Ekki í boði að þreytast á varnaðarorðum um eldgos Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. mars 2024 09:06 Hraun sem rann inn í Grindavík í janúar. Vísir/Vilhelm Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna segir enn auknar líkur á eldgosi í og/eða við Svartsengi. Hún segist helst óttast að fólk verði værukært vegna reglulegra frétta af auknum líkum á eldgosi. Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Eins og fram hefur komið heldur kvikuflæði áfram að aukast undir Svartsengi. Veðurstofan hefur lýst því yfir síðustu daga að auknar líkur séu á eldgosi. „Þegar maður heyrir hlutina of oft og og lengi þá kannski á endanum verður maður oft þreyttur að heyra sama hlutinn en það er ekki í boði akkúrat núna,“ segir Hjördís. Hún segir taldar meiri og meiri líkur á að eitthvað fari að gerast. Það sé erfitt að segja til um nákvæmlega hvenær þó ljóst sé að það styttist. Þá séu almannavarnir einnig með augun á smáskjálftarröð hjá Hengli. Gist í tíu húsum Vitið þið hvað það eru margir í bænum? „Já við erum með ágætis yfirsýn yfir hvað það eru margir og það er gist í svona tæplega tíu húsum í Grindavík á hverri nóttu núna og við höfum ágætis yfirsýn yfir það.“ Hjördís segir viðvaranaflautur við Grindavík og Bláa lónið hafa reynst vel. Þær hafi verið prófaðar tvisvar sinnum, einu sinni í eldgosi í febrúar. Hún segir vinnu við varnargarða ganga vel. „Auðvitað vitum við að þó varnargarðar séu reistir þá getur enginn nákvæmlega sagt fyrir um hvar þetta komi upp þó líklegast sé það þar sem Veðurstofan spáir fyrir um.“ Hjördís segir vel fylgst með gangi mála. Veðurstofan uppfæri vef sinn til að mynda reglulega. Mikilvægt sé að landsmenn hlusti áfram þrátt fyrir reglulegar viðvaranir. „Við teljum mikilvægt að við höldum áfram að hlusta þrátt fyrir að þetta komi núna dag eftir dag, þá megum við aldrei vera þannig að við gleymum okkur,“ segir Hjördís. Stuttur fyrirvari verði í gos. Veðurstofan hefur talað um þrjátíu mínútur. „En þó við tölum um þrjátíu mínútur þá getur það verið styttri tími. Eða lengri,“ segir Hjördís. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Eins og fram hefur komið heldur kvikuflæði áfram að aukast undir Svartsengi. Veðurstofan hefur lýst því yfir síðustu daga að auknar líkur séu á eldgosi. „Þegar maður heyrir hlutina of oft og og lengi þá kannski á endanum verður maður oft þreyttur að heyra sama hlutinn en það er ekki í boði akkúrat núna,“ segir Hjördís. Hún segir taldar meiri og meiri líkur á að eitthvað fari að gerast. Það sé erfitt að segja til um nákvæmlega hvenær þó ljóst sé að það styttist. Þá séu almannavarnir einnig með augun á smáskjálftarröð hjá Hengli. Gist í tíu húsum Vitið þið hvað það eru margir í bænum? „Já við erum með ágætis yfirsýn yfir hvað það eru margir og það er gist í svona tæplega tíu húsum í Grindavík á hverri nóttu núna og við höfum ágætis yfirsýn yfir það.“ Hjördís segir viðvaranaflautur við Grindavík og Bláa lónið hafa reynst vel. Þær hafi verið prófaðar tvisvar sinnum, einu sinni í eldgosi í febrúar. Hún segir vinnu við varnargarða ganga vel. „Auðvitað vitum við að þó varnargarðar séu reistir þá getur enginn nákvæmlega sagt fyrir um hvar þetta komi upp þó líklegast sé það þar sem Veðurstofan spáir fyrir um.“ Hjördís segir vel fylgst með gangi mála. Veðurstofan uppfæri vef sinn til að mynda reglulega. Mikilvægt sé að landsmenn hlusti áfram þrátt fyrir reglulegar viðvaranir. „Við teljum mikilvægt að við höldum áfram að hlusta þrátt fyrir að þetta komi núna dag eftir dag, þá megum við aldrei vera þannig að við gleymum okkur,“ segir Hjördís. Stuttur fyrirvari verði í gos. Veðurstofan hefur talað um þrjátíu mínútur. „En þó við tölum um þrjátíu mínútur þá getur það verið styttri tími. Eða lengri,“ segir Hjördís.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Sjá meira