Völd óskast – Allra vegna Steinþór Logi Arnarsson skrifar 23. febrúar 2024 15:00 Löngum hefur það verið sagt að eftir því yngri sem við erum þá sjáum við hlutina og lífið í skýrara ljósi, tært án umhverfisáhrifa eða „skoðanamengunar“. Börn sjái alltaf hlutina með afar einföldum og hreinskilnum hætti, svo hreint og beint. En síðan eldumst við og síum inn í okkur eins og svampar að hlutirnir séu nú ekki endilega svo einfaldir og af hverju þeir þurfi nú að vera svona og svona. Um leið verðum við kannski meðvirk því að sumt sé bara flókið og við stöldrum jafnvel við þar og sættum okkur við að skilja ekki allt til hlítar. Verðum meðvirk hefðinni og fetum troðin spor. Aflvaki þróunar Sem betur fer er það þó ekki algilt og fjölmargt ungt fólk óhrætt við að koma fram á sjónarsviðið með hugmyndir byggðar á nýrri hugsjón og nýjum leiðum. Það breytist hratt á milli kynslóða hvernig við metum hlutina, við sjáum ekki endilega tilveruna í sama ljósi og sú kynslóð sem á undan okkur kom. Sú næsta mun síðan líklega ekki sjá hana heldur með sömu augum og við gerum í dag. Fáir ef einhverjir ná nefnilega þeim árangri að vera ungir að eilífu þegar vel er að gáð. Þannig kunna hagsmunir kynslóða að vera mismunandi og gildi samfélaga breytast hratt. Þar liggur einn helsti aflvaki þróunar okkar. Tækifærin Því er mikilvægt að rödd ungs fólks nái að hljóma á sem flestum sviðum samfélagsins. Hvort sem um er að ræða menntamál sem spanna stóran hluta lífs ungs fólks eða húsnæðismál þar sem ungt fólk þarf iðulega, kynslóð fyrir kynslóð, að feta sama háa þröskuldinn inn í sína fyrstu eign en er síðan sett út í kuldann í þágu efnahagsstöðugleika landans. Svo ekki sé svo minnst á hvernig við stöndum að því að fæða og klæða þjóðina og með hvaða hætti við nýtum land okkar og auðlindir til þess á sem sjálfbærastan hátt fyrir komandi kynslóðir. Þannig mætti lengi telja upp hvar ungt fólk ætti að vera með í ráðum. Unga fólkið á hverjum tíma fyrir sig mun nefnilega lifa lengst með ágóða eða afleiðingum þess sem ákveðið eða gert er. Hjá því liggja stærstu tækifærin um bættan hag þjóðarinnar - alltaf. Völd óskast Það er því ekki úr lausu lofti gripið að yfirskriftin á hinni glæsilegu lýðræðishátíð Landssambands ungmennafélaga (LUF) er „Völd óskast! Hún verður haldin samhliða sambandsþingi LUF laugardaginn 24. febrúar 2024 í Hörpu, allt í tilefni af 20 ára afmæli sambandsins. Ungt fólk á nefnilega völd vel skilin í þágu okkar allra, ekki síst komandi kynslóða og þar er þeim vel komið fyrir. Höfundur er formaður SUB – Samtaka ungra bænda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mannréttindi Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Löngum hefur það verið sagt að eftir því yngri sem við erum þá sjáum við hlutina og lífið í skýrara ljósi, tært án umhverfisáhrifa eða „skoðanamengunar“. Börn sjái alltaf hlutina með afar einföldum og hreinskilnum hætti, svo hreint og beint. En síðan eldumst við og síum inn í okkur eins og svampar að hlutirnir séu nú ekki endilega svo einfaldir og af hverju þeir þurfi nú að vera svona og svona. Um leið verðum við kannski meðvirk því að sumt sé bara flókið og við stöldrum jafnvel við þar og sættum okkur við að skilja ekki allt til hlítar. Verðum meðvirk hefðinni og fetum troðin spor. Aflvaki þróunar Sem betur fer er það þó ekki algilt og fjölmargt ungt fólk óhrætt við að koma fram á sjónarsviðið með hugmyndir byggðar á nýrri hugsjón og nýjum leiðum. Það breytist hratt á milli kynslóða hvernig við metum hlutina, við sjáum ekki endilega tilveruna í sama ljósi og sú kynslóð sem á undan okkur kom. Sú næsta mun síðan líklega ekki sjá hana heldur með sömu augum og við gerum í dag. Fáir ef einhverjir ná nefnilega þeim árangri að vera ungir að eilífu þegar vel er að gáð. Þannig kunna hagsmunir kynslóða að vera mismunandi og gildi samfélaga breytast hratt. Þar liggur einn helsti aflvaki þróunar okkar. Tækifærin Því er mikilvægt að rödd ungs fólks nái að hljóma á sem flestum sviðum samfélagsins. Hvort sem um er að ræða menntamál sem spanna stóran hluta lífs ungs fólks eða húsnæðismál þar sem ungt fólk þarf iðulega, kynslóð fyrir kynslóð, að feta sama háa þröskuldinn inn í sína fyrstu eign en er síðan sett út í kuldann í þágu efnahagsstöðugleika landans. Svo ekki sé svo minnst á hvernig við stöndum að því að fæða og klæða þjóðina og með hvaða hætti við nýtum land okkar og auðlindir til þess á sem sjálfbærastan hátt fyrir komandi kynslóðir. Þannig mætti lengi telja upp hvar ungt fólk ætti að vera með í ráðum. Unga fólkið á hverjum tíma fyrir sig mun nefnilega lifa lengst með ágóða eða afleiðingum þess sem ákveðið eða gert er. Hjá því liggja stærstu tækifærin um bættan hag þjóðarinnar - alltaf. Völd óskast Það er því ekki úr lausu lofti gripið að yfirskriftin á hinni glæsilegu lýðræðishátíð Landssambands ungmennafélaga (LUF) er „Völd óskast! Hún verður haldin samhliða sambandsþingi LUF laugardaginn 24. febrúar 2024 í Hörpu, allt í tilefni af 20 ára afmæli sambandsins. Ungt fólk á nefnilega völd vel skilin í þágu okkar allra, ekki síst komandi kynslóða og þar er þeim vel komið fyrir. Höfundur er formaður SUB – Samtaka ungra bænda.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun