Þar segir að viðvörunarlúðrarnir verði ræstir í stuttan tíma. Þeir verði í gangi í innan við mínútu. Lúðrarnir hafa verið notaðir þegar eldgos koma upp í grennd við bæinn og lónið.
Prófunin í kvöld hefst klukkan 22:00. Er tekið fram í tilkynningu almannavarna að verði um raunverulega vá að ræða á þessum tímapunkti muni lúðrarnir verða áfram í gangi, langt umfram þessa mínútu.
Myndband af því þegar lúðrarnir fóru í gang við Bláa lónið þann 8. febrúar síðastliðinn þegar síðast gaus á Reykjanesi vakti mikla athygli.