Útlendingamál í ólestri Guðbergur Reynisson skrifar 26. febrúar 2024 08:30 Það hefur lengi verið vitað að útlendingamálin í Reykjanesbæ eru í algjörum ólestri. Samkvæmt nýjustu tölum, sem komu fram vegna fyrirspurnar minnar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar, kemur í ljós að í Reykjanesbæ dvelja samtals 1.383 hælisleitendur og flóttamenn. Reykjanesbær hefur verið í fremstu víglínu í þessum málaflokki og hreinlega óboðlegt að leggja slíkar byrgðar á eitt bæjarfélag. Nú hefur Samfylkingin áttað sig á því að fjöldi innflytjenda hefur farið úr 10% af mannfjölda í 20% á 6-7 árum og er nú fimmtungur landsmanna. Sami flokkur sem hefur verið í farabroddi fyrir því að hleypa öllum inn í landið er nú farin að hafa áhyggjur. En það er auðvitað engin stefnubreyting hjá þessum flokki sem hefur ráðist með hatrömmum hætti á alla þá sem hafa vogað sér að gagnrýna stjórnleysi í þessum málum.Svo erum við með Vinnumálastofnun sem sölsar undir sig eignir í sveitarfélaginu með því að leigja út íbúðarhúsnæði og gistiheimili fyrir umbjóðendur sína. Það sem verra er, stofnunin gerir þetta í skjóli róttæks ráðherra Vinstri grænna sem segir aðspurður að hér sé einfaldlega svo mikið af lausu húsnæði. Ég efast um að íbúar Reykjanesbæjar taki undir þá fullyrðingu, enda leiguverð utan höfuðborgarsvæðisins orðið hæst í Reykjanesbæ. Síðasta sumar urðu svo margir fyrir áfalli þegar bréf barst frá fyrirtæki sem sér um almenningssamgöngur hér í bæ þar sem lýst var yfir neyðarástandi t.d vegna þess að foreldrar þorðu ekki lengur að senda börnin sín í strætó. Skólar hér í bæ finna fyrir þessu mikla álagi og allir innviðir í sveitarfélaginu eru einfaldlega að sligast undan álaginu sem því fylgir að vera með allt of marga hælisleitendur og flóttamenn. Allt er gott í hófi en það er ekkert hóflegt við þessa stöðu. Vinstri meirihlutinn hér í bæ hefur ítrekað reynt að firra sig ábyrgð og bent á ríkið sem sökudólg. Það er ansi ómerkilegt að þeir sem stýra sveitarfélaginu og eiga að annast hagsmunagæslu þess gagnvart ríkinu telji ábyrgð sína enga vera. Sterkur meirihluti hefði aldrei leyft þessu að gerast. Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ hafa bent á þetta vandamál ótal sinnum en meirihlutinn hefur sofið á verðinum og bæjarbúar súpa nú seiðið af því. Við höfum séð sambærileg sveitarfélög stíga fram af hörku þegar þau sáu í hvað stefndi. Stofnanir ríkisins hættu að angra þau sveitarfélög, en af einhverjum ástæðum er eins og Reykjanesbær geti tekið endalaust við. Útlendingamálin á Íslandi eru orðin algjörlega stjórnlaus. Á síðasta ári varð beinn kostnaður við málaflokkinn rúmlega 20 milljarðar, sem er tæplega 5.000% útgjaldaaukning á 11 árum. Við sem höfum barist fyrir innviðauppbygginu á svæðinu um árabil vitum hvað hægt er að gera fyrir slíkar upphæðir. Auðvitað eigum við að taka á móti flóttamönnum eins og aðrar þjóðir en þessi mál mega ekki verða stjórnlaus. Við ættum að læra að reynslu nágrannaþjóða okkar í þeim efnum. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Sjálfstæðisflokkurinn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar Skoðun Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson skrifar Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það hefur lengi verið vitað að útlendingamálin í Reykjanesbæ eru í algjörum ólestri. Samkvæmt nýjustu tölum, sem komu fram vegna fyrirspurnar minnar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar, kemur í ljós að í Reykjanesbæ dvelja samtals 1.383 hælisleitendur og flóttamenn. Reykjanesbær hefur verið í fremstu víglínu í þessum málaflokki og hreinlega óboðlegt að leggja slíkar byrgðar á eitt bæjarfélag. Nú hefur Samfylkingin áttað sig á því að fjöldi innflytjenda hefur farið úr 10% af mannfjölda í 20% á 6-7 árum og er nú fimmtungur landsmanna. Sami flokkur sem hefur verið í farabroddi fyrir því að hleypa öllum inn í landið er nú farin að hafa áhyggjur. En það er auðvitað engin stefnubreyting hjá þessum flokki sem hefur ráðist með hatrömmum hætti á alla þá sem hafa vogað sér að gagnrýna stjórnleysi í þessum málum.Svo erum við með Vinnumálastofnun sem sölsar undir sig eignir í sveitarfélaginu með því að leigja út íbúðarhúsnæði og gistiheimili fyrir umbjóðendur sína. Það sem verra er, stofnunin gerir þetta í skjóli róttæks ráðherra Vinstri grænna sem segir aðspurður að hér sé einfaldlega svo mikið af lausu húsnæði. Ég efast um að íbúar Reykjanesbæjar taki undir þá fullyrðingu, enda leiguverð utan höfuðborgarsvæðisins orðið hæst í Reykjanesbæ. Síðasta sumar urðu svo margir fyrir áfalli þegar bréf barst frá fyrirtæki sem sér um almenningssamgöngur hér í bæ þar sem lýst var yfir neyðarástandi t.d vegna þess að foreldrar þorðu ekki lengur að senda börnin sín í strætó. Skólar hér í bæ finna fyrir þessu mikla álagi og allir innviðir í sveitarfélaginu eru einfaldlega að sligast undan álaginu sem því fylgir að vera með allt of marga hælisleitendur og flóttamenn. Allt er gott í hófi en það er ekkert hóflegt við þessa stöðu. Vinstri meirihlutinn hér í bæ hefur ítrekað reynt að firra sig ábyrgð og bent á ríkið sem sökudólg. Það er ansi ómerkilegt að þeir sem stýra sveitarfélaginu og eiga að annast hagsmunagæslu þess gagnvart ríkinu telji ábyrgð sína enga vera. Sterkur meirihluti hefði aldrei leyft þessu að gerast. Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ hafa bent á þetta vandamál ótal sinnum en meirihlutinn hefur sofið á verðinum og bæjarbúar súpa nú seiðið af því. Við höfum séð sambærileg sveitarfélög stíga fram af hörku þegar þau sáu í hvað stefndi. Stofnanir ríkisins hættu að angra þau sveitarfélög, en af einhverjum ástæðum er eins og Reykjanesbær geti tekið endalaust við. Útlendingamálin á Íslandi eru orðin algjörlega stjórnlaus. Á síðasta ári varð beinn kostnaður við málaflokkinn rúmlega 20 milljarðar, sem er tæplega 5.000% útgjaldaaukning á 11 árum. Við sem höfum barist fyrir innviðauppbygginu á svæðinu um árabil vitum hvað hægt er að gera fyrir slíkar upphæðir. Auðvitað eigum við að taka á móti flóttamönnum eins og aðrar þjóðir en þessi mál mega ekki verða stjórnlaus. Við ættum að læra að reynslu nágrannaþjóða okkar í þeim efnum. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun