Vildi einn lækka stýrivexti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. febrúar 2024 18:36 Gunnar Jakobsson er varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika. Vísir/Vilhelm Ekki voru allir meðlimir peningastefnunefnda Seðlabankans sammála um næstu skref á síðasta fundi nefndarinnar. Varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika vildi lækka stýrivexti. Þetta kemur fram í fundargerð peningastefnunefndar frá 5.-6. febrúar sem birt var í dag. Þar kemur fram að allir nefndarmenn, nema einn, hafi greitt atkvæði með tillögu Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra um að halda vöxtum bankans óbreyttum, en meginvextir bankans standa í 9,25 prósentum. Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, greiddi hins vegar atkvæði gegn tillögunni. Hann vildi lækka vexti um 0,25 prósentur. „Taldi hann að nýjustu gögn sýndu að aðhald peningastefnunnar hefði verið nægjanlegt undanfarið enda hefði dregið jafnt og þétt úr umsvifum í þjóðarbúskapnum. Einnig fæli nýleg þróun efnahagsmála, verðbólguhorfa og raunvaxta í sér vísbendingar um að komið væri að því að lækka vexti,“ segir í fundargerðinni. Þá hafi hann bent á að raunvextir bankans hefðu ekki verið hærri síðan árið 2012 og allt benti til þess að þeir kæmu til með að hækka töluvert til viðbótar á næstu mánuðum. Því væri rétt að hefja lækkunarferlið, en í litlum skrefum í ljóssi óvissu sem til staðar væri. Eldsumbrot og kjaraviðræður valdi óvissu Í fundargerðinni kemur einnig fram að nefndarmenn telji ánægjulegt að sjá áhrif peningastefnunnar koma æ skýrar fram. Ræt hafi verið um að raunvextir hefðu hækkað og verðbólga hjaðnað nokkuð frá nóvemberfundi nefndarinnar. Undirliggjandi verðbólga hefði einnig minnkað. Vísbendingar væru einnig um að það hefði dregið hraðar úr vexti efnahagsumsvifa en áður var talið. „Nefndin hafði þó áhyggjur af því að langtímaverðbólguvæntingar hefðu lítið breyst og haldist nokkuð yfir markmiði. Þá var einnig horft til þess að þótt hægt hefði á vinnumarkaði væri spenna þar enn til staðar. Verðbólga gæti því áfram reynst þrálát. Þá var fjallað um að einnig væri óvissa um niðurstöður kjarasamninga og mögulegar aðgerðir í ríkisfjármálum tengdar þeim og vegna jarðhræringa á Reykjanesi,“ segir í fundargerðinni. Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Kjaraviðræður 2023-24 Húsnæðismál Íslenska krónan Eldgos á Reykjanesskaga Kjaramál Tengdar fréttir Funda aftur á morgun Fundi breiðfylkingar stéttarfélaga Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins lauk án niðurstöðu síðdegis í dag. Aftur verður fundað á morgun. 21. febrúar 2024 18:15 Verðbólga haldi áfram að hjaðna Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólga hjaðni úr 6,7 prósent í 6,1 prósent í febrúar. Þrátt fyrir það hækki vísitala neysluverðs um 0,89 prósent en veruleg hækkun febrúar á síðasta ári, 1,4 prósent, veldur því að ársverðbólgan lækkar. 15. febrúar 2024 11:35 Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Ísland ekki á lista Trumps en líklega kemur tíu prósenta tollur Viðskipti erlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira
Þetta kemur fram í fundargerð peningastefnunefndar frá 5.-6. febrúar sem birt var í dag. Þar kemur fram að allir nefndarmenn, nema einn, hafi greitt atkvæði með tillögu Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra um að halda vöxtum bankans óbreyttum, en meginvextir bankans standa í 9,25 prósentum. Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, greiddi hins vegar atkvæði gegn tillögunni. Hann vildi lækka vexti um 0,25 prósentur. „Taldi hann að nýjustu gögn sýndu að aðhald peningastefnunnar hefði verið nægjanlegt undanfarið enda hefði dregið jafnt og þétt úr umsvifum í þjóðarbúskapnum. Einnig fæli nýleg þróun efnahagsmála, verðbólguhorfa og raunvaxta í sér vísbendingar um að komið væri að því að lækka vexti,“ segir í fundargerðinni. Þá hafi hann bent á að raunvextir bankans hefðu ekki verið hærri síðan árið 2012 og allt benti til þess að þeir kæmu til með að hækka töluvert til viðbótar á næstu mánuðum. Því væri rétt að hefja lækkunarferlið, en í litlum skrefum í ljóssi óvissu sem til staðar væri. Eldsumbrot og kjaraviðræður valdi óvissu Í fundargerðinni kemur einnig fram að nefndarmenn telji ánægjulegt að sjá áhrif peningastefnunnar koma æ skýrar fram. Ræt hafi verið um að raunvextir hefðu hækkað og verðbólga hjaðnað nokkuð frá nóvemberfundi nefndarinnar. Undirliggjandi verðbólga hefði einnig minnkað. Vísbendingar væru einnig um að það hefði dregið hraðar úr vexti efnahagsumsvifa en áður var talið. „Nefndin hafði þó áhyggjur af því að langtímaverðbólguvæntingar hefðu lítið breyst og haldist nokkuð yfir markmiði. Þá var einnig horft til þess að þótt hægt hefði á vinnumarkaði væri spenna þar enn til staðar. Verðbólga gæti því áfram reynst þrálát. Þá var fjallað um að einnig væri óvissa um niðurstöður kjarasamninga og mögulegar aðgerðir í ríkisfjármálum tengdar þeim og vegna jarðhræringa á Reykjanesi,“ segir í fundargerðinni.
Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Kjaraviðræður 2023-24 Húsnæðismál Íslenska krónan Eldgos á Reykjanesskaga Kjaramál Tengdar fréttir Funda aftur á morgun Fundi breiðfylkingar stéttarfélaga Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins lauk án niðurstöðu síðdegis í dag. Aftur verður fundað á morgun. 21. febrúar 2024 18:15 Verðbólga haldi áfram að hjaðna Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólga hjaðni úr 6,7 prósent í 6,1 prósent í febrúar. Þrátt fyrir það hækki vísitala neysluverðs um 0,89 prósent en veruleg hækkun febrúar á síðasta ári, 1,4 prósent, veldur því að ársverðbólgan lækkar. 15. febrúar 2024 11:35 Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Ísland ekki á lista Trumps en líklega kemur tíu prósenta tollur Viðskipti erlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira
Funda aftur á morgun Fundi breiðfylkingar stéttarfélaga Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins lauk án niðurstöðu síðdegis í dag. Aftur verður fundað á morgun. 21. febrúar 2024 18:15
Verðbólga haldi áfram að hjaðna Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólga hjaðni úr 6,7 prósent í 6,1 prósent í febrúar. Þrátt fyrir það hækki vísitala neysluverðs um 0,89 prósent en veruleg hækkun febrúar á síðasta ári, 1,4 prósent, veldur því að ársverðbólgan lækkar. 15. febrúar 2024 11:35