„Þurfum að þora og þora að vera til“ Siggeir Ævarsson skrifar 20. febrúar 2024 20:49 Ingvar hafði ástæðu til að fagna í kvöld Vísir/Anton Brink Haukar glímdu við þriðja Suðurnesjaliðið í kvöld þegar liðið tók á móti Njarðvík í miklum spennuleik. Öfugt við síðustu tvo leiki þá kláruðu Haukar þennan jafna leik að lokum, lokatölur á Ásvöllum 88-78. Njarðvík jafnaði leikinn í stöðunni 72-72 og virtust Haukar þá mögulega hreinlega ætla að kasta leiknum frá sér. Ingvar Guðjónsson, þjálfari Hauka, viðurkenndi fúslega að síðustu tveir leikir hefðu verið fast á bakið eyrað á þeim tímapunkti. „Að sjálfsögðu, ég væri að ljúga ef ég myndi segja að ég hafi verið rólegur. Við sýndum karakter. Við erum búin að tala um þetta núna alla vikuna og síðustu vikur, að við þurfum að þora og þora að vera til. Láta finna fyrir okkur og klára þessa leiki. Hvernig þær svöruðu því að þær hafi jafnað hér í lokin var frábært.“ Miðað við hvernig leikurinn spilaðist og síðustu tveir leikir spiluðust, þá hefði það sennilega komið fáum á óvart ef þessi hefði þróast á sama veg. „Það hefði bara verið mjög eðlilegt að brotna í rauninni enn og aftur og kasta frá okkur tækifæri til að sigra leik í enn eitt skiptið. En eins og ég segi, þær sýndu mikinn karakter og kláruðu leikinn virkilega sterkt og ég er ánægður með það.“ Liðsframmistaða í vörn og sókn Aðspurður hvað það hefði verið sem skóp sigurinn fyrir utan mikinn karakter nefndi Ingvar liðsframmistöðuna þar sem allir hefðu lagt sig fram á báðum endum vallarins. „Mér fannst við fá framlag frá öllum, sama hvort það var varnar- eða sóknarlega. Allar sem komu inn á voru að leggja sig fram. Margar að leggja í púkkið sóknarlega þó þær hafi kannski ekki verið að skora mikið en voru að setja nokkur stig og stór stig. Varnarlega vorum við heilt yfir bara nokkuð góður en áttum að vísu í töluverðum vandræðum með Selenu. Sóknarfráköstin, ég hefði viljað gera betur þar og stíga betur út klára fráköstin. En bara frábær liðsframmistaða.“ Liðið stóð sig sannarlega vel en það var þó einn leikmaður sem stóð framar öðrum, Tinna Guðrún Alexendarsdóttir, sem skoraði körfur í öllum regnbogans litum og setti sex þrista í aðeins átta tilraunum. „Ég meina þetta getur hún. Seinustu fimm mínúturnar var kannski aðeins farið að draga af henni, hún fékk enga hvíld í seinni hálfleiknum. Hún var einhvern veginn þannig stemmd að við fundum ekki alveg mómentið til að gefa henni hvíld þannig að við reyndum að mjólka hana meðan við gátum. Hún spilaði frábærlega í kvöld.“ Tinna Guðrún Alexandersdóttir var að öðrum ólöstuðu besti leikmaður Hauka í kvöld með 28 stig (6/8 í þristum) og níu fráköst.Vísir/Anton Brink Þessi frammistaða hér í kvöld hlýtur að vera eitthvað sem liðið getur byggt ofan á fyrir framhaldið? „Algjörlega. Við erum búin að vera að byggja ofan á síðustu leiki. Frammistaðan hefur verið að verða betri og betri og það að klára loksins svona jafnan leik núna það gefur okkur vonandi ennþá meira sjálfstraust.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira
Njarðvík jafnaði leikinn í stöðunni 72-72 og virtust Haukar þá mögulega hreinlega ætla að kasta leiknum frá sér. Ingvar Guðjónsson, þjálfari Hauka, viðurkenndi fúslega að síðustu tveir leikir hefðu verið fast á bakið eyrað á þeim tímapunkti. „Að sjálfsögðu, ég væri að ljúga ef ég myndi segja að ég hafi verið rólegur. Við sýndum karakter. Við erum búin að tala um þetta núna alla vikuna og síðustu vikur, að við þurfum að þora og þora að vera til. Láta finna fyrir okkur og klára þessa leiki. Hvernig þær svöruðu því að þær hafi jafnað hér í lokin var frábært.“ Miðað við hvernig leikurinn spilaðist og síðustu tveir leikir spiluðust, þá hefði það sennilega komið fáum á óvart ef þessi hefði þróast á sama veg. „Það hefði bara verið mjög eðlilegt að brotna í rauninni enn og aftur og kasta frá okkur tækifæri til að sigra leik í enn eitt skiptið. En eins og ég segi, þær sýndu mikinn karakter og kláruðu leikinn virkilega sterkt og ég er ánægður með það.“ Liðsframmistaða í vörn og sókn Aðspurður hvað það hefði verið sem skóp sigurinn fyrir utan mikinn karakter nefndi Ingvar liðsframmistöðuna þar sem allir hefðu lagt sig fram á báðum endum vallarins. „Mér fannst við fá framlag frá öllum, sama hvort það var varnar- eða sóknarlega. Allar sem komu inn á voru að leggja sig fram. Margar að leggja í púkkið sóknarlega þó þær hafi kannski ekki verið að skora mikið en voru að setja nokkur stig og stór stig. Varnarlega vorum við heilt yfir bara nokkuð góður en áttum að vísu í töluverðum vandræðum með Selenu. Sóknarfráköstin, ég hefði viljað gera betur þar og stíga betur út klára fráköstin. En bara frábær liðsframmistaða.“ Liðið stóð sig sannarlega vel en það var þó einn leikmaður sem stóð framar öðrum, Tinna Guðrún Alexendarsdóttir, sem skoraði körfur í öllum regnbogans litum og setti sex þrista í aðeins átta tilraunum. „Ég meina þetta getur hún. Seinustu fimm mínúturnar var kannski aðeins farið að draga af henni, hún fékk enga hvíld í seinni hálfleiknum. Hún var einhvern veginn þannig stemmd að við fundum ekki alveg mómentið til að gefa henni hvíld þannig að við reyndum að mjólka hana meðan við gátum. Hún spilaði frábærlega í kvöld.“ Tinna Guðrún Alexandersdóttir var að öðrum ólöstuðu besti leikmaður Hauka í kvöld með 28 stig (6/8 í þristum) og níu fráköst.Vísir/Anton Brink Þessi frammistaða hér í kvöld hlýtur að vera eitthvað sem liðið getur byggt ofan á fyrir framhaldið? „Algjörlega. Við erum búin að vera að byggja ofan á síðustu leiki. Frammistaðan hefur verið að verða betri og betri og það að klára loksins svona jafnan leik núna það gefur okkur vonandi ennþá meira sjálfstraust.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira