Fagnar því að hálendið sé meira og minna laust við ferðamenn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. febrúar 2024 15:05 Kári Kristjánsson, sem er einn reynslumesti og virtasti landvörður landsins en lét formlega af störfum 1. maí á síðasta ári. Magnús Hlynur Hreiðarsson Einn reyndasti landvörður Íslands fagnar því að ferðamönnum sé ekki hleypt á hálendið í miklu magni á sama tíma og það er örtröð á vinsælustu ferðamannastöðunum á láglendi. Kári Kristjánsson, sem er einn reynslumesti og virtasti landvörður landsins lét formlega af störfum 1. maí á síðasta ári en þá hafði hann meðal annars unnið í öllum Vatnajökulsþjóðgarði en samhliða því festi hann náttúru þjóðgarðsins á filmu og hefur gefið Vatnajökulsþjóðgarði 10 þúsund ljósmyndir, sem hann hefur tekið í garðinum í gegnum árin. Kári, sem hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín segist vera ánægður með stöðu þjóðgarðamála á Íslandi og hvernig gestastofurnar eru reknar út um allt land með góðum árangri. „Það þarf traust íbúanna á viðkomandi svæði eða svæðum til þess að svona geti gengið. Ég hef búið í Skaftárhreppi frá 2015, kom úr Ásbyrgi og fann strax hér hvað það er mikil velvild í garð náttúruverndar,” segir Kári. Kári hefur gefið Vatnajökulsþjóðgarði 10 þúsund ljósmyndir, sem hann hefur tekið í garðinum í gegnum árin.Magnús Hlynur Hreiðarsson En staða ferðamála á Íslandi, hvað finnst honum um hana og þróun ferðamennskunnar? „Það er víða orðin örtröð á vinsælustu stöðunum þannig að ég segi líka, sem betur fer þá er þessum fjölda ekki stefnt inn á hálendið því þar eru engir innviðir, sem geta tekið á móti þessum fjölda, sem komin er. En þetta leitar væntanlega einhvers jafnvægis í nánustu framtíð, ég trúi því,” segir Kári og bætir við. „Fólk þarf ekkert endilega að fara inn á hálendið, til dæmis inn í Laka því þar er mjög viðkvæmt svæði eins og við öll vitum, mosi og gjall, sem að tíu ferðamenn geta stórskemmt ef farið er út af gönguleiðum.” Skaftárhreppur Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Kári Kristjánsson, sem er einn reynslumesti og virtasti landvörður landsins lét formlega af störfum 1. maí á síðasta ári en þá hafði hann meðal annars unnið í öllum Vatnajökulsþjóðgarði en samhliða því festi hann náttúru þjóðgarðsins á filmu og hefur gefið Vatnajökulsþjóðgarði 10 þúsund ljósmyndir, sem hann hefur tekið í garðinum í gegnum árin. Kári, sem hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín segist vera ánægður með stöðu þjóðgarðamála á Íslandi og hvernig gestastofurnar eru reknar út um allt land með góðum árangri. „Það þarf traust íbúanna á viðkomandi svæði eða svæðum til þess að svona geti gengið. Ég hef búið í Skaftárhreppi frá 2015, kom úr Ásbyrgi og fann strax hér hvað það er mikil velvild í garð náttúruverndar,” segir Kári. Kári hefur gefið Vatnajökulsþjóðgarði 10 þúsund ljósmyndir, sem hann hefur tekið í garðinum í gegnum árin.Magnús Hlynur Hreiðarsson En staða ferðamála á Íslandi, hvað finnst honum um hana og þróun ferðamennskunnar? „Það er víða orðin örtröð á vinsælustu stöðunum þannig að ég segi líka, sem betur fer þá er þessum fjölda ekki stefnt inn á hálendið því þar eru engir innviðir, sem geta tekið á móti þessum fjölda, sem komin er. En þetta leitar væntanlega einhvers jafnvægis í nánustu framtíð, ég trúi því,” segir Kári og bætir við. „Fólk þarf ekkert endilega að fara inn á hálendið, til dæmis inn í Laka því þar er mjög viðkvæmt svæði eins og við öll vitum, mosi og gjall, sem að tíu ferðamenn geta stórskemmt ef farið er út af gönguleiðum.”
Skaftárhreppur Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira