Ekki tilbúin að sleppa taki af Kolaportinu Bjarki Sigurðsson skrifar 21. febrúar 2024 06:01 Einar Þorsteinsson borgarstjóri fyrir utan Kolaportið. Vísir/Sigurjón Unnið er að því að finna nýja staðsetningu fyrir starfsemi Kolaportsins. Listaháskólinn flytur brátt í núverandi húsnæði þess en borgin er ekki tilbúin að sleppa taki af eina markaðstorgi miðbæjarins. Kolaportið hefur verið rekið hér á neðstu hæð Tollhússins í tuttugu ár. Nú er komið að tímamótum og það þarf að finna annað húsnæði fyrir starfsemina. Fyrir tæpum tveimur árum var ákveðið að öll starfsemi Listaháskóla Íslands yrði sameinuð í Tollhúsinu við Tryggvagötu í Reykjavík og að Kolaportið þyrfti að víkja. Borgarstjórn vill ekki að með þessu hverfi eini almenningsmarkaður Miðbæjarins. Málið hefur verið til skoðunar innan borgarinnar um nokkurt skeið og hafa sex staðsetningar verið skoðaðar sérstaklega. Sú staðsetning sem borginni líst best á er Miðbakkinn við Reykjavíkurhöfn, beint á móti Tollhúsinu. Leita að réttum rekstraraðila Nú verður hins vegar framkvæmd markaðskönnun til að finna nýjan stað og nýja rekstraraðila fyrir markaðstorg. Að sögn Einars Þorsteinssonar borgarstjóra verða rekstraraðilar að taka mið af breyttu landslagi. „Hluti þessarar verslunar hefur færst annað. Fyrst fór það á netið, verslanir með notuð föt. Svo hafa sprottið upp þessar búðir, Barnaloppan og alls konar loppubúðir. Þetta er svona aðeins að gerjast en ég held að það sé gott að byrja með autt blað en sýn á það að við viljum hafa markað í Reykjavík,“ segir Einar. Kolaportið hefur verið rekið í Tollhúsinu síðastliðin tuttugu ár.Vísir/Sigurjón Kjörinn í borgarstjórn í Kolaportinu Og Kolaportið á sér sinn stað í hjarta Einars, til að mynda fór kosningavaka Framsóknarflokksins þar fram þegar Einar var kjörinn inn í borgarstjórn fyrir tveimur árum síðan. „Mér hefur alltaf þótt gaman að fara í Kolaportið. Það er ákveðin stemning og gaman að skoða. Stundum kaupa, kaupa harðfisk og svona,“ segir Einar. Hér fyrir neðan má sjá klippu af ræðu Einars frá kosningavöku Framsóknarflokksins árið 2022. Klippa: Sigurreifur Einar heldur ræðu á kosningavöku Framsóknar Reykjavík Verslun Borgarstjórn Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Kolaportið hefur verið rekið hér á neðstu hæð Tollhússins í tuttugu ár. Nú er komið að tímamótum og það þarf að finna annað húsnæði fyrir starfsemina. Fyrir tæpum tveimur árum var ákveðið að öll starfsemi Listaháskóla Íslands yrði sameinuð í Tollhúsinu við Tryggvagötu í Reykjavík og að Kolaportið þyrfti að víkja. Borgarstjórn vill ekki að með þessu hverfi eini almenningsmarkaður Miðbæjarins. Málið hefur verið til skoðunar innan borgarinnar um nokkurt skeið og hafa sex staðsetningar verið skoðaðar sérstaklega. Sú staðsetning sem borginni líst best á er Miðbakkinn við Reykjavíkurhöfn, beint á móti Tollhúsinu. Leita að réttum rekstraraðila Nú verður hins vegar framkvæmd markaðskönnun til að finna nýjan stað og nýja rekstraraðila fyrir markaðstorg. Að sögn Einars Þorsteinssonar borgarstjóra verða rekstraraðilar að taka mið af breyttu landslagi. „Hluti þessarar verslunar hefur færst annað. Fyrst fór það á netið, verslanir með notuð föt. Svo hafa sprottið upp þessar búðir, Barnaloppan og alls konar loppubúðir. Þetta er svona aðeins að gerjast en ég held að það sé gott að byrja með autt blað en sýn á það að við viljum hafa markað í Reykjavík,“ segir Einar. Kolaportið hefur verið rekið í Tollhúsinu síðastliðin tuttugu ár.Vísir/Sigurjón Kjörinn í borgarstjórn í Kolaportinu Og Kolaportið á sér sinn stað í hjarta Einars, til að mynda fór kosningavaka Framsóknarflokksins þar fram þegar Einar var kjörinn inn í borgarstjórn fyrir tveimur árum síðan. „Mér hefur alltaf þótt gaman að fara í Kolaportið. Það er ákveðin stemning og gaman að skoða. Stundum kaupa, kaupa harðfisk og svona,“ segir Einar. Hér fyrir neðan má sjá klippu af ræðu Einars frá kosningavöku Framsóknarflokksins árið 2022. Klippa: Sigurreifur Einar heldur ræðu á kosningavöku Framsóknar
Reykjavík Verslun Borgarstjórn Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira