Býst við að fáir muni gista í bænum Oddur Ævar Gunnarsson og Telma Tómasson skrifa 19. febrúar 2024 14:56 Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur. Vísir/Einar Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir nýjar aðgengisreglur í bænum fyrst og fremst breyta miklu fyrir fyrirtækin. Hann býst ekki við að margir muni gista í bænum og brýnir fyrir íbúum að fara varlega. „Þetta getur breytt þó nokkuð miklu fyrir fyrirtæki í bænum sem hafa stíft óskað eftir því að fá að vera lengur heldur en hefur gefist hingað til,“ segir Fannar í samtali við fréttastofu. Eins og fram hefur komið hafa yfirvöld rýmkað aðgengisreglur að bænum. Íbúar fá að fara inn í bæinn á eigin ábyrgð allan sólarhringinn. Innviðir mjög laskaðir „Þannig þetta er kannski mesta breytingin fyrir fyrirtækin, ég á ekki von á því að íbúarnir fari að gista í bænum nema þá í algjörum undantekningartilvikum, enda eru innviðir mjög laskaðir. Það er til dæmis ekki komið kalt vatn á ennþá og heita vatnið heldur tæpt.“ Fannar segir fyrirtæki í bænum misháð vatnsveitu bæjarins. Sum þurfi hana ekki í eins miklum mæli í starfsemi sinni. Búist er við því að kalt vatn verði komið aftur í lag í bænum á miðvikudag. „Þannig að þetta er auðvitað bara mjög tæpt ástand hjá okkur. En sum fyrirtæki þurfa ekki á öðru vatni að halda en þau geta orðið sér úti um sjálf. Það er misjöfn staðan.“ Viðbragsaðilar verði til staðar Fannar segir gæslu verða til staðar á svæðinu. Lögregla verði þar með viðbúnað auk björgunarsveita og slökkviliðs. Hann ítrekar að um mjög varasamt svæði sé að ræða. „Þetta er auðvitað bara mjög varasamt svæði og ekki óhætt að vera á ferðinni utan gatna-og stígakerfisins og íbúum er það held ég alveg fullljóst og það verður að fara að öllu með gát.“ Þá segir Fannar að fyrirtæki bæjarins hafi komið sér upp öryggis- og viðvörunaráætlunum. Hann segist tæplega eiga von á því að margir íbúar muni snúa til baka til bæjarins. „Barnafólk mun örugglega ekki gera það. Það getur verið að pör og fólk sem býr eitt, að það fari heim en ég held það verði ekki mikið um það núna til að byrja með.“ Á von á góðri mætingu á íbúafund Íbúafundur Grindvíkinga fer fram í dag í Laugardalshöll klukkan 17:00. Þar mun Fannar meðal annars sitja fyrir svörum. „Ég held að bæði íbúar og ekki síður fyrirtækin fagni því að hafa rýmri tíma til þess að athafna sig í Grindavík en fundurinn á eftir, hann er gagnvirkt samtal milli bæjarstjórnar og íbúanna,“ segir Fannar. „Þar getur ýmislegt borið á góma og það verður reynt að svara þeim fyrirspurnum sem þar koma og ég bara vonast eftir góðri mætingu og góðum fundi þar sem ýmislegt verður upplýst eða útskýrt fyrir íbúum.“ Eru einhver tilmæli til íbúa sem þú vilt koma á framfæri? „Ég vil bara fyrst og fremst brýna fyrir fólki að fara gætilega heima í Grindavík og ég þykist nú vita að það séu allir íbúar meðvitaðir um það. Eins og ástandið er núna eru opin svæði ekki örugg og þess vegna þarf að fara að öllu með gát.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
„Þetta getur breytt þó nokkuð miklu fyrir fyrirtæki í bænum sem hafa stíft óskað eftir því að fá að vera lengur heldur en hefur gefist hingað til,“ segir Fannar í samtali við fréttastofu. Eins og fram hefur komið hafa yfirvöld rýmkað aðgengisreglur að bænum. Íbúar fá að fara inn í bæinn á eigin ábyrgð allan sólarhringinn. Innviðir mjög laskaðir „Þannig þetta er kannski mesta breytingin fyrir fyrirtækin, ég á ekki von á því að íbúarnir fari að gista í bænum nema þá í algjörum undantekningartilvikum, enda eru innviðir mjög laskaðir. Það er til dæmis ekki komið kalt vatn á ennþá og heita vatnið heldur tæpt.“ Fannar segir fyrirtæki í bænum misháð vatnsveitu bæjarins. Sum þurfi hana ekki í eins miklum mæli í starfsemi sinni. Búist er við því að kalt vatn verði komið aftur í lag í bænum á miðvikudag. „Þannig að þetta er auðvitað bara mjög tæpt ástand hjá okkur. En sum fyrirtæki þurfa ekki á öðru vatni að halda en þau geta orðið sér úti um sjálf. Það er misjöfn staðan.“ Viðbragsaðilar verði til staðar Fannar segir gæslu verða til staðar á svæðinu. Lögregla verði þar með viðbúnað auk björgunarsveita og slökkviliðs. Hann ítrekar að um mjög varasamt svæði sé að ræða. „Þetta er auðvitað bara mjög varasamt svæði og ekki óhætt að vera á ferðinni utan gatna-og stígakerfisins og íbúum er það held ég alveg fullljóst og það verður að fara að öllu með gát.“ Þá segir Fannar að fyrirtæki bæjarins hafi komið sér upp öryggis- og viðvörunaráætlunum. Hann segist tæplega eiga von á því að margir íbúar muni snúa til baka til bæjarins. „Barnafólk mun örugglega ekki gera það. Það getur verið að pör og fólk sem býr eitt, að það fari heim en ég held það verði ekki mikið um það núna til að byrja með.“ Á von á góðri mætingu á íbúafund Íbúafundur Grindvíkinga fer fram í dag í Laugardalshöll klukkan 17:00. Þar mun Fannar meðal annars sitja fyrir svörum. „Ég held að bæði íbúar og ekki síður fyrirtækin fagni því að hafa rýmri tíma til þess að athafna sig í Grindavík en fundurinn á eftir, hann er gagnvirkt samtal milli bæjarstjórnar og íbúanna,“ segir Fannar. „Þar getur ýmislegt borið á góma og það verður reynt að svara þeim fyrirspurnum sem þar koma og ég bara vonast eftir góðri mætingu og góðum fundi þar sem ýmislegt verður upplýst eða útskýrt fyrir íbúum.“ Eru einhver tilmæli til íbúa sem þú vilt koma á framfæri? „Ég vil bara fyrst og fremst brýna fyrir fólki að fara gætilega heima í Grindavík og ég þykist nú vita að það séu allir íbúar meðvitaðir um það. Eins og ástandið er núna eru opin svæði ekki örugg og þess vegna þarf að fara að öllu með gát.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira