Ekki skynsamlegt að gista í bænum enda styttist í eldgos Magnús Jochum Pálsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 22. febrúar 2024 21:07 Kristín Jónsdóttir, náttúruvásérfræðingur Veðurstofunnar, segir miklar líkur á að það gjósi í næstu viku. Vísir/Arnar Miklar líkur eru á að það verði eldgos í næstu viku að sögn eldfjallafræðings. Gos innan bæjarmarka Grindavíkur er mögulegt, fyrirvarinn gæti verið stuttur og því ekki skynsamlegt að gista í bænum. Starfsmaður Vegagerðarinnar segir að kanna hefði þurft sprungur betur áður en fólki var hleypt aftur inn í bæinn. Lillý Valgerður Pétursdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Kristínu Jónsdóttur, eldfjalla- og jarðskjálftafræðing og hópstjóra náttúruvár hjá Veðurstofunni, um yfirvofandi eldgos á Grindavíkursvæðinu. Hvernig metið þið stöðuna? „Við metum hana svo að það er kvikusöfnun í Svartsengi og það eru mjög miklar líkur á því að það verði eldgos í næstu viku. Svæðið í kringum Grindavík, það er metin töluverð hætta þar. Meðan það er kvikusöfnun í gangi getur komið kvikuhlaup og langlíklegast að það verði í næstu viku,“ sagði „En það er auðvitað líka óvissa þannig það er óþægilegt að það séu svona margir á svæðinu og það setur mjög mikla pressu á okkur sem erum að vakta,“ bætti hún við. Fyrirvararnir styttist með hverju gosi Frá því fyrsta eldgosið gaus í yfirstandandi eldgosahrinu hafa fyrirvararnir orðið sífellt skemmri. Í þetta sinn gæti fyrirvarinn verið einungis hálftími. Þið getið ekkert sagt fyrirfram hvar gosið kemur upp? „Það er langlíklegast að það komi upp á kvikuganginum en hann er langur og hluti af honum fer í gegnum Grindavík. Við höfum séð það áður að það hefur komið gos innan við bæjarmörkin. Auðvitað er mjög alvarlegt að þetta getur gerst,“ sagði Kristín. „Það sem við sjáum líka í þessum endurteknu atburðum er að fyrirvararnir eru alltaf skemmri og skemmri. Núna síðast leið rétt rúmur hálftíma frá því fyrstu skjálftar mælast og gos hefst. Ef skjálftavirknin fer til suðurs í átt að Grindavík tekur það aðeins lengri tíma þannig það verður einhver fyrirvari á því. En við erum að tala um kannski hálftíma, klukkutíma sem er mjög stuttur fyrirvari,“ sagði hún. Ekki skynsamlegt að gista í bænum Veðurstofan metur töluverða hættu í Grindavík. Það sé því ekki skynsamlegt að gista eins og margir hafa gert undanfarna daga. Hversu öruggt er fólk í bænum? „Veðurstofan metur það svo að þarna sé töluverð hætta og ég myndi segja að það sé ekki mjög skynsamlegt að gista í Grindavík,“ sagði Kristín. En að vinna þarna? „Það er auðvitað annað að vera að vinna þarna þegar fólk er vakandi og þekkir flóttaleiðir og svoleiðis. En eins og ég segi, mér finnst ekki skynsamlegt að gista þarna,“ sagði hún að lokum. „Alveg út í hött“ að hleypa fólki inn í bæinn Starfsmenn Vegagerðarinnar hafa frá því í nóvember reynt að kortleggja sprungur í Grindavík og ýmis svæði eru algjörlega lokuð fyrir íbúum. „Það er búið að fara yfir göturnar með annarri jarðsjá og það er verið að túlka gögnin úr því og við erum núna að endurskoða nokkur svæði þannig þetta tekur tíma,“ sagði Friðrik Þór Halldórsson, rannsóknarmaður hjá Vegagerðinni. Friðrik er ekki nógu ánægður með að fólki hafi verið hleypt inn í Grindavík. Enn eigi eftir að kanna mörg svæði.Vísir/Einar Hvað hafið þið séð í athugunum ykkar? „Við höfum séð ýmislegt. Höfum séð einhver skil og vísbendingar sem við þyrftum að bora í og taka gryfju,“ sagði hann. Þá hafi nokkur holrými fundist undir bænum. Hvernig leggst það í ykkur að búið sé að opna bæinn meira en áður? „Að mínu mati er það alveg út í hött. Öryggið er ekki það mikið að hægt sé að hleypa inn í bæinn. Það er ekki búið að kíkja inn í garðana eða fara yfir gangstéttar, það er óvissa með grænu svæðin. Það þyrfti að skoða þetta betur áður en það er hleypt inn,“ sagði Friðrik. „Mér finnst þetta ekki alveg passa við það sem er í gangi og það eru atburðir að fara aftur í gang eftir einhverja daga eða vikur. Það er verið að bjóða hættunni heim að mínu mati,“ sagði hann að lokum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Lillý Valgerður Pétursdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Kristínu Jónsdóttur, eldfjalla- og jarðskjálftafræðing og hópstjóra náttúruvár hjá Veðurstofunni, um yfirvofandi eldgos á Grindavíkursvæðinu. Hvernig metið þið stöðuna? „Við metum hana svo að það er kvikusöfnun í Svartsengi og það eru mjög miklar líkur á því að það verði eldgos í næstu viku. Svæðið í kringum Grindavík, það er metin töluverð hætta þar. Meðan það er kvikusöfnun í gangi getur komið kvikuhlaup og langlíklegast að það verði í næstu viku,“ sagði „En það er auðvitað líka óvissa þannig það er óþægilegt að það séu svona margir á svæðinu og það setur mjög mikla pressu á okkur sem erum að vakta,“ bætti hún við. Fyrirvararnir styttist með hverju gosi Frá því fyrsta eldgosið gaus í yfirstandandi eldgosahrinu hafa fyrirvararnir orðið sífellt skemmri. Í þetta sinn gæti fyrirvarinn verið einungis hálftími. Þið getið ekkert sagt fyrirfram hvar gosið kemur upp? „Það er langlíklegast að það komi upp á kvikuganginum en hann er langur og hluti af honum fer í gegnum Grindavík. Við höfum séð það áður að það hefur komið gos innan við bæjarmörkin. Auðvitað er mjög alvarlegt að þetta getur gerst,“ sagði Kristín. „Það sem við sjáum líka í þessum endurteknu atburðum er að fyrirvararnir eru alltaf skemmri og skemmri. Núna síðast leið rétt rúmur hálftíma frá því fyrstu skjálftar mælast og gos hefst. Ef skjálftavirknin fer til suðurs í átt að Grindavík tekur það aðeins lengri tíma þannig það verður einhver fyrirvari á því. En við erum að tala um kannski hálftíma, klukkutíma sem er mjög stuttur fyrirvari,“ sagði hún. Ekki skynsamlegt að gista í bænum Veðurstofan metur töluverða hættu í Grindavík. Það sé því ekki skynsamlegt að gista eins og margir hafa gert undanfarna daga. Hversu öruggt er fólk í bænum? „Veðurstofan metur það svo að þarna sé töluverð hætta og ég myndi segja að það sé ekki mjög skynsamlegt að gista í Grindavík,“ sagði Kristín. En að vinna þarna? „Það er auðvitað annað að vera að vinna þarna þegar fólk er vakandi og þekkir flóttaleiðir og svoleiðis. En eins og ég segi, mér finnst ekki skynsamlegt að gista þarna,“ sagði hún að lokum. „Alveg út í hött“ að hleypa fólki inn í bæinn Starfsmenn Vegagerðarinnar hafa frá því í nóvember reynt að kortleggja sprungur í Grindavík og ýmis svæði eru algjörlega lokuð fyrir íbúum. „Það er búið að fara yfir göturnar með annarri jarðsjá og það er verið að túlka gögnin úr því og við erum núna að endurskoða nokkur svæði þannig þetta tekur tíma,“ sagði Friðrik Þór Halldórsson, rannsóknarmaður hjá Vegagerðinni. Friðrik er ekki nógu ánægður með að fólki hafi verið hleypt inn í Grindavík. Enn eigi eftir að kanna mörg svæði.Vísir/Einar Hvað hafið þið séð í athugunum ykkar? „Við höfum séð ýmislegt. Höfum séð einhver skil og vísbendingar sem við þyrftum að bora í og taka gryfju,“ sagði hann. Þá hafi nokkur holrými fundist undir bænum. Hvernig leggst það í ykkur að búið sé að opna bæinn meira en áður? „Að mínu mati er það alveg út í hött. Öryggið er ekki það mikið að hægt sé að hleypa inn í bæinn. Það er ekki búið að kíkja inn í garðana eða fara yfir gangstéttar, það er óvissa með grænu svæðin. Það þyrfti að skoða þetta betur áður en það er hleypt inn,“ sagði Friðrik. „Mér finnst þetta ekki alveg passa við það sem er í gangi og það eru atburðir að fara aftur í gang eftir einhverja daga eða vikur. Það er verið að bjóða hættunni heim að mínu mati,“ sagði hann að lokum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira