Blendnar tilfinningar til breytinga hjá sundlaugunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. febrúar 2024 21:12 Margir sundlaugagestir munu koma til með að sjá eftir lengri kvöldsundferðum. Vísir/Samsett Blendnar tilfinningar eru meðal sundlaugargesta vegna breytinga á opnunartímum sundlauga í borginni. Dögum þar sem laugarnar standa opnar fjölgar svo um munar á árinu - en kvöldsund skerðist hins vegar talsvert. Tekin hefur verið ákvörðun hjá borginni um að fækka verulega þeim dögum þar sem laugar borgarinnar eru lokaðar. Yfir allar laugar voru slíkir dagar 71 á síðasta ári, en verða 14 á þessu ári. Breytingar á opnunartíma sundlauga borgarinnar um helgar, sem allar munu loka klukkustund fyrr en venjulega, til framkvæmda 1. apríl næstkomandi. Og eins og fólksins í heita pottinum er von og vísa, þá hefur það skoðanir á styttum opnunartíma á laugardags- og sunnudagskvöldum. „Það hentar mér ekki, ég nýti mér laugarnar stundum milli átta og tíu. Þannig að það kemur sér illa fyrir mig,“ segir sundlaugargesturinn Magnús Hraunfjörð Kristinsson. Ég er ekki ánægður með þetta. Ég væri alltaf til í að vera hérna lengur en til níu,“ segir Jóhann Örn. Og undir þetta tekur félagi hans, Markús Júlían. „Já, maður er svolítið mikið í ræktinn hérna og oftast fer maður á kvöldin. Þannig maður er oft að lenda í sundlauginni klukkan svona níu. Öðrum hentar þetta ill vegna vinnu. „Miðað við hvernig ég er að vinna, þá er alltaf næs að kíkja í sund eftir æfingar, late night æfingar,“ segir Theodór. Aðrir hafa minni áhyggjur af kvöldsundinu, til að mynda Gunnhildur Stefánsdóttir og Árni B. Stefánsson. „Kemur kannski ekkert sérstaklega við okkur þar sem við förum alltaf bara um hábjartan dag í sundlaugarnar og njótum þess,“ segir Gunnhildur. Færri lokanir ánægjuefni Öllu meiri ánægja var með aukinn opnunartíma á rauðum dögum. Magnús kveðst til að mynda hafa lent í því tvisvar um liðin jól að hafa komið að lokuðum dyrum í Laugardalslaug. „Fleiri rauða daga opna fyrir mig, takk.“ Gunnhildur og Árni taka undir þetta, enda reyni þau að fara daglega í sund. „Ég bara mæli með að ferðamenn séu hérna á kvöldin og svona, þegar við erum ekki,“ segir Árni. Sundlaugar Reykjavík Menning Borgarstjórn Neytendur Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Tekin hefur verið ákvörðun hjá borginni um að fækka verulega þeim dögum þar sem laugar borgarinnar eru lokaðar. Yfir allar laugar voru slíkir dagar 71 á síðasta ári, en verða 14 á þessu ári. Breytingar á opnunartíma sundlauga borgarinnar um helgar, sem allar munu loka klukkustund fyrr en venjulega, til framkvæmda 1. apríl næstkomandi. Og eins og fólksins í heita pottinum er von og vísa, þá hefur það skoðanir á styttum opnunartíma á laugardags- og sunnudagskvöldum. „Það hentar mér ekki, ég nýti mér laugarnar stundum milli átta og tíu. Þannig að það kemur sér illa fyrir mig,“ segir sundlaugargesturinn Magnús Hraunfjörð Kristinsson. Ég er ekki ánægður með þetta. Ég væri alltaf til í að vera hérna lengur en til níu,“ segir Jóhann Örn. Og undir þetta tekur félagi hans, Markús Júlían. „Já, maður er svolítið mikið í ræktinn hérna og oftast fer maður á kvöldin. Þannig maður er oft að lenda í sundlauginni klukkan svona níu. Öðrum hentar þetta ill vegna vinnu. „Miðað við hvernig ég er að vinna, þá er alltaf næs að kíkja í sund eftir æfingar, late night æfingar,“ segir Theodór. Aðrir hafa minni áhyggjur af kvöldsundinu, til að mynda Gunnhildur Stefánsdóttir og Árni B. Stefánsson. „Kemur kannski ekkert sérstaklega við okkur þar sem við förum alltaf bara um hábjartan dag í sundlaugarnar og njótum þess,“ segir Gunnhildur. Færri lokanir ánægjuefni Öllu meiri ánægja var með aukinn opnunartíma á rauðum dögum. Magnús kveðst til að mynda hafa lent í því tvisvar um liðin jól að hafa komið að lokuðum dyrum í Laugardalslaug. „Fleiri rauða daga opna fyrir mig, takk.“ Gunnhildur og Árni taka undir þetta, enda reyni þau að fara daglega í sund. „Ég bara mæli með að ferðamenn séu hérna á kvöldin og svona, þegar við erum ekki,“ segir Árni.
Sundlaugar Reykjavík Menning Borgarstjórn Neytendur Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira