Hefur þú heyrt um sólblómabandið? Sara Rós Kristinsdóttir skrifar 18. febrúar 2024 08:30 Sólblómabandið er fyrir fólk með ósýnilegar fatlanir og skerðingar eða ósýnilega sjúkdóma. Þó svo að þú sjáir það ekki á fólki þá gæti verið um falda fötlun eða veikindi að ræða. Slóð á heimasíðu erlendu samtakanna: A symbol for non-visible disabilities (hdsunflower.com) Sólblómabandið gagnast t.d. fólki með heilabilun, flogaveiki, síþreytu sjúkdóma, einhverfa einstaklinga og marga fleiri. Bandið á að vera þægileg og látlaus leið til að fólk geti fengið meiri skilning í hinum ýmsu aðstæðum. Vissir þú að meirihluti fatlana, skerðinga og sjúkdóma eru ósýnilegir? Eins og staðan er í dag erum við á Íslandi ekki komin með jafn mikla þekkingu á tilgangi bandsins og sumar aðrar þjóðir. Ef þekking innan samfélagsins er ekki til staðar þá nýtist sólblómabandið ekki eins og lagt er upp með. Víðtæk þekking á sólblómabandinu eykur stuðning við þennan hóp til muna við hversdagslegar athafnir, t.d. í þjónustu, á stofnunum og á meðal almennings. Fjöldi samtaka og stofnana um allan heim hafa tekið Sólblómið í notkun. Þau lönd sem eiga aðild að bresku samtökum um Sólblómabandið eru Ástralía, Belgía, Kanada, Danmörk, Írland, Holland, Nýja Sjáland, Bandaríkin og nú Ísland. Sólblómið er notað á um 130 flugvöllum, 450 háskólum, lestarkerfum, menningarstofnunum, heilbrigðisstofnunum, fjármálastofnunum, verslunarmiðstöðvum og enn víðar í þessum löndum. E inungis er eitt félag á Íslandi sem er með aðild að samtökunum Sólblómið - tákni fólks með ósýnilega fötlun (e. Hidden Disabilities Sunflower) Þessi erlendu samtök vinna með víðfeðmu stuðningsneti hagsmunasamtaka fólks með ósýnilega fötlun á heimsvísu. Á Íslandi er það félagið Einstök börn sem er með aðild að þessum samtökum. Einstök börn er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni og fjölskyldna þeirra. Félagið var stofnað 13. mars 1997 af foreldrum nokkurra barna en nú eru rúmlega 600 fjölskyldur í félaginu eða rétt um 1800 félagsmenn - foreldrar og börn. Félagið býður einungis félagsmönnum sínum að sækja um bandið. Félagið stefnir að því að auka vitund á sólblóminu og merkingu þess í samfélaginu og því vil ég hvetja alla sem hafa tök á því að styrkja félagið með frjálsum framlögum eða með að vera mánaðarlegur styrktaraðili. (Höfundur er ekki að vinna hjá samtökunum, né tengist þeim persónulega á neinn hátt.) Slóð: Frjáls framlög | Einstök börn (einstokborn.is) Ljóst er að það þarf töluvert meiri fræðslu innanlands um sólblómið og tilgang þess og fleiri félög þurfa að sækja um aðild í samtökin erlendis og fá þannig leyfi til að gefa sínum félagsmönnum sem á þurfa að halda sólblómið. Skýrt skal tekið fram að til að fá bandið þarf að uppfylla ákveðin skilyrði og fer það einungis til fólks sem þarf á að halda. Það er passað vel upp á það, til að sólblómið haldi sínum tilgangi. Það myndi auka lífsgæði þessa fjölbreytta hóps töluvert að fá aukinn skilning og umburðarlyndi í samfélaginu. Auðvitað væri það draumastaðan að allir myndu tileinka sér það að koma alltaf fram við fólk af umburðarlyndi en þegar fólk er ekki með skilning á hinum ýmsu ósýnilegu fötlunum eða sjúkdómum þá er það einfaldlega ekki meðvitað um þarfir þessara einstaklinga. Það stendur fólki til boða sem þarf á að halda að fá sólblómaband til að bera um hálsinn á ferð sinni um Keflavíkurflugvöll. Starfsfólk í flugstöðinni er upplýst um að farþegar sem bera bandið gætu þurft viðbótartíma, aukna þolinmæði, skilning og tillitssemi þegar það fer í gegn. Hægt er að nálgast böndin á innritunarborðum afgreiðsluaðila í brottfararsal flugstöðvarinnar og á upplýsingaborði í komusal. Ekki á að vera þörf á að panta sólblómabandið fyrir komu á flugvöllinn. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Slóð: Sólblómabandið eykur þjónustu við farþega með ósýnilega fötlun | Isavia Gerum jákvæðar breytingar í samfélaginu saman. Kynntu sólblómabandið fyrir þinni fjölskyldu, vinum, kunningjum og þínum skóla, vinnustað. Höfundur er með miðilinn Lífsstefna þar sem hún er með fræðslu um geðheilsu, ADHD og einhverfu. Sara er menntuð sem félagsliði, NLP markþjálfi, barna jógakennari og ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þjónusta og greining á börnum með ADHD Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttiir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Sólblómabandið er fyrir fólk með ósýnilegar fatlanir og skerðingar eða ósýnilega sjúkdóma. Þó svo að þú sjáir það ekki á fólki þá gæti verið um falda fötlun eða veikindi að ræða. Slóð á heimasíðu erlendu samtakanna: A symbol for non-visible disabilities (hdsunflower.com) Sólblómabandið gagnast t.d. fólki með heilabilun, flogaveiki, síþreytu sjúkdóma, einhverfa einstaklinga og marga fleiri. Bandið á að vera þægileg og látlaus leið til að fólk geti fengið meiri skilning í hinum ýmsu aðstæðum. Vissir þú að meirihluti fatlana, skerðinga og sjúkdóma eru ósýnilegir? Eins og staðan er í dag erum við á Íslandi ekki komin með jafn mikla þekkingu á tilgangi bandsins og sumar aðrar þjóðir. Ef þekking innan samfélagsins er ekki til staðar þá nýtist sólblómabandið ekki eins og lagt er upp með. Víðtæk þekking á sólblómabandinu eykur stuðning við þennan hóp til muna við hversdagslegar athafnir, t.d. í þjónustu, á stofnunum og á meðal almennings. Fjöldi samtaka og stofnana um allan heim hafa tekið Sólblómið í notkun. Þau lönd sem eiga aðild að bresku samtökum um Sólblómabandið eru Ástralía, Belgía, Kanada, Danmörk, Írland, Holland, Nýja Sjáland, Bandaríkin og nú Ísland. Sólblómið er notað á um 130 flugvöllum, 450 háskólum, lestarkerfum, menningarstofnunum, heilbrigðisstofnunum, fjármálastofnunum, verslunarmiðstöðvum og enn víðar í þessum löndum. E inungis er eitt félag á Íslandi sem er með aðild að samtökunum Sólblómið - tákni fólks með ósýnilega fötlun (e. Hidden Disabilities Sunflower) Þessi erlendu samtök vinna með víðfeðmu stuðningsneti hagsmunasamtaka fólks með ósýnilega fötlun á heimsvísu. Á Íslandi er það félagið Einstök börn sem er með aðild að þessum samtökum. Einstök börn er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni og fjölskyldna þeirra. Félagið var stofnað 13. mars 1997 af foreldrum nokkurra barna en nú eru rúmlega 600 fjölskyldur í félaginu eða rétt um 1800 félagsmenn - foreldrar og börn. Félagið býður einungis félagsmönnum sínum að sækja um bandið. Félagið stefnir að því að auka vitund á sólblóminu og merkingu þess í samfélaginu og því vil ég hvetja alla sem hafa tök á því að styrkja félagið með frjálsum framlögum eða með að vera mánaðarlegur styrktaraðili. (Höfundur er ekki að vinna hjá samtökunum, né tengist þeim persónulega á neinn hátt.) Slóð: Frjáls framlög | Einstök börn (einstokborn.is) Ljóst er að það þarf töluvert meiri fræðslu innanlands um sólblómið og tilgang þess og fleiri félög þurfa að sækja um aðild í samtökin erlendis og fá þannig leyfi til að gefa sínum félagsmönnum sem á þurfa að halda sólblómið. Skýrt skal tekið fram að til að fá bandið þarf að uppfylla ákveðin skilyrði og fer það einungis til fólks sem þarf á að halda. Það er passað vel upp á það, til að sólblómið haldi sínum tilgangi. Það myndi auka lífsgæði þessa fjölbreytta hóps töluvert að fá aukinn skilning og umburðarlyndi í samfélaginu. Auðvitað væri það draumastaðan að allir myndu tileinka sér það að koma alltaf fram við fólk af umburðarlyndi en þegar fólk er ekki með skilning á hinum ýmsu ósýnilegu fötlunum eða sjúkdómum þá er það einfaldlega ekki meðvitað um þarfir þessara einstaklinga. Það stendur fólki til boða sem þarf á að halda að fá sólblómaband til að bera um hálsinn á ferð sinni um Keflavíkurflugvöll. Starfsfólk í flugstöðinni er upplýst um að farþegar sem bera bandið gætu þurft viðbótartíma, aukna þolinmæði, skilning og tillitssemi þegar það fer í gegn. Hægt er að nálgast böndin á innritunarborðum afgreiðsluaðila í brottfararsal flugstöðvarinnar og á upplýsingaborði í komusal. Ekki á að vera þörf á að panta sólblómabandið fyrir komu á flugvöllinn. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Slóð: Sólblómabandið eykur þjónustu við farþega með ósýnilega fötlun | Isavia Gerum jákvæðar breytingar í samfélaginu saman. Kynntu sólblómabandið fyrir þinni fjölskyldu, vinum, kunningjum og þínum skóla, vinnustað. Höfundur er með miðilinn Lífsstefna þar sem hún er með fræðslu um geðheilsu, ADHD og einhverfu. Sara er menntuð sem félagsliði, NLP markþjálfi, barna jógakennari og ráðgjafi.
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar