Tvær konur geta leyst stóru málin Sandra B. Franks skrifar 20. febrúar 2024 08:01 Stóra jafnréttismálið er launamunur kynjanna en meginástæða hans er hinn kynskipti vinnumarkaður og vanmat á störfum kvenna. Þetta kemur fram nýrri skýrslu Virðismat starfa sem aðgerðarhópur um launajafnrétti og jafnrétti á vinnumarkaði afhenti forsætisráðherra nýverið. Ráðherrann fagnaði vitaskuld vinnu hópsins og sagði nauðsynlegt næsta skref, til að útrýma þessum kynbundna launamun sem eftir stendur á vinnumarkaði, væri að fylgja tillögunum eftir sem fram koma í skýrslunni. Alltof lengi höfum við heyrt sambærilegar yfirlýsingar og erum orðin langþreytt eftir aðgerðunum. Nú eru kjarasamningar opinberra starfsmanna að losna. Um 70% í þeim hópi eru konur og nánast önnur hver þeirra sem er á vinnumarkaði vinnur hjá hinu opinbera. Kjaramálin eru jafnréttismál Fyrir tíu árum síðan var launamunur kynjanna á íslenskum vinnumarkaði um 18%. Launamunurinn hefur farið minnkandi síðustu ár en er þó enn um 10%. Fyrir konur sem hafa um 700.000 kr. laun á mánuði, þýðir 10% launamunur um 80.000 kr. á mánuði, eða 960.000 kr. á ári. Yfir starfsæfina nemur fjárhæðin yfir 47 m.kr. Þá eru ótalin áhrifin á lífeyrisgreiðslur og efnahagslega stöðu kvenna á efri árum. Launamunur kynjanna er því ekki aðeins tölfræðilegt viðfangsefni heldur er hann félags- og efnahagslegur veruleiki. Launamisréttið hefur þannig áhrif á lífsgæði og fjárhagslegt öryggi kvenna alla þeirra ævi. Forsætisráðherra hefur lengi talað fyrir auknu jafnrétti og í síðasta áramótaávarpi hennar sagði hún að markmið sitt væri að ná „fullu jafnrétti“ eftir sex ár. Fjármálaráðherra sagði einnig að „kynbundinn launamunur á ekki heima í íslensku samfélagi“. Nú hafa þessar tvær konur viðurkennt vandann opinberlega. Næst þarf að taka ákvarðanir. Konur í Nýja-Sjálandi og í Bretlandi hafa farið dómstólaleiðina til að ná fram fullu launajafnrétti. Hér á landi liggur beinast við þegar ráðherrar hafa viðurkennt launamisréttið að fara samningaleiðina og bæta starfskjör kvennastétta. Það er til dæmis hægt að gera með því að bæta stofnanasamninga á þeim kvennavinnustöðum sem heyra undir stjórnvöld. Forsætisráðherra og fjármálaráðherra geta komið þeim skilaboðum áleiðis að bæta í laun kvennastétta þar sem vissa er til staðar um að laun séu lægri hjá konum vegna vanmats á störfum þeirra. Efndir en ekki nefndir Að meta virði starfa er ákjósanleg leið sem hægt er að gera að reglu eftir næstu kjarasamninga. Jafnlaunastaðall er sömuleiðis sjálfsagður og að beita svokallaðri jafnvirðisnálgun eins og skýrslan talar um. En við þurfum varla fleiri starfsnefndir. Í skýrslunni kemur fram að stétt telst kvennastétt ef 60-65% stéttarinnar eru konur. Sjúkraliðar eru um 97% konur og hjúkrunarfræðingar eru með svipað hlutfall. Hvernig væri að byrja á kvennastéttum eins og þessum? Þetta eru álagstengdar heilbrigðisstéttir sem hafa svo sannarlega fundið fyrir vanmati á störfum sínum um árabil, sem heyra vissulega fögur orð í sinn garð, en finna minna fyrir aðgerðunum. Í mínum huga er það einsýnt að forsætisráðherra og fjármálaráðherra nýti þessi tól sem þær hafa fengið í hendur og standi nú við stóru orðin um að bæta stöðu kvennastétta í eitt skipti fyrir öll. Boltinn er því núna hjá þessum tveimur konum. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Kjaramál Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
Stóra jafnréttismálið er launamunur kynjanna en meginástæða hans er hinn kynskipti vinnumarkaður og vanmat á störfum kvenna. Þetta kemur fram nýrri skýrslu Virðismat starfa sem aðgerðarhópur um launajafnrétti og jafnrétti á vinnumarkaði afhenti forsætisráðherra nýverið. Ráðherrann fagnaði vitaskuld vinnu hópsins og sagði nauðsynlegt næsta skref, til að útrýma þessum kynbundna launamun sem eftir stendur á vinnumarkaði, væri að fylgja tillögunum eftir sem fram koma í skýrslunni. Alltof lengi höfum við heyrt sambærilegar yfirlýsingar og erum orðin langþreytt eftir aðgerðunum. Nú eru kjarasamningar opinberra starfsmanna að losna. Um 70% í þeim hópi eru konur og nánast önnur hver þeirra sem er á vinnumarkaði vinnur hjá hinu opinbera. Kjaramálin eru jafnréttismál Fyrir tíu árum síðan var launamunur kynjanna á íslenskum vinnumarkaði um 18%. Launamunurinn hefur farið minnkandi síðustu ár en er þó enn um 10%. Fyrir konur sem hafa um 700.000 kr. laun á mánuði, þýðir 10% launamunur um 80.000 kr. á mánuði, eða 960.000 kr. á ári. Yfir starfsæfina nemur fjárhæðin yfir 47 m.kr. Þá eru ótalin áhrifin á lífeyrisgreiðslur og efnahagslega stöðu kvenna á efri árum. Launamunur kynjanna er því ekki aðeins tölfræðilegt viðfangsefni heldur er hann félags- og efnahagslegur veruleiki. Launamisréttið hefur þannig áhrif á lífsgæði og fjárhagslegt öryggi kvenna alla þeirra ævi. Forsætisráðherra hefur lengi talað fyrir auknu jafnrétti og í síðasta áramótaávarpi hennar sagði hún að markmið sitt væri að ná „fullu jafnrétti“ eftir sex ár. Fjármálaráðherra sagði einnig að „kynbundinn launamunur á ekki heima í íslensku samfélagi“. Nú hafa þessar tvær konur viðurkennt vandann opinberlega. Næst þarf að taka ákvarðanir. Konur í Nýja-Sjálandi og í Bretlandi hafa farið dómstólaleiðina til að ná fram fullu launajafnrétti. Hér á landi liggur beinast við þegar ráðherrar hafa viðurkennt launamisréttið að fara samningaleiðina og bæta starfskjör kvennastétta. Það er til dæmis hægt að gera með því að bæta stofnanasamninga á þeim kvennavinnustöðum sem heyra undir stjórnvöld. Forsætisráðherra og fjármálaráðherra geta komið þeim skilaboðum áleiðis að bæta í laun kvennastétta þar sem vissa er til staðar um að laun séu lægri hjá konum vegna vanmats á störfum þeirra. Efndir en ekki nefndir Að meta virði starfa er ákjósanleg leið sem hægt er að gera að reglu eftir næstu kjarasamninga. Jafnlaunastaðall er sömuleiðis sjálfsagður og að beita svokallaðri jafnvirðisnálgun eins og skýrslan talar um. En við þurfum varla fleiri starfsnefndir. Í skýrslunni kemur fram að stétt telst kvennastétt ef 60-65% stéttarinnar eru konur. Sjúkraliðar eru um 97% konur og hjúkrunarfræðingar eru með svipað hlutfall. Hvernig væri að byrja á kvennastéttum eins og þessum? Þetta eru álagstengdar heilbrigðisstéttir sem hafa svo sannarlega fundið fyrir vanmati á störfum sínum um árabil, sem heyra vissulega fögur orð í sinn garð, en finna minna fyrir aðgerðunum. Í mínum huga er það einsýnt að forsætisráðherra og fjármálaráðherra nýti þessi tól sem þær hafa fengið í hendur og standi nú við stóru orðin um að bæta stöðu kvennastétta í eitt skipti fyrir öll. Boltinn er því núna hjá þessum tveimur konum. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun