en leyna öðrum atriðum. Sömuleiðis ef fréttaflutningur verður einhliða eða ef fluttar eru fréttir án þess að mikilvæg atriði eða atvik hafi verið könnuð. Slík framkvæmd fréttamennsku veldur upplýsingaóreiðu og hún er bein ógn við lýðræðið. Þetta getur gerst ef umfjöllun fjölmiðils um sakamál einskorðast við frásagnir og sjónarmið þeirra sem hafðir eru fyrir sök en þolanda og öðrum sem vilja leiðrétta frásagnir af atvikum eða koma öðrum sjónarmiðum á framfæri er neitað um birtingu þeirra. Tjáningarfrelsi einstaklinga Það eru ekki aðeins fjölmiðlarnir sem njóta góðs af stjórnarskrárvörðu tjáningarfrelsi né heldur er réttur almennings samkvæmt því bundinn við réttinn til móttöku á upplýsingum. Sérhver maður innan íslenskrar lögsögu nýtur réttar til að tjá þær skoðanir sínar sem hann óskar eða upplýsa eftir því sem hann telur heppilegast um hugsanir sínar, sannfæringu eða annað. Stjórnarskráin heimilar aðeins örfáar undantekningar frá þessu sem aðeins má gera með lögum. Slík lög þurfa auk þess að samræmast lýðræðishefðinni hvað markmið og efni varðar. Fjölmiðlar verða auðvitað ekki þvingaðir til að miðla til almennings skoðunum eða upplýsingum sem þeir ekki vilja miðla. Þeim sem ekki finnst þeir fá áheyrn fjölmiðla eða aðgang að almenningi í gegnum þá er alltaf frjálst að miðla upplýsingunum með öðrum hætti. Fjölmörg dæmi eru um slíkt og á undanförnum árum hafa ekki aðeins einstaklingar og fyrirtæki, heldur einnig stofnanir hins opinbera og félagasamtök, kostað miðlun upplýsinga sem þau telja að eigi erindi til almennings. Þessu hafa fjölmiðlar því miður tekið misjafnlega og í einhverjum tilvikum, þegar einstaklingar eða fyrirtæki hafa átt í hlut, jafnvel látið að því liggja að slík miðlun upplýsinga jafngildi árásum á fréttamenn, trúverðugleika þeirra og jafnvel tjáningarfrelsið. Slík viðbrögð samræmast hins vegar ekki sjónarmiðum um virðingu fyrir tjáningarfrelsi sem almennum mannréttindum. Forsenda lýðræðis Það má velta því fyrir sér hvort það geti ekki verið gott að vernda almenning fyrir röngum eða óheppilegum upplýsingum með því að banna birtingu þeirra. Hinar stóru hreyfingar kommúnista og þjóðernissósíalista 20. aldarinnar voru þeirrar skoðunar. Það kann sömuleiðis að vera freistandi fyrir stjórnmálahreyfingar í lýðræðisríkjum að koma málum þannig fyrir að aðeins upplýsingar sem þjóna stefnu þeirra komist til almennings. Skemmst er að minnast þess að á dögunum lýsti íslenskur stjórnmálamaður þeirri skoðun sinni að skilyrða ætti ríkisstyrk til fjölmiðla þannig að aðeins þeir fjölmiðlar sem segðu réttar fréttir ættu að fá hann. Ætla má að fyrir þessum stjórnmálamanni hafði vakað að tryggja að þess yrði gætt að almenningur fengi vandaðar upplýsingar sem væru sannleikanum samkvæmar. Vafalítið hefur viðkomandi þótt fréttin sem varð kveikjan að þessum ummælum vera röng af því að hún samræmdist ekki sýn hans á samfélagið. Þetta var að mínu viti óheppilegt því ég tel hugmyndir af þessu tagi grafa undan tjáningarfrelsinu. Ef til vill er það óttinn við að almenningur trúi ósannindum eða taki rangar ákvarðanir sem veldur tilhneigingu til þess að vilja hefta tjáningafrelsi eða stýra því hverju er miðlað opinberlega. Lýðræðishugmyndir nútímans ganga hins vegar út frá því að hinn venjulegi maður sé nægilegu skyni borinn til að meta upplýsingar sem hann fær og koma að lausn sameiginlegra úrlausnarefna samfélagsins á grundvelli þeirra. Hugmyndum um að aðeins lítill hluti manna hafi gáfur og þekkingu til að taka ákarðanir fyrir hönd almennings hefur verið hafnað. Þöggun og önnur takmörkun tjáningarfrelsisins eru ógn við lýðræðið og leiðarvísir til harðstjórnar. Það kann að vera að árekstur hugmynda og upplýsinga einkennist oft af hávaða og glundroða en það er gjaldið sem við greiðum fyrir lýðræðið sem fært hefur okkur meira réttlæti og meiri hagsæld en nokkuð annað stjórnskipulag í sögu mannkyns. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tjáningarfrelsi Fjölmiðlar Stjórnarskrá Mannréttindi Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í upphafi vikunnar birtist á vefmiðlinum visir.is skoðanagrein sem send hafði verið þangað til birtingar. Höfundur greinarinnar var lögmaður og var í henni sett fram hvöss gagnrýni á fréttamann vegna birtingu fréttar af tilteknu máli. Yfirmaður fréttamannsins hafði áður svarað gagnrýninni með því að vísa til tjáningarfrelsis fréttamannsins sem varið væri af 2. mgr. 73. gr. íslensku stjórnarskrárinnar. Um þetta ritaði greinarhöfundur eftirfarandi: Það er ansi langt seilst þegar yfirmaður starfsmanns þarf að teygja sig alla leið í stjórnarskrána og mannréttindasáttmála Evrópu til að réttlæta umfjöllun starfsmannsins. Það bendir til þess að viðkomandi hafi vondan málstað að verja og vekur enn fleiri spurningar en áður um fagleg vinnubrögð „útvarps allra landsmanna“. Það er erfitt að komast hjá því að túlka þessi orð á annan veg en svo að höfundur greinarinnar telji að íslensk stjórnarskrá sé aðeins einhverskonar hálmstrá sem þeir einir grípi í sem þurfa að verja málsstað sem í raun sé óverjandi. Með öðrum orðum að þeir sem vísi í ákvæði hennar til stuðnings afstöðu sinni veiki málsstað sinn með því. Það er nýlunda að sjá löglærða menn setja slíkt fram og því er rétt að gera fyrirvara um hvort þetta var í raun meining höfundar. Tjáningarfrelsi fjölmiða Öll frjálslynd lýðræðisríki hafa fyrir löngu viðurkennt mikilvægi frjálsrar fjölmiðlunar og að án hennar geti lýðræðið ekki þrifist í raun. Fjölmiðar gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki og er játað umtalsvert svigrúm hvað varðar aðgang að upplýsingum og birtingu þeirra. Þeim er sömuleiðis og á að vera tryggður réttur til að halda upplýsingum um heimildarmenn leyndum fyrir almenningi og yfirvöldum en slíkt kann að vera nauðsynlegt til að upplýsingar um mikilvæg málefni berist til almennings. Án fullnægjandi upplýsinga getur almenningur ekki tekið afstöðu til samfélagslegra málefna og ekki verið virkir þátttakendur í lýðræðislegri ákvaraðanatöku. En tjáningarfrelsi frétta- og blaðamanna fylgja ekki aðeins réttindi. Því fylgja einnig sérstakar skyldur sem taka verður alvarlega. Tjáningarfrelsið felur einnig í sér rétt almennings til að fá upplýsingar. Ef réttur fjölmiðla til miðlunar upplýsinga er skertur þá hefur það áhrif á þann hluta tjáningarfrelsisins sem á að tryggja almenningi aðgang að tjáningunni eða með öðrum orðum réttinn til aðgangs að upplýsingum. Á sama hátt getur réttur almennings til móttöku á upplýsingum farið forgörðum ef fjölmiðlar takmarka fréttaflutning sinn á einhvern hátt með því að halda tilteknum atriðum eða upplýsingum að almenningi en leyna öðrum atriðum. Sömuleiðis ef fréttaflutningur verður einhliða eða ef fluttar eru fréttir án þess að mikilvæg atriði eða atvik hafi verið könnuð. Slík framkvæmd fréttamennsku veldur upplýsingaóreiðu og hún er bein ógn við lýðræðið. Þetta getur gerst ef umfjöllun fjölmiðils um sakamál einskorðast við frásagnir og sjónarmið þeirra sem hafðir eru fyrir sök en þolanda og öðrum sem vilja leiðrétta frásagnir af atvikum eða koma öðrum sjónarmiðum á framfæri er neitað um birtingu þeirra. Tjáningarfrelsi einstaklinga Það eru ekki aðeins fjölmiðlarnir sem njóta góðs af stjórnarskrárvörðu tjáningarfrelsi né heldur er réttur almennings samkvæmt því bundinn við réttinn til móttöku á upplýsingum. Sérhver maður innan íslenskrar lögsögu nýtur réttar til að tjá þær skoðanir sínar sem hann óskar eða upplýsa eftir því sem hann telur heppilegast um hugsanir sínar, sannfæringu eða annað. Stjórnarskráin heimilar aðeins örfáar undantekningar frá þessu sem aðeins má gera með lögum. Slík lög þurfa auk þess að samræmast lýðræðishefðinni hvað markmið og efni varðar. Fjölmiðlar verða auðvitað ekki þvingaðir til að miðla til almennings skoðunum eða upplýsingum sem þeir ekki vilja miðla. Þeim sem ekki finnst þeir fá áheyrn fjölmiðla eða aðgang að almenningi í gegnum þá er alltaf frjálst að miðla upplýsingunum með öðrum hætti. Fjölmörg dæmi eru um slíkt og á undanförnum árum hafa ekki aðeins einstaklingar og fyrirtæki, heldur einnig stofnanir hins opinbera og félagasamtök, kostað miðlun upplýsinga sem þau telja að eigi erindi til almennings. Þessu hafa fjölmiðlar því miður tekið misjafnlega og í einhverjum tilvikum, þegar einstaklingar eða fyrirtæki hafa átt í hlut, jafnvel látið að því liggja að slík miðlun upplýsinga jafngildi árásum á fréttamenn, trúverðugleika þeirra og jafnvel tjáningarfrelsið. Slík viðbrögð samræmast hins vegar ekki sjónarmiðum um virðingu fyrir tjáningarfrelsi sem almennum mannréttindum. Forsenda lýðræðis Það má velta því fyrir sér hvort það geti ekki verið gott að vernda almenning fyrir röngum eða óheppilegum upplýsingum með því að banna birtingu þeirra. Hinar stóru hreyfingar kommúnista og þjóðernissósíalista 20. aldarinnar voru þeirrar skoðunar. Það kann sömuleiðis að vera freistandi fyrir stjórnmálahreyfingar í lýðræðisríkjum að koma málum þannig fyrir að aðeins upplýsingar sem þjóna stefnu þeirra komist til almennings. Skemmst er að minnast þess að á dögunum lýsti íslenskur stjórnmálamaður þeirri skoðun sinni að skilyrða ætti ríkisstyrk til fjölmiðla þannig að aðeins þeir fjölmiðlar sem segðu réttar fréttir ættu að fá hann. Ætla má að fyrir þessum stjórnmálamanni hafði vakað að tryggja að þess yrði gætt að almenningur fengi vandaðar upplýsingar sem væru sannleikanum samkvæmar. Vafalítið hefur viðkomandi þótt fréttin sem varð kveikjan að þessum ummælum vera röng af því að hún samræmdist ekki sýn hans á samfélagið. Þetta var að mínu viti óheppilegt því ég tel hugmyndir af þessu tagi grafa undan tjáningarfrelsinu. Ef til vill er það óttinn við að almenningur trúi ósannindum eða taki rangar ákvarðanir sem veldur tilhneigingu til þess að vilja hefta tjáningafrelsi eða stýra því hverju er miðlað opinberlega. Lýðræðishugmyndir nútímans ganga hins vegar út frá því að hinn venjulegi maður sé nægilegu skyni borinn til að meta upplýsingar sem hann fær og koma að lausn sameiginlegra úrlausnarefna samfélagsins á grundvelli þeirra. Hugmyndum um að aðeins lítill hluti manna hafi gáfur og þekkingu til að taka ákarðanir fyrir hönd almennings hefur verið hafnað. Þöggun og önnur takmörkun tjáningarfrelsisins eru ógn við lýðræðið og leiðarvísir til harðstjórnar. Það kann að vera að árekstur hugmynda og upplýsinga einkennist oft af hávaða og glundroða en það er gjaldið sem við greiðum fyrir lýðræðið sem fært hefur okkur meira réttlæti og meiri hagsæld en nokkuð annað stjórnskipulag í sögu mannkyns. Höfundur er lögmaður.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun