Ákall Hafnarfjarðarbæjar í málefnum hælis- og flóttabarna Margrét Vala Marteinsdóttir og Kristín Thoroddsen skrifa 1. mars 2024 10:00 Hafnarfjarðarbær er meðal þeirra sveitarfélaga sem hefur tekið á móti flestum hælis- og flóttamönnum, fólki með mismunandi þjónustuþörf og áskoranir. Af því verkefni erum við stolt. Málefni hælis- og flóttafólks eru í eðli sínu flókin og viðkvæm og hafa verið fyrirferðarmikil í þjóðfélagsumræðunni undanfarið. Þau börn sem hingað koma þurfa á sérhæfðri þjónustu að halda og því afar mikilvægt að þeim sé mætt af alúð og af sérfræðingum sem hafa reynslu og þekkingu. Hafnarfjarðarbær hefur á undanförnum árum tekið á móti börnum inn í grunnskóla bæjarins, börnum sem koma úr erfiðum aðstæðum og þurfa á sérhæfðri þjónustu að halda. Börnin eiga mörg hver erfitt með að skilja hvað fram fer inn í skólastofunni af ýmsum ástæðum, meðal annars vegna tungumálaörðuleika, áfalla og kvíða. Álag á börnin er mikið og ekki síður skólakerfið og kennara, sem reyna eftir bestu getu að koma á móts við þarfir þeirra ásamt því að þjónusta þau börn sem fyrir eru. En er skólastofan rétti staðurinn fyrir börn sem hvorki tala tungumálið né skilja menningu og siði í íslensku skólakerfi? - eða, þurfum við að taka betur utan um þau, undirbúa og leiða inn í íslenskt samfélag til að tryggja betri móttöku og inngildingu? Fjölskyldumiðstöð Bæjarstjórn Hafnarfjarðar sendi frá sér ályktun þess efnis að hvetja ríki til að hefja undirbúning að fjölskyldumiðstöð í Hafnarfirði. Í ályktuninni skorar bæjarstjórn Hafnarfjarðar á ríki að halda áfram vinnu við að koma upp fjölskyldumiðstöð fyrir hælis- og flóttafólk í bæjarfélaginu, ekki aðeins barnanna vegna heldur einnig til að létta á álagi skólanna og velferðarkerfinu í heild sinni. Markmið með fjölskyldumiðstöðinni yrði fyrst og fremst að undirbúa börnin fyrir leik- og grunnskólagöngu sína í hefðbundnum skóla. Miðstöðin mun einnig styðja við fjölskyldur á einum og sama staðnum með þverfaglegu teymi sérfræðinga eins og þörf er á og undirbúa einstaklingana fyrir það að taka þátt í samfélaginu, veita fræðslu og almennan stuðning. Með þessu úrræði væri verið að koma mun betur á móts við þarfir þessara fjölskyldna og jafnar álag á skóla- og velferðarkerfið. Það er von okkar að þau samtöl sem átt hafa sér stað milli aðila skili okkur úrræði sem þjónustar á sama tíma börn í leit að vernd og standi vörð um íslenskt skólakerfi. En fyrst og fremst úrræði til að þjónusta börnin sem best og minnka álag á skólakerfið sem komið er að þolmörkum. Álagið inn í skólastofunni er orðið áþreifanlegt þrátt fyrir vilja starfsfólks til að þjónusta börnin sem best og mæta þeim þar sem þau eru stödd. Börn eru viðkvæmur hópur sem ber að vernda. Þegar ákvarðanir eru teknar í málefnum barna skal ávallt hafa það að leiðarljósi sem barni er fyrir bestu. Fjölskyldumiðstöð sem fjármögnuð yrði af hálfu ríkisins er fyrsta skrefið en á sama tíma þarf ríkið að skerpa á verklagi og greina betur getu innviða okkar til að geta tekið vel á móti þeim sem hingað sækja sér vernd. Kristín Thoroddsen, bæjarfulltrúi og formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar.Margrét Vala Marteinsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður fjölskylduráðs Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Hafnarfjarðarbær er meðal þeirra sveitarfélaga sem hefur tekið á móti flestum hælis- og flóttamönnum, fólki með mismunandi þjónustuþörf og áskoranir. Af því verkefni erum við stolt. Málefni hælis- og flóttafólks eru í eðli sínu flókin og viðkvæm og hafa verið fyrirferðarmikil í þjóðfélagsumræðunni undanfarið. Þau börn sem hingað koma þurfa á sérhæfðri þjónustu að halda og því afar mikilvægt að þeim sé mætt af alúð og af sérfræðingum sem hafa reynslu og þekkingu. Hafnarfjarðarbær hefur á undanförnum árum tekið á móti börnum inn í grunnskóla bæjarins, börnum sem koma úr erfiðum aðstæðum og þurfa á sérhæfðri þjónustu að halda. Börnin eiga mörg hver erfitt með að skilja hvað fram fer inn í skólastofunni af ýmsum ástæðum, meðal annars vegna tungumálaörðuleika, áfalla og kvíða. Álag á börnin er mikið og ekki síður skólakerfið og kennara, sem reyna eftir bestu getu að koma á móts við þarfir þeirra ásamt því að þjónusta þau börn sem fyrir eru. En er skólastofan rétti staðurinn fyrir börn sem hvorki tala tungumálið né skilja menningu og siði í íslensku skólakerfi? - eða, þurfum við að taka betur utan um þau, undirbúa og leiða inn í íslenskt samfélag til að tryggja betri móttöku og inngildingu? Fjölskyldumiðstöð Bæjarstjórn Hafnarfjarðar sendi frá sér ályktun þess efnis að hvetja ríki til að hefja undirbúning að fjölskyldumiðstöð í Hafnarfirði. Í ályktuninni skorar bæjarstjórn Hafnarfjarðar á ríki að halda áfram vinnu við að koma upp fjölskyldumiðstöð fyrir hælis- og flóttafólk í bæjarfélaginu, ekki aðeins barnanna vegna heldur einnig til að létta á álagi skólanna og velferðarkerfinu í heild sinni. Markmið með fjölskyldumiðstöðinni yrði fyrst og fremst að undirbúa börnin fyrir leik- og grunnskólagöngu sína í hefðbundnum skóla. Miðstöðin mun einnig styðja við fjölskyldur á einum og sama staðnum með þverfaglegu teymi sérfræðinga eins og þörf er á og undirbúa einstaklingana fyrir það að taka þátt í samfélaginu, veita fræðslu og almennan stuðning. Með þessu úrræði væri verið að koma mun betur á móts við þarfir þessara fjölskyldna og jafnar álag á skóla- og velferðarkerfið. Það er von okkar að þau samtöl sem átt hafa sér stað milli aðila skili okkur úrræði sem þjónustar á sama tíma börn í leit að vernd og standi vörð um íslenskt skólakerfi. En fyrst og fremst úrræði til að þjónusta börnin sem best og minnka álag á skólakerfið sem komið er að þolmörkum. Álagið inn í skólastofunni er orðið áþreifanlegt þrátt fyrir vilja starfsfólks til að þjónusta börnin sem best og mæta þeim þar sem þau eru stödd. Börn eru viðkvæmur hópur sem ber að vernda. Þegar ákvarðanir eru teknar í málefnum barna skal ávallt hafa það að leiðarljósi sem barni er fyrir bestu. Fjölskyldumiðstöð sem fjármögnuð yrði af hálfu ríkisins er fyrsta skrefið en á sama tíma þarf ríkið að skerpa á verklagi og greina betur getu innviða okkar til að geta tekið vel á móti þeim sem hingað sækja sér vernd. Kristín Thoroddsen, bæjarfulltrúi og formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar.Margrét Vala Marteinsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður fjölskylduráðs Hafnarfjarðar.
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun