Orkuskipti nást ekki án markaðslausna Jón Skafti Gestsson skrifar 23. febrúar 2024 13:30 Íslendingar hafa sett sér metnaðarfull markmið um orkuskipti. Þau njóta nánast undantekningalaust stuðnings. Almenningur og fyrirtæki styðja rafvæðingu samgangna og framleiðsluferla. En góður vilji og stuðningur við markmiðin er ekki nóg. Ef markmið eiga að nást þarf að átta sig á umfangi þeirra, skilgreina hvað þarf að gera til að ná þeim og svo þurfa verkin að tala. Þar vantar mikið upp á. Fyrir tveimur árum kom út svokölluð grænbók um orkumál. Þar var sett fram mat á orkuþörf vegna orkuskiptanna. Talið er nauðsynlegt að meira en tvöfalda raforkuframboð á Íslandi til að klára orkuskiptin. Sambærilegt mat kemur fram í raforkuspá Landsnets. Sumarið eftir var svo samþykkt rammaáætlun um virkjanakosti sem á að halda utan um mögulegt framboð raforku. Umfang markmiðanna liggur því nokkuð ljóst fyrir. Í rammaáætlun hefur þekktum virkjanakostum verið skipað í þrjá flokka: Nýtingarflokk fyrir þá kosti sem til stendur að virkja, biðflokk fyrir þá kosti sem ákvörðun hefur ekki verið tekin um og svo verndarflokk um þá virkjanakosti sem ákveðið hefur verið að nýta ekki. Þegar rammaáætlun og spár um orkuþörf eru skoðaðar saman kemur í ljós vandamál. Virkjanakostir í nýtingarflokki rammaáætlunar duga ekki til að ná markmiðunum um orkuskiptin, jafnvel þótt að allir kostir sem nú eru í biðflokki yrðu færðir í virkjanaflokk vantar enn nokkuð upp á. Punktalínan sýnir vænta orkuþörf til að fara í orkuskipti og mæta þörfum vaxandi samfélags. Framboð á raforku í rammaáætlun dugar ekki fyrir orkuskiptumHér er gengið út frá því að kostir úr verndarflokki verði ekki nýttir. Því þurfa að koma til skoðunar virkjanakostir sem eru utan rammaáætlunar. Nýting vindorku verður þar líklega í lykilhlutverki enda verður hún sífellt hagkvæmari. Nýtingu vindorkunnar munu hins vegar fylgja nýjar kröfur um stýringu raforkukerfisins sem krefjast markaðslausna. Hvers vegna er virkur raforkumarkaður nauðsynlegur? Ein af grunnforsendum raforkukerfis er að framboð og eftirspurn þurfa að vera í jafnvægi á öllum stundum. Í því felst að ákveðinn sveigjanleiki þarf að vera til að takast á við sveiflur bæði í notkun og vinnslu raforku. Fáir stórir aðilar með fyrirsjáanlega eftirspurn hafa notað meirihluta orkunnar á Íslandi og lengst af hefur framboð verið nægjanlegt þannig að inngrip til að viðhalda jafnvægi hafa verið tiltölulega einföld. Framboðshliðin hefur byggst á jarðvarma og vatnsafli sem eru stýranlegir og áreiðanlegir orkugjafar. Sama á ekki við um vindorku. Hún sveiflast með veðrinu og raforkuframboðið þar með. Veðurspár eru ekki alltaf nákvæmar og því verða sveiflur í framboði vindorku að hluta til ófyrirsjáanlegar. Virkur markaður fyrir raforku er nauðsynlegur til að bregðast við þessum sveiflum því það er ógjörningur að miðstýra eins flóknu kerfi og raforkukerfið er. Að því leyti til er raforkukerfið líkt hagkerfinu. Miðstýring og skömmtun hefur hvergi reynst vel við ráðstöfun takmarkaðra gæða. Allar þjóðir í kringum okkur nýta nú markaðslausnir í vaxandi mæli við rekstur raforkukerfa enda virkjar vel skilgreint markaðsumhverfi hvata og hugvit til þess að ráðstafa takmörkuðum gæðum á hagkvæman hátt, öllum til hagsbóta. Búa þarf til hvata fyrir bæði framleiðendur og notendur raforku til þess að auka sveigjanleika í raforkukerfinu til frambúðar. Sveigjanleiki getur dregið úr eða seinkað virkjanaþörf og bætt nýtingu þeirra sem þegar eru í rekstri. Sama á við á notendahliðinni. Eftirspurnarsvörun þar sem notendur fá borgað fyrir að hætta við eða fresta notkun sinni getur orðið hagkvæm leið til að lækka kostnað og í einhverjum tilfellum auka tekjur. Miðstýring verður æ óhagkvæmari kostur eftir því sem aðilum á markaði fjölgar og hlutur breytilegra orkugjafa vex. Þess vegna þurfum við að virkja markaðslausnir ef við ætlum að ná settum markmiðum um orkuskipti. Höfundur er sérfræðingur í hagfræðilegum greiningum hjá Landsneti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Jón Skafti Gestsson Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa sett sér metnaðarfull markmið um orkuskipti. Þau njóta nánast undantekningalaust stuðnings. Almenningur og fyrirtæki styðja rafvæðingu samgangna og framleiðsluferla. En góður vilji og stuðningur við markmiðin er ekki nóg. Ef markmið eiga að nást þarf að átta sig á umfangi þeirra, skilgreina hvað þarf að gera til að ná þeim og svo þurfa verkin að tala. Þar vantar mikið upp á. Fyrir tveimur árum kom út svokölluð grænbók um orkumál. Þar var sett fram mat á orkuþörf vegna orkuskiptanna. Talið er nauðsynlegt að meira en tvöfalda raforkuframboð á Íslandi til að klára orkuskiptin. Sambærilegt mat kemur fram í raforkuspá Landsnets. Sumarið eftir var svo samþykkt rammaáætlun um virkjanakosti sem á að halda utan um mögulegt framboð raforku. Umfang markmiðanna liggur því nokkuð ljóst fyrir. Í rammaáætlun hefur þekktum virkjanakostum verið skipað í þrjá flokka: Nýtingarflokk fyrir þá kosti sem til stendur að virkja, biðflokk fyrir þá kosti sem ákvörðun hefur ekki verið tekin um og svo verndarflokk um þá virkjanakosti sem ákveðið hefur verið að nýta ekki. Þegar rammaáætlun og spár um orkuþörf eru skoðaðar saman kemur í ljós vandamál. Virkjanakostir í nýtingarflokki rammaáætlunar duga ekki til að ná markmiðunum um orkuskiptin, jafnvel þótt að allir kostir sem nú eru í biðflokki yrðu færðir í virkjanaflokk vantar enn nokkuð upp á. Punktalínan sýnir vænta orkuþörf til að fara í orkuskipti og mæta þörfum vaxandi samfélags. Framboð á raforku í rammaáætlun dugar ekki fyrir orkuskiptumHér er gengið út frá því að kostir úr verndarflokki verði ekki nýttir. Því þurfa að koma til skoðunar virkjanakostir sem eru utan rammaáætlunar. Nýting vindorku verður þar líklega í lykilhlutverki enda verður hún sífellt hagkvæmari. Nýtingu vindorkunnar munu hins vegar fylgja nýjar kröfur um stýringu raforkukerfisins sem krefjast markaðslausna. Hvers vegna er virkur raforkumarkaður nauðsynlegur? Ein af grunnforsendum raforkukerfis er að framboð og eftirspurn þurfa að vera í jafnvægi á öllum stundum. Í því felst að ákveðinn sveigjanleiki þarf að vera til að takast á við sveiflur bæði í notkun og vinnslu raforku. Fáir stórir aðilar með fyrirsjáanlega eftirspurn hafa notað meirihluta orkunnar á Íslandi og lengst af hefur framboð verið nægjanlegt þannig að inngrip til að viðhalda jafnvægi hafa verið tiltölulega einföld. Framboðshliðin hefur byggst á jarðvarma og vatnsafli sem eru stýranlegir og áreiðanlegir orkugjafar. Sama á ekki við um vindorku. Hún sveiflast með veðrinu og raforkuframboðið þar með. Veðurspár eru ekki alltaf nákvæmar og því verða sveiflur í framboði vindorku að hluta til ófyrirsjáanlegar. Virkur markaður fyrir raforku er nauðsynlegur til að bregðast við þessum sveiflum því það er ógjörningur að miðstýra eins flóknu kerfi og raforkukerfið er. Að því leyti til er raforkukerfið líkt hagkerfinu. Miðstýring og skömmtun hefur hvergi reynst vel við ráðstöfun takmarkaðra gæða. Allar þjóðir í kringum okkur nýta nú markaðslausnir í vaxandi mæli við rekstur raforkukerfa enda virkjar vel skilgreint markaðsumhverfi hvata og hugvit til þess að ráðstafa takmörkuðum gæðum á hagkvæman hátt, öllum til hagsbóta. Búa þarf til hvata fyrir bæði framleiðendur og notendur raforku til þess að auka sveigjanleika í raforkukerfinu til frambúðar. Sveigjanleiki getur dregið úr eða seinkað virkjanaþörf og bætt nýtingu þeirra sem þegar eru í rekstri. Sama á við á notendahliðinni. Eftirspurnarsvörun þar sem notendur fá borgað fyrir að hætta við eða fresta notkun sinni getur orðið hagkvæm leið til að lækka kostnað og í einhverjum tilfellum auka tekjur. Miðstýring verður æ óhagkvæmari kostur eftir því sem aðilum á markaði fjölgar og hlutur breytilegra orkugjafa vex. Þess vegna þurfum við að virkja markaðslausnir ef við ætlum að ná settum markmiðum um orkuskipti. Höfundur er sérfræðingur í hagfræðilegum greiningum hjá Landsneti.
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun