Orkumál - samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 21. febrúar 2024 10:31 Nú um stundir birtist orkan í iðrum jarðar okkur sem eyðingarafl sem ógnar framtíðarbúsetu í Grindavík og ef til vill víðar. Þessi sama orka er hins vegar ein helsta forsenda þess samfélags sem við höfum sameinast um að halda uppi. Án hitaveitu og rafmagns væri enginn nútími í þessu fallega en oft erfiða landi okkar. Þessi frumskilyrði þjóðlífsins geyma þannig ómetanleg verðmæti. Og hvarvetna sem verðmæti er að finna er ágirndin jafnan skammt undan. Nú stendur samfélagið frammi fyrir því að verja þessi verðmæti til framtíðar, almenningi til heilla. Frá því ég tók við embætti forseta Alþýðusambands Íslands hef ég vakið máls á því að samfélag okkar standi á krossgötum. Það á við um margvíslega grunnþjónustu sem í raun varðar samband borgaranna og ríkisvaldsins. Nú er svo komið að ríkið virðist ekki ráða við að starfrækja mörg þeirra kerfa sem samfélagið treystir á. Almenningur heldur uppi kerfum þessum með framlagi sínu til samneyslunnar og þegar ríkisvaldið reynist ekki fært um að standa við sinn hluta sáttmálans og þær tryggingar sem honum fylgja er hætta á ferð. Biðlista í heilbrigðiskerfinu þekkja allir, gamalt fólk sætir hreppaflutningi sökum skorts á hjúkrunarrýmum og vandséð er að samfélag, sem ekki er fært um að halda uppi réttarvörslukerfi með þeim afleiðingum að dómar vegna alvarlegra afbrota fyrnast og fullnusta refsinga fer ekki fram, sé á réttri leið. Einkavædd vindorka Ég tel sýnt að þjóðin standi einnig á krossgötum hvað auðlindir og orkumál varðar; rafmagn, kalt vatn, vind og jarðvarma. Reynist íslenskir stjórnmálamenn ekki færir um að vernda almannahagsmuni verða gríðarleg verðmæti afhent útvöldum en eftir stendur þá þjóðin, hlunnfarin eina ferðina enn. Nærtækt er að horfa til þeirrar einkavæðingar sem fram hefur farið hér á landi á sviði framleiðslu og smásölu raforku í samræmi við tilskipanir Evrópusambandsins (ESB). Nú stendur til að taka næsta skref á braut þeirrar einkavæðingar með nýtingu vindorku. Í fyrirliggjandi frumvarpi um þetta stórmál er ekkert að finna um hvernig ráðstafa eigi arði af þessari auðlind til þjóðarinnar. Ég hef í fyrri grein (Vindorka í þágu hverra?) bent á að greinilega sé stefnt að því að koma hér á sams konar stjórnsýslulegum óskapnaði og tókst að innleiða varðandi sjókvíaeldi. Landið undir risastóru vindmyllurnar verður hins vegar afar verðmætt og þau fyrirtæki sem framleiða þessa orku munu hafa sjálfdæmi um að ráðstafa henni. Þannig verða stigin frekari skref í átt að „markaðsumhverfi” líku því sem þekkist á meginlandi Evrópu þó svo að aðstæður hér á eyju í norðurhöfum séu allt aðrar en þar. Horfið orkuöryggi Vaxandi ásókn í auðlindir þjóðarinnar hlýtur í þessu ljósi að vera áhyggjuefni sem kallar á einarða varðstöðu um almannahag. Hér er ástæða til að staldra við stóraukna spurn eftir raforku í landinu og þá staðreynd að Landsvirkjun ber ekki lengur ábyrgð á orkuöryggi heimila og minni fyrirtækja. Þau öryggismál eru í höndum stjórnmálamanna og verða einungis tryggð með lögum. Með öðrum orðum ógnar vaxandi eftirspurn raforkuöryggi heimila og smærri fyrirtækja á allra næstu árum og engin kerfislæg trygging er fyrir því að stórnotendur gangi ekki fyrir um raforku á kostnað þeirra. Eftir uppgjöf í desember er nú boðuð önnur atlaga á Alþingi að frumvarpi um orkulög til að bregðast við þessari fráleitu stöðu. Verður fróðlegt að fylgjast með þeirri umræðu og hvort þingheimur hafi burði til að leiða málið til farsælla lykta. Sú staðreynd að frumvarpið er talið nauðsynlegt vegna yfirvofandi neyðarástands er tæpast til marks um framsýni og samfélagsvitund. Félagsleg gæði afhent einkaframtakinu Vandséð er að sú einkavæðing sem þegar hefur farið fram á sviði orkumála hafi komið þjóðinni til góða og er nærtækt að horfa til Suðurnesja í því efni. Nú þegar ákveðið hefur verið að halda áfram á þeirri glötunarbraut með vindorkufrumvarpi er mikilvægt að almenningur geri sér ljóst að stefna stjórnvalda er ekki sú að þjóðin njóti afraksturs af auðlindinni. Um leið munu fyrirtæki sem framleiða þessa orku hafa það markmið eitt að hámarka gróða sinn. Vindorkan mun að óbreyttu ekki auka raforkuöryggi eða halda aftur af verðhækkunum til almennings og minni fyrirtækja. Stærðarhagkvæmni á einkamarkaði mun ráða ferð og stórnotendur ganga fyrir. Komi ekki til pólitískra inngripa verða almannahagsmunir fyrir borð bornir. Þau gæði sem þjóðin hefur notið til þessa í formi fremur ódýrrar og öruggrar orku munu heyra sögunni til. Missum ekki sjónar á því grundvallaratriði að stefnan er sú að einkaaðilar taki yfir þau félagslegu gæði sem eru forsenda lífs þjóðarinnar í landinu. „Snjall-mælarnir” sem skrá orkunotkun okkar eru lykilatriði í að unnt sé að selja þessi gæði samkvæmt lögmálum markaðarins. Á meginlandi Evrópu stundar fólk stórþvotta og sturtuböð að næturlagi þegar orkuverð er lægra en ella. Nú eru teknar að birtast auglýsingar hér á landi þar sem athygli er vakin á þeim dásemdum sparnaðar sem standa raforkunotendum til boða leggist þeir í slíkt næturbrölt. Er sjálfgefið að markaðsöflin stýri atferli okkar? „Arðsemiskrafan” og lífsgæðin Landið undir fótum okkar mun ekki einungis margfaldast í verði sökum vindmylluvæðingar. Kalda vatnið sem það geymir mun einnig aukast að verðmæti eftir því sem ásókn í það eykst m.a. sökum landkvíaeldis þar sem fyrir liggja áform á geigvænlegum kvarða. Skipuleg uppkaup fjármagnsafla á landi munu stóraukast. „Arðsemiskrafan” mun hljóma sem aldrei fyrr. Er hún líkleg til að bæta lífið í landinu? Allt ber að sama brunni; samfélag okkar stendur á krossgötum. Munu íslenskir stjórnmálamenn reynast þess megnugir að standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar eða bíður hennar lífskjaraskerðing sökum fálætis þeirra? Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson Orkumál Vindorka Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Sjá meira
Nú um stundir birtist orkan í iðrum jarðar okkur sem eyðingarafl sem ógnar framtíðarbúsetu í Grindavík og ef til vill víðar. Þessi sama orka er hins vegar ein helsta forsenda þess samfélags sem við höfum sameinast um að halda uppi. Án hitaveitu og rafmagns væri enginn nútími í þessu fallega en oft erfiða landi okkar. Þessi frumskilyrði þjóðlífsins geyma þannig ómetanleg verðmæti. Og hvarvetna sem verðmæti er að finna er ágirndin jafnan skammt undan. Nú stendur samfélagið frammi fyrir því að verja þessi verðmæti til framtíðar, almenningi til heilla. Frá því ég tók við embætti forseta Alþýðusambands Íslands hef ég vakið máls á því að samfélag okkar standi á krossgötum. Það á við um margvíslega grunnþjónustu sem í raun varðar samband borgaranna og ríkisvaldsins. Nú er svo komið að ríkið virðist ekki ráða við að starfrækja mörg þeirra kerfa sem samfélagið treystir á. Almenningur heldur uppi kerfum þessum með framlagi sínu til samneyslunnar og þegar ríkisvaldið reynist ekki fært um að standa við sinn hluta sáttmálans og þær tryggingar sem honum fylgja er hætta á ferð. Biðlista í heilbrigðiskerfinu þekkja allir, gamalt fólk sætir hreppaflutningi sökum skorts á hjúkrunarrýmum og vandséð er að samfélag, sem ekki er fært um að halda uppi réttarvörslukerfi með þeim afleiðingum að dómar vegna alvarlegra afbrota fyrnast og fullnusta refsinga fer ekki fram, sé á réttri leið. Einkavædd vindorka Ég tel sýnt að þjóðin standi einnig á krossgötum hvað auðlindir og orkumál varðar; rafmagn, kalt vatn, vind og jarðvarma. Reynist íslenskir stjórnmálamenn ekki færir um að vernda almannahagsmuni verða gríðarleg verðmæti afhent útvöldum en eftir stendur þá þjóðin, hlunnfarin eina ferðina enn. Nærtækt er að horfa til þeirrar einkavæðingar sem fram hefur farið hér á landi á sviði framleiðslu og smásölu raforku í samræmi við tilskipanir Evrópusambandsins (ESB). Nú stendur til að taka næsta skref á braut þeirrar einkavæðingar með nýtingu vindorku. Í fyrirliggjandi frumvarpi um þetta stórmál er ekkert að finna um hvernig ráðstafa eigi arði af þessari auðlind til þjóðarinnar. Ég hef í fyrri grein (Vindorka í þágu hverra?) bent á að greinilega sé stefnt að því að koma hér á sams konar stjórnsýslulegum óskapnaði og tókst að innleiða varðandi sjókvíaeldi. Landið undir risastóru vindmyllurnar verður hins vegar afar verðmætt og þau fyrirtæki sem framleiða þessa orku munu hafa sjálfdæmi um að ráðstafa henni. Þannig verða stigin frekari skref í átt að „markaðsumhverfi” líku því sem þekkist á meginlandi Evrópu þó svo að aðstæður hér á eyju í norðurhöfum séu allt aðrar en þar. Horfið orkuöryggi Vaxandi ásókn í auðlindir þjóðarinnar hlýtur í þessu ljósi að vera áhyggjuefni sem kallar á einarða varðstöðu um almannahag. Hér er ástæða til að staldra við stóraukna spurn eftir raforku í landinu og þá staðreynd að Landsvirkjun ber ekki lengur ábyrgð á orkuöryggi heimila og minni fyrirtækja. Þau öryggismál eru í höndum stjórnmálamanna og verða einungis tryggð með lögum. Með öðrum orðum ógnar vaxandi eftirspurn raforkuöryggi heimila og smærri fyrirtækja á allra næstu árum og engin kerfislæg trygging er fyrir því að stórnotendur gangi ekki fyrir um raforku á kostnað þeirra. Eftir uppgjöf í desember er nú boðuð önnur atlaga á Alþingi að frumvarpi um orkulög til að bregðast við þessari fráleitu stöðu. Verður fróðlegt að fylgjast með þeirri umræðu og hvort þingheimur hafi burði til að leiða málið til farsælla lykta. Sú staðreynd að frumvarpið er talið nauðsynlegt vegna yfirvofandi neyðarástands er tæpast til marks um framsýni og samfélagsvitund. Félagsleg gæði afhent einkaframtakinu Vandséð er að sú einkavæðing sem þegar hefur farið fram á sviði orkumála hafi komið þjóðinni til góða og er nærtækt að horfa til Suðurnesja í því efni. Nú þegar ákveðið hefur verið að halda áfram á þeirri glötunarbraut með vindorkufrumvarpi er mikilvægt að almenningur geri sér ljóst að stefna stjórnvalda er ekki sú að þjóðin njóti afraksturs af auðlindinni. Um leið munu fyrirtæki sem framleiða þessa orku hafa það markmið eitt að hámarka gróða sinn. Vindorkan mun að óbreyttu ekki auka raforkuöryggi eða halda aftur af verðhækkunum til almennings og minni fyrirtækja. Stærðarhagkvæmni á einkamarkaði mun ráða ferð og stórnotendur ganga fyrir. Komi ekki til pólitískra inngripa verða almannahagsmunir fyrir borð bornir. Þau gæði sem þjóðin hefur notið til þessa í formi fremur ódýrrar og öruggrar orku munu heyra sögunni til. Missum ekki sjónar á því grundvallaratriði að stefnan er sú að einkaaðilar taki yfir þau félagslegu gæði sem eru forsenda lífs þjóðarinnar í landinu. „Snjall-mælarnir” sem skrá orkunotkun okkar eru lykilatriði í að unnt sé að selja þessi gæði samkvæmt lögmálum markaðarins. Á meginlandi Evrópu stundar fólk stórþvotta og sturtuböð að næturlagi þegar orkuverð er lægra en ella. Nú eru teknar að birtast auglýsingar hér á landi þar sem athygli er vakin á þeim dásemdum sparnaðar sem standa raforkunotendum til boða leggist þeir í slíkt næturbrölt. Er sjálfgefið að markaðsöflin stýri atferli okkar? „Arðsemiskrafan” og lífsgæðin Landið undir fótum okkar mun ekki einungis margfaldast í verði sökum vindmylluvæðingar. Kalda vatnið sem það geymir mun einnig aukast að verðmæti eftir því sem ásókn í það eykst m.a. sökum landkvíaeldis þar sem fyrir liggja áform á geigvænlegum kvarða. Skipuleg uppkaup fjármagnsafla á landi munu stóraukast. „Arðsemiskrafan” mun hljóma sem aldrei fyrr. Er hún líkleg til að bæta lífið í landinu? Allt ber að sama brunni; samfélag okkar stendur á krossgötum. Munu íslenskir stjórnmálamenn reynast þess megnugir að standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar eða bíður hennar lífskjaraskerðing sökum fálætis þeirra? Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar