Ekki í boði að þreytast á varnaðarorðum um eldgos Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. mars 2024 09:06 Hraun sem rann inn í Grindavík í janúar. Vísir/Vilhelm Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna segir enn auknar líkur á eldgosi í og/eða við Svartsengi. Hún segist helst óttast að fólk verði værukært vegna reglulegra frétta af auknum líkum á eldgosi. Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Eins og fram hefur komið heldur kvikuflæði áfram að aukast undir Svartsengi. Veðurstofan hefur lýst því yfir síðustu daga að auknar líkur séu á eldgosi. „Þegar maður heyrir hlutina of oft og og lengi þá kannski á endanum verður maður oft þreyttur að heyra sama hlutinn en það er ekki í boði akkúrat núna,“ segir Hjördís. Hún segir taldar meiri og meiri líkur á að eitthvað fari að gerast. Það sé erfitt að segja til um nákvæmlega hvenær þó ljóst sé að það styttist. Þá séu almannavarnir einnig með augun á smáskjálftarröð hjá Hengli. Gist í tíu húsum Vitið þið hvað það eru margir í bænum? „Já við erum með ágætis yfirsýn yfir hvað það eru margir og það er gist í svona tæplega tíu húsum í Grindavík á hverri nóttu núna og við höfum ágætis yfirsýn yfir það.“ Hjördís segir viðvaranaflautur við Grindavík og Bláa lónið hafa reynst vel. Þær hafi verið prófaðar tvisvar sinnum, einu sinni í eldgosi í febrúar. Hún segir vinnu við varnargarða ganga vel. „Auðvitað vitum við að þó varnargarðar séu reistir þá getur enginn nákvæmlega sagt fyrir um hvar þetta komi upp þó líklegast sé það þar sem Veðurstofan spáir fyrir um.“ Hjördís segir vel fylgst með gangi mála. Veðurstofan uppfæri vef sinn til að mynda reglulega. Mikilvægt sé að landsmenn hlusti áfram þrátt fyrir reglulegar viðvaranir. „Við teljum mikilvægt að við höldum áfram að hlusta þrátt fyrir að þetta komi núna dag eftir dag, þá megum við aldrei vera þannig að við gleymum okkur,“ segir Hjördís. Stuttur fyrirvari verði í gos. Veðurstofan hefur talað um þrjátíu mínútur. „En þó við tölum um þrjátíu mínútur þá getur það verið styttri tími. Eða lengri,“ segir Hjördís. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Eins og fram hefur komið heldur kvikuflæði áfram að aukast undir Svartsengi. Veðurstofan hefur lýst því yfir síðustu daga að auknar líkur séu á eldgosi. „Þegar maður heyrir hlutina of oft og og lengi þá kannski á endanum verður maður oft þreyttur að heyra sama hlutinn en það er ekki í boði akkúrat núna,“ segir Hjördís. Hún segir taldar meiri og meiri líkur á að eitthvað fari að gerast. Það sé erfitt að segja til um nákvæmlega hvenær þó ljóst sé að það styttist. Þá séu almannavarnir einnig með augun á smáskjálftarröð hjá Hengli. Gist í tíu húsum Vitið þið hvað það eru margir í bænum? „Já við erum með ágætis yfirsýn yfir hvað það eru margir og það er gist í svona tæplega tíu húsum í Grindavík á hverri nóttu núna og við höfum ágætis yfirsýn yfir það.“ Hjördís segir viðvaranaflautur við Grindavík og Bláa lónið hafa reynst vel. Þær hafi verið prófaðar tvisvar sinnum, einu sinni í eldgosi í febrúar. Hún segir vinnu við varnargarða ganga vel. „Auðvitað vitum við að þó varnargarðar séu reistir þá getur enginn nákvæmlega sagt fyrir um hvar þetta komi upp þó líklegast sé það þar sem Veðurstofan spáir fyrir um.“ Hjördís segir vel fylgst með gangi mála. Veðurstofan uppfæri vef sinn til að mynda reglulega. Mikilvægt sé að landsmenn hlusti áfram þrátt fyrir reglulegar viðvaranir. „Við teljum mikilvægt að við höldum áfram að hlusta þrátt fyrir að þetta komi núna dag eftir dag, þá megum við aldrei vera þannig að við gleymum okkur,“ segir Hjördís. Stuttur fyrirvari verði í gos. Veðurstofan hefur talað um þrjátíu mínútur. „En þó við tölum um þrjátíu mínútur þá getur það verið styttri tími. Eða lengri,“ segir Hjördís.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira