Þrjú kynferðisbrotamál tengd leigubílstjórum áhyggjuefni Lovísa Arnardóttir skrifar 26. febrúar 2024 13:06 Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir það geta rýrt traust til leigubílstjóra að svo mörg kynferðisbrotamál tengd leigubílstjórum komi upp á stuttum tíma. Vísir/Rúnar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar kynferðisbrot leigubílstjóra sem sakaður er um að hafa brotið á konu í lok nóvember í leigubíl. Tvö önnur mál hafa komið upp nýlega sem tengjast kynferðisbrotum leigubílstjóra. Búið er að dæma í einu þeirra. Ævar Pálmi Pálmason aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu staðfestir í samtali við fréttastofu að lögreglan sé nú með til rannsóknar mál manns sem grunaður er um kynferðisbrot í leigubíl. Maðurinn er erlendur og starfaði sem leigubílstjóri. Um er að ræða annað brotið á stuttum tíma þar sem hinn grunaði er leigubílstjóri. Í hinu málinu eru tveir erlendir menn grunaðir um hafa brotið á konu sem fór í leigubíl annars þeirra en hann starfaði fyrir City Taxi. Brotið er talið hafa átt sér stað á dvalarstað annars þeirra í byrjun febrúarmánaðar á þessu ári. „Rannsóknin er enn í gangi. Það er búið að taka skýrslur af fjölmörgum aðilum og sumum oftar en einu sinni. Það er búið að afla ýmissa gagna sem búið er að vinna úr,“ segir Ævar Pálmi Pálmason aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður kynferðisbrotadeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Báðir mennirnir eru erlendir og hefur verið greint frá því að þeir séu frá Túnis. Ævar Pálmi vildi ekki staðfesta nákvæman uppruna en segir þá erlenda „Það hefur farið fram húsleit og rannsókn á vettvangi,“ segir hann. Spurður hvort að um hafi verið að ræða hópnauðgun eða einhverskonar samverknað segir Ævar Pálmi það eitt af því sem sé til rannsóknar í málinu. Ekkert gæsluvarðhald Mönnunum var báðum sleppt úr haldi eftir að lögreglan tók skýrslu af þeim. Spurður hvort að það hafi ekki komið til greina að óska þess að þeir yrðu vistaðir í gæsluvarðhaldi á meðan rannsókn fer fram segir Ævar Pálmi að saksóknari meti ávallt tilefni þess. Um gæsluvarðhald er fjallað í 95. grein laga um meðferð sakamála en þar segir, sem dæmi, að það megi vista í gæsluvarðhald ef ætlar er að sakborningur reyni að hafa áhrif á rannsókn, komi fyrir sönnunargögnum, reyni að flýja land eða til að verja aðra fyrir árásum hans eða áframhaldandi brotum. „Ákæruvaldið metur það svo að ekkert af þessum skilyrðum, út frá þeirri rannsókn sem þá hefur farið fram, að það sé ekki tilefni til þess að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum. Að það uppfylli ekki kröfur laga að vista þá í varðhaldi.“ Hann segir mennina ekki grunaða um aðild í öðrum sambærilegum brotum. Utan þessarar tveggja brota sem eru til rannsóknar er einnig nýlega búið að dæma mann til tveggja ára fangelsis fyrir að nauðga farþega í leigubíl árið 2022. Fjallað var um dóminn á vef dv.is í síðustu viku en hann hefur enn ekki verið birtur á vef dómstólsins. Atvik sem rýra traust til leigubílstjóra Spurður hvort að fólk þurfi að hafa áhyggjur af þessari þróun segir Ævar Pálmi að það sé eflaust tilefni til þess. „Þetta er vert að skoða af hagsmunaaðilum. Hvert einasta kynferðisbrot er einu máli of mikið, hvort sem það gerist í leigubíl eða ekki. En það er alveg óþolandi að fólk geti ekki treyst því þegar það fer inn í leigubíl að komast ekki heim til sín án þess að verða fyrir einhverju svona löguðu.“ Konur eru oft einar og ölvaðar. Þetta eru kannski kjöraðstæður fyrir menn með þennan hug? „Það er heilmikið traust sem hefur verið borið til leigubílstjóra og svona atvik eru til þess fallin að rýra það traust,“ segir Ævar Pálmi. Spurður um forvarnarhlutverk lögreglu í svona málum segir hann lögregluna hafa verið í samskiptum við Samgöngustofu um málið. Leigubílar Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Vill flýta endurskoðun laga um leigubílaakstur Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill flýta endurskoðun laga um leigubifreiðaakstur. Í lögunum er heimild til endurskoðunar á næsta ári en hann telur best að henni sé flýtt. Vilji leigubílstjóra sem hann hafi talað við sé að þessu sé flýtt en að auk þess sé það áríðandi í ljósi nýlegra frétta af kynferðisbroti leigubílstjóra. 21. febrúar 2024 08:24 Rannsaka hvort konu hafi verið nauðgað í leigubíl Miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er með til rannsóknar gróft kynferðisbrot gegn konu. Tveir karlmenn hafa réttarstöðu sakbornings. Annar mannanna starfar sem leigubílstjóri. 15. febrúar 2024 14:57 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Sjá meira
Ævar Pálmi Pálmason aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu staðfestir í samtali við fréttastofu að lögreglan sé nú með til rannsóknar mál manns sem grunaður er um kynferðisbrot í leigubíl. Maðurinn er erlendur og starfaði sem leigubílstjóri. Um er að ræða annað brotið á stuttum tíma þar sem hinn grunaði er leigubílstjóri. Í hinu málinu eru tveir erlendir menn grunaðir um hafa brotið á konu sem fór í leigubíl annars þeirra en hann starfaði fyrir City Taxi. Brotið er talið hafa átt sér stað á dvalarstað annars þeirra í byrjun febrúarmánaðar á þessu ári. „Rannsóknin er enn í gangi. Það er búið að taka skýrslur af fjölmörgum aðilum og sumum oftar en einu sinni. Það er búið að afla ýmissa gagna sem búið er að vinna úr,“ segir Ævar Pálmi Pálmason aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður kynferðisbrotadeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Báðir mennirnir eru erlendir og hefur verið greint frá því að þeir séu frá Túnis. Ævar Pálmi vildi ekki staðfesta nákvæman uppruna en segir þá erlenda „Það hefur farið fram húsleit og rannsókn á vettvangi,“ segir hann. Spurður hvort að um hafi verið að ræða hópnauðgun eða einhverskonar samverknað segir Ævar Pálmi það eitt af því sem sé til rannsóknar í málinu. Ekkert gæsluvarðhald Mönnunum var báðum sleppt úr haldi eftir að lögreglan tók skýrslu af þeim. Spurður hvort að það hafi ekki komið til greina að óska þess að þeir yrðu vistaðir í gæsluvarðhaldi á meðan rannsókn fer fram segir Ævar Pálmi að saksóknari meti ávallt tilefni þess. Um gæsluvarðhald er fjallað í 95. grein laga um meðferð sakamála en þar segir, sem dæmi, að það megi vista í gæsluvarðhald ef ætlar er að sakborningur reyni að hafa áhrif á rannsókn, komi fyrir sönnunargögnum, reyni að flýja land eða til að verja aðra fyrir árásum hans eða áframhaldandi brotum. „Ákæruvaldið metur það svo að ekkert af þessum skilyrðum, út frá þeirri rannsókn sem þá hefur farið fram, að það sé ekki tilefni til þess að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum. Að það uppfylli ekki kröfur laga að vista þá í varðhaldi.“ Hann segir mennina ekki grunaða um aðild í öðrum sambærilegum brotum. Utan þessarar tveggja brota sem eru til rannsóknar er einnig nýlega búið að dæma mann til tveggja ára fangelsis fyrir að nauðga farþega í leigubíl árið 2022. Fjallað var um dóminn á vef dv.is í síðustu viku en hann hefur enn ekki verið birtur á vef dómstólsins. Atvik sem rýra traust til leigubílstjóra Spurður hvort að fólk þurfi að hafa áhyggjur af þessari þróun segir Ævar Pálmi að það sé eflaust tilefni til þess. „Þetta er vert að skoða af hagsmunaaðilum. Hvert einasta kynferðisbrot er einu máli of mikið, hvort sem það gerist í leigubíl eða ekki. En það er alveg óþolandi að fólk geti ekki treyst því þegar það fer inn í leigubíl að komast ekki heim til sín án þess að verða fyrir einhverju svona löguðu.“ Konur eru oft einar og ölvaðar. Þetta eru kannski kjöraðstæður fyrir menn með þennan hug? „Það er heilmikið traust sem hefur verið borið til leigubílstjóra og svona atvik eru til þess fallin að rýra það traust,“ segir Ævar Pálmi. Spurður um forvarnarhlutverk lögreglu í svona málum segir hann lögregluna hafa verið í samskiptum við Samgöngustofu um málið.
Leigubílar Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Vill flýta endurskoðun laga um leigubílaakstur Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill flýta endurskoðun laga um leigubifreiðaakstur. Í lögunum er heimild til endurskoðunar á næsta ári en hann telur best að henni sé flýtt. Vilji leigubílstjóra sem hann hafi talað við sé að þessu sé flýtt en að auk þess sé það áríðandi í ljósi nýlegra frétta af kynferðisbroti leigubílstjóra. 21. febrúar 2024 08:24 Rannsaka hvort konu hafi verið nauðgað í leigubíl Miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er með til rannsóknar gróft kynferðisbrot gegn konu. Tveir karlmenn hafa réttarstöðu sakbornings. Annar mannanna starfar sem leigubílstjóri. 15. febrúar 2024 14:57 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Sjá meira
Vill flýta endurskoðun laga um leigubílaakstur Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill flýta endurskoðun laga um leigubifreiðaakstur. Í lögunum er heimild til endurskoðunar á næsta ári en hann telur best að henni sé flýtt. Vilji leigubílstjóra sem hann hafi talað við sé að þessu sé flýtt en að auk þess sé það áríðandi í ljósi nýlegra frétta af kynferðisbroti leigubílstjóra. 21. febrúar 2024 08:24
Rannsaka hvort konu hafi verið nauðgað í leigubíl Miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er með til rannsóknar gróft kynferðisbrot gegn konu. Tveir karlmenn hafa réttarstöðu sakbornings. Annar mannanna starfar sem leigubílstjóri. 15. febrúar 2024 14:57