Orkuskipti nást ekki án markaðslausna Jón Skafti Gestsson skrifar 23. febrúar 2024 13:30 Íslendingar hafa sett sér metnaðarfull markmið um orkuskipti. Þau njóta nánast undantekningalaust stuðnings. Almenningur og fyrirtæki styðja rafvæðingu samgangna og framleiðsluferla. En góður vilji og stuðningur við markmiðin er ekki nóg. Ef markmið eiga að nást þarf að átta sig á umfangi þeirra, skilgreina hvað þarf að gera til að ná þeim og svo þurfa verkin að tala. Þar vantar mikið upp á. Fyrir tveimur árum kom út svokölluð grænbók um orkumál. Þar var sett fram mat á orkuþörf vegna orkuskiptanna. Talið er nauðsynlegt að meira en tvöfalda raforkuframboð á Íslandi til að klára orkuskiptin. Sambærilegt mat kemur fram í raforkuspá Landsnets. Sumarið eftir var svo samþykkt rammaáætlun um virkjanakosti sem á að halda utan um mögulegt framboð raforku. Umfang markmiðanna liggur því nokkuð ljóst fyrir. Í rammaáætlun hefur þekktum virkjanakostum verið skipað í þrjá flokka: Nýtingarflokk fyrir þá kosti sem til stendur að virkja, biðflokk fyrir þá kosti sem ákvörðun hefur ekki verið tekin um og svo verndarflokk um þá virkjanakosti sem ákveðið hefur verið að nýta ekki. Þegar rammaáætlun og spár um orkuþörf eru skoðaðar saman kemur í ljós vandamál. Virkjanakostir í nýtingarflokki rammaáætlunar duga ekki til að ná markmiðunum um orkuskiptin, jafnvel þótt að allir kostir sem nú eru í biðflokki yrðu færðir í virkjanaflokk vantar enn nokkuð upp á. Punktalínan sýnir vænta orkuþörf til að fara í orkuskipti og mæta þörfum vaxandi samfélags. Framboð á raforku í rammaáætlun dugar ekki fyrir orkuskiptumHér er gengið út frá því að kostir úr verndarflokki verði ekki nýttir. Því þurfa að koma til skoðunar virkjanakostir sem eru utan rammaáætlunar. Nýting vindorku verður þar líklega í lykilhlutverki enda verður hún sífellt hagkvæmari. Nýtingu vindorkunnar munu hins vegar fylgja nýjar kröfur um stýringu raforkukerfisins sem krefjast markaðslausna. Hvers vegna er virkur raforkumarkaður nauðsynlegur? Ein af grunnforsendum raforkukerfis er að framboð og eftirspurn þurfa að vera í jafnvægi á öllum stundum. Í því felst að ákveðinn sveigjanleiki þarf að vera til að takast á við sveiflur bæði í notkun og vinnslu raforku. Fáir stórir aðilar með fyrirsjáanlega eftirspurn hafa notað meirihluta orkunnar á Íslandi og lengst af hefur framboð verið nægjanlegt þannig að inngrip til að viðhalda jafnvægi hafa verið tiltölulega einföld. Framboðshliðin hefur byggst á jarðvarma og vatnsafli sem eru stýranlegir og áreiðanlegir orkugjafar. Sama á ekki við um vindorku. Hún sveiflast með veðrinu og raforkuframboðið þar með. Veðurspár eru ekki alltaf nákvæmar og því verða sveiflur í framboði vindorku að hluta til ófyrirsjáanlegar. Virkur markaður fyrir raforku er nauðsynlegur til að bregðast við þessum sveiflum því það er ógjörningur að miðstýra eins flóknu kerfi og raforkukerfið er. Að því leyti til er raforkukerfið líkt hagkerfinu. Miðstýring og skömmtun hefur hvergi reynst vel við ráðstöfun takmarkaðra gæða. Allar þjóðir í kringum okkur nýta nú markaðslausnir í vaxandi mæli við rekstur raforkukerfa enda virkjar vel skilgreint markaðsumhverfi hvata og hugvit til þess að ráðstafa takmörkuðum gæðum á hagkvæman hátt, öllum til hagsbóta. Búa þarf til hvata fyrir bæði framleiðendur og notendur raforku til þess að auka sveigjanleika í raforkukerfinu til frambúðar. Sveigjanleiki getur dregið úr eða seinkað virkjanaþörf og bætt nýtingu þeirra sem þegar eru í rekstri. Sama á við á notendahliðinni. Eftirspurnarsvörun þar sem notendur fá borgað fyrir að hætta við eða fresta notkun sinni getur orðið hagkvæm leið til að lækka kostnað og í einhverjum tilfellum auka tekjur. Miðstýring verður æ óhagkvæmari kostur eftir því sem aðilum á markaði fjölgar og hlutur breytilegra orkugjafa vex. Þess vegna þurfum við að virkja markaðslausnir ef við ætlum að ná settum markmiðum um orkuskipti. Höfundur er sérfræðingur í hagfræðilegum greiningum hjá Landsneti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Jón Skafti Gestsson Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa sett sér metnaðarfull markmið um orkuskipti. Þau njóta nánast undantekningalaust stuðnings. Almenningur og fyrirtæki styðja rafvæðingu samgangna og framleiðsluferla. En góður vilji og stuðningur við markmiðin er ekki nóg. Ef markmið eiga að nást þarf að átta sig á umfangi þeirra, skilgreina hvað þarf að gera til að ná þeim og svo þurfa verkin að tala. Þar vantar mikið upp á. Fyrir tveimur árum kom út svokölluð grænbók um orkumál. Þar var sett fram mat á orkuþörf vegna orkuskiptanna. Talið er nauðsynlegt að meira en tvöfalda raforkuframboð á Íslandi til að klára orkuskiptin. Sambærilegt mat kemur fram í raforkuspá Landsnets. Sumarið eftir var svo samþykkt rammaáætlun um virkjanakosti sem á að halda utan um mögulegt framboð raforku. Umfang markmiðanna liggur því nokkuð ljóst fyrir. Í rammaáætlun hefur þekktum virkjanakostum verið skipað í þrjá flokka: Nýtingarflokk fyrir þá kosti sem til stendur að virkja, biðflokk fyrir þá kosti sem ákvörðun hefur ekki verið tekin um og svo verndarflokk um þá virkjanakosti sem ákveðið hefur verið að nýta ekki. Þegar rammaáætlun og spár um orkuþörf eru skoðaðar saman kemur í ljós vandamál. Virkjanakostir í nýtingarflokki rammaáætlunar duga ekki til að ná markmiðunum um orkuskiptin, jafnvel þótt að allir kostir sem nú eru í biðflokki yrðu færðir í virkjanaflokk vantar enn nokkuð upp á. Punktalínan sýnir vænta orkuþörf til að fara í orkuskipti og mæta þörfum vaxandi samfélags. Framboð á raforku í rammaáætlun dugar ekki fyrir orkuskiptumHér er gengið út frá því að kostir úr verndarflokki verði ekki nýttir. Því þurfa að koma til skoðunar virkjanakostir sem eru utan rammaáætlunar. Nýting vindorku verður þar líklega í lykilhlutverki enda verður hún sífellt hagkvæmari. Nýtingu vindorkunnar munu hins vegar fylgja nýjar kröfur um stýringu raforkukerfisins sem krefjast markaðslausna. Hvers vegna er virkur raforkumarkaður nauðsynlegur? Ein af grunnforsendum raforkukerfis er að framboð og eftirspurn þurfa að vera í jafnvægi á öllum stundum. Í því felst að ákveðinn sveigjanleiki þarf að vera til að takast á við sveiflur bæði í notkun og vinnslu raforku. Fáir stórir aðilar með fyrirsjáanlega eftirspurn hafa notað meirihluta orkunnar á Íslandi og lengst af hefur framboð verið nægjanlegt þannig að inngrip til að viðhalda jafnvægi hafa verið tiltölulega einföld. Framboðshliðin hefur byggst á jarðvarma og vatnsafli sem eru stýranlegir og áreiðanlegir orkugjafar. Sama á ekki við um vindorku. Hún sveiflast með veðrinu og raforkuframboðið þar með. Veðurspár eru ekki alltaf nákvæmar og því verða sveiflur í framboði vindorku að hluta til ófyrirsjáanlegar. Virkur markaður fyrir raforku er nauðsynlegur til að bregðast við þessum sveiflum því það er ógjörningur að miðstýra eins flóknu kerfi og raforkukerfið er. Að því leyti til er raforkukerfið líkt hagkerfinu. Miðstýring og skömmtun hefur hvergi reynst vel við ráðstöfun takmarkaðra gæða. Allar þjóðir í kringum okkur nýta nú markaðslausnir í vaxandi mæli við rekstur raforkukerfa enda virkjar vel skilgreint markaðsumhverfi hvata og hugvit til þess að ráðstafa takmörkuðum gæðum á hagkvæman hátt, öllum til hagsbóta. Búa þarf til hvata fyrir bæði framleiðendur og notendur raforku til þess að auka sveigjanleika í raforkukerfinu til frambúðar. Sveigjanleiki getur dregið úr eða seinkað virkjanaþörf og bætt nýtingu þeirra sem þegar eru í rekstri. Sama á við á notendahliðinni. Eftirspurnarsvörun þar sem notendur fá borgað fyrir að hætta við eða fresta notkun sinni getur orðið hagkvæm leið til að lækka kostnað og í einhverjum tilfellum auka tekjur. Miðstýring verður æ óhagkvæmari kostur eftir því sem aðilum á markaði fjölgar og hlutur breytilegra orkugjafa vex. Þess vegna þurfum við að virkja markaðslausnir ef við ætlum að ná settum markmiðum um orkuskipti. Höfundur er sérfræðingur í hagfræðilegum greiningum hjá Landsneti.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun