HS Veitur greinir frá þessu í tilkynningu á síðu sinni á Facebook. Þar kemur fram að framkvæmdir hafi gengið vel. Hitaveitulögnin frá Svartsengi til bæjarins fór undir hraun í eldgosinu þann fjórtánda janúar og olli það umtalsverðum skemmdum á henni. Um helmingur þess heita vatns sem streymdi til bæjarins tapaðist á leiðinni.
Lögnin sem var verið að tengja er ekki ný heldur var ákveðið að endurnýta eldri lögn sem var ekki í notkun.
