Áhyggjuraddir og spurningaflóð á hitafundi um Grindavík Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. febrúar 2024 19:48 Fjölmargar spurningar voru bornar fram á íbúafundi fyrir Grindvíkinga í dag, sumar þeirra voru ansi beittar. Vísir/Steingrímur Dúi „Ég er búin að sakna þess að þið upplýsið mig sem íbúa og fyrirtækjaeiganda um stöðuna í sveitarfélaginu og ég óska eftir því að frá og með deginum í dag verði þar breyting á.“ Þetta sagði einn af fyrirtækjaeigendum í Grindavík á íbúafundi í Laugardalshöll með fulltrúum allra flokka í bæjarstjórn. Íbúi þessi rekur fyrirtæki í Grindavík og fannst ástæða til þess að brýna bæjarfulltrúa til góðra verka því viðkomandi sagðist hafa saknað bæjarstjórnarinnar á þessum hamfaratímum og fannst fulltrúar hennar þurfa að standa sig betur í að berjast fyrir hagsmunum fyrirtækjaeigenda í Grindavík. Upp úr hádegi í dag dró til tíðinda þegar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákvað að íbúar og starfsfólk Grindavíkur mættu frá og með morgundegi dvelja og starfa í bænum allan sólarhringinn. Í tilkynningu frá lögreglustjóranum sagðist hann hins vegar ekki mæla með því fyrir íbúa að gista í Grindavík og að bærinn væri ekki staður fyrir börn. Innviðir væru í lamasessi og hætturnar leyndust enn víða því sprungur geta opnast með litlum eða engum fyrirvara. Þau sem ætli sér að fara inn í bæinn geri það á eigin ábyrgð. Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkurbæjar, sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 að dagurinn í dag væri lyftistöng fyrir bæjarfélagið. „Að menn fái að athafna sig og huga að sínum eignum,“ sagði Hjálmar sem bætti við að enn þyki mögulegt að starfa í stórum hluta bæjarins. Hann sjálfur hyggst þó ekki gista í Grindavík næstu nætur. „Nei, ég ætla ekki að gista í Grindavík næstu nætur. Við erum svo sem ekki með kalt vatn en eflaust gera það einhverjir en það er enn svolítið að innviðum okkar, bæði heitt og kalt vatn. Eflaust ætla einhverjir að gista en ég ætla ekki að gera það,“ sagði Hjálmar. Fulltrúar allra flokka sem eiga sæti í bæjarstjórn sátu fyrir svörum á íbúafundi í Laugardalshöll.Vísir/Steingrímur Dúi Þrátt fyrir að nú sé aukið aðgengi að bænum þá mátti á fundinum víða sjá áhyggjufull andlit. Íbúar sögðu að þeir hefðu ekki þær forsendur sem þeir þyrftu að hafa til að byggja afdrifaríkar ákvarðanir um líf sitt á eins og hvort þeir ættu að selja heimili sín eða flytja fyrirtækin sín úr bænum og fannst vanta skýrari svör. Þá fannst mörgum sá frestur sem íbúar hafa til að taka umræddar ákvarðanir vera of naumur. Nokkrir Grindvíkingar létu í ljós áhyggjur sínar af framtíð bæjarins og spurðu hvort hann myndi yfir höfuð lifa af ef mikill fjöldi bæjarbúa færði lögheimili yfir á önnur bæjarfélög. Mörgum var heitt í hamsi á fundinum og fjölmargar spurningar brunnu á íbúunum, sér í lagi í seinni hluta fundarins og ljóst er að mikil þörf var fyrir upplýsingafund fyrir íbúanna. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Við náttúrulega hvorki pissum né kúkum“ Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar segir að byrjað verið að hleypa köldu vatni á bæinn í áföngum á miðvikudag. Hann segir mikilvægt að vandað verði til verka til þess að koma í veg fyrir tjón á mannvirkjum. 19. febrúar 2024 19:27 Íbúafundur Grindvíkinga í Laugardalshöll Íbúafundur Grindvíkinga fer fram í dag og mun standa yfir frá klukkan fimm til klukkan sjö í kvöld. 19. febrúar 2024 16:44 Grindvíkingar fá aðgengi allan sólarhringinn Grindvíkingar og þeir sem starfa í bænum fá aðgengi að honum allan sólarhringinn. Þetta er ákvörðun Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjórans á Suðurnesjum. 19. febrúar 2024 12:27 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Þetta sagði einn af fyrirtækjaeigendum í Grindavík á íbúafundi í Laugardalshöll með fulltrúum allra flokka í bæjarstjórn. Íbúi þessi rekur fyrirtæki í Grindavík og fannst ástæða til þess að brýna bæjarfulltrúa til góðra verka því viðkomandi sagðist hafa saknað bæjarstjórnarinnar á þessum hamfaratímum og fannst fulltrúar hennar þurfa að standa sig betur í að berjast fyrir hagsmunum fyrirtækjaeigenda í Grindavík. Upp úr hádegi í dag dró til tíðinda þegar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákvað að íbúar og starfsfólk Grindavíkur mættu frá og með morgundegi dvelja og starfa í bænum allan sólarhringinn. Í tilkynningu frá lögreglustjóranum sagðist hann hins vegar ekki mæla með því fyrir íbúa að gista í Grindavík og að bærinn væri ekki staður fyrir börn. Innviðir væru í lamasessi og hætturnar leyndust enn víða því sprungur geta opnast með litlum eða engum fyrirvara. Þau sem ætli sér að fara inn í bæinn geri það á eigin ábyrgð. Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkurbæjar, sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 að dagurinn í dag væri lyftistöng fyrir bæjarfélagið. „Að menn fái að athafna sig og huga að sínum eignum,“ sagði Hjálmar sem bætti við að enn þyki mögulegt að starfa í stórum hluta bæjarins. Hann sjálfur hyggst þó ekki gista í Grindavík næstu nætur. „Nei, ég ætla ekki að gista í Grindavík næstu nætur. Við erum svo sem ekki með kalt vatn en eflaust gera það einhverjir en það er enn svolítið að innviðum okkar, bæði heitt og kalt vatn. Eflaust ætla einhverjir að gista en ég ætla ekki að gera það,“ sagði Hjálmar. Fulltrúar allra flokka sem eiga sæti í bæjarstjórn sátu fyrir svörum á íbúafundi í Laugardalshöll.Vísir/Steingrímur Dúi Þrátt fyrir að nú sé aukið aðgengi að bænum þá mátti á fundinum víða sjá áhyggjufull andlit. Íbúar sögðu að þeir hefðu ekki þær forsendur sem þeir þyrftu að hafa til að byggja afdrifaríkar ákvarðanir um líf sitt á eins og hvort þeir ættu að selja heimili sín eða flytja fyrirtækin sín úr bænum og fannst vanta skýrari svör. Þá fannst mörgum sá frestur sem íbúar hafa til að taka umræddar ákvarðanir vera of naumur. Nokkrir Grindvíkingar létu í ljós áhyggjur sínar af framtíð bæjarins og spurðu hvort hann myndi yfir höfuð lifa af ef mikill fjöldi bæjarbúa færði lögheimili yfir á önnur bæjarfélög. Mörgum var heitt í hamsi á fundinum og fjölmargar spurningar brunnu á íbúunum, sér í lagi í seinni hluta fundarins og ljóst er að mikil þörf var fyrir upplýsingafund fyrir íbúanna.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Við náttúrulega hvorki pissum né kúkum“ Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar segir að byrjað verið að hleypa köldu vatni á bæinn í áföngum á miðvikudag. Hann segir mikilvægt að vandað verði til verka til þess að koma í veg fyrir tjón á mannvirkjum. 19. febrúar 2024 19:27 Íbúafundur Grindvíkinga í Laugardalshöll Íbúafundur Grindvíkinga fer fram í dag og mun standa yfir frá klukkan fimm til klukkan sjö í kvöld. 19. febrúar 2024 16:44 Grindvíkingar fá aðgengi allan sólarhringinn Grindvíkingar og þeir sem starfa í bænum fá aðgengi að honum allan sólarhringinn. Þetta er ákvörðun Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjórans á Suðurnesjum. 19. febrúar 2024 12:27 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
„Við náttúrulega hvorki pissum né kúkum“ Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar segir að byrjað verið að hleypa köldu vatni á bæinn í áföngum á miðvikudag. Hann segir mikilvægt að vandað verði til verka til þess að koma í veg fyrir tjón á mannvirkjum. 19. febrúar 2024 19:27
Íbúafundur Grindvíkinga í Laugardalshöll Íbúafundur Grindvíkinga fer fram í dag og mun standa yfir frá klukkan fimm til klukkan sjö í kvöld. 19. febrúar 2024 16:44
Grindvíkingar fá aðgengi allan sólarhringinn Grindvíkingar og þeir sem starfa í bænum fá aðgengi að honum allan sólarhringinn. Þetta er ákvörðun Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjórans á Suðurnesjum. 19. febrúar 2024 12:27