Eldgos líklegast á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. mars 2024 10:37 Skjálftasvæðið í gær. Vísir/Vilhelm Minnkandi líkur eru á að kvika komi upp í tengslum við kvikuhlaupið sem hófst seinni partinn í gær. Þrátt fyrir það eru áfram auknar líkur á eldgosi og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur nú áfram. Veðurstofan telur mestar líkur á að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. Skjálftavirkni við Sýlingarfell vegna kvikuhlaups sem hófst seinni partinn í gær hjaðnaði jafnt og þétt eftir klukkan sex og var að mestu lokið eftir klukkan átta, samkvæmt nýrri frétt á vef Veðurstofunnar. Þar segir að gögn bendi til þess að kvikuhlaupið í gær hafi stöðvast við Hagafell. Líkur á því að kvika komi upp í tengslum við þetta kvikuhlaup hafi minnkað, en áfram verði náið fylgst með svæðinu hvað þann möguleika varðar. Fram kemur að líkanreikningar sýni að magn kviku sem hljóp frá Svartsengi í gær hafi verið óverulegt miðað við fyrri kvikuhlaup sem enduðu með eldgosi. Því sé hægt að líta svo á að kvikusöfnun haldi áfram undir Svartsengi líkt og áður. Þá þurfi að reikna með að annað kvikuhlaup geti átt sér stað næstu daga og áfram eru auknar líkur á eldgosi líkt og fyrir atburðarrás gærdagsins. Annað kvikuhlaup líklegt næstu daga Hversu langt er í næsta kvikuhlaup velti á því hversu hratt þrýstingur vegna kvikusöfnunar undir Svartsengi byggist upp til að setja það af stað. Merki um nýtt kvikuhlaup væru líkt og áður áköf smáskjálftahrina á svæðinu. Veðurstofan vinnur nú að nýju hættumati sem verður uppfært á næstu klukkustundum. Loks segir að líkleg atburðarrás næstu daga sé að kvikumagn undir Svartsengi haldi áfram að aukast sem gæti endað með nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi. Eldgos geti, eins og áður, hafist með mjög stuttum fyrirvara. Jafnvel innan þrjátíu mínútna frá fyrstu ummerkjum. Líklegast sé að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bláa lónið Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Skjálftavirkni við Sýlingarfell vegna kvikuhlaups sem hófst seinni partinn í gær hjaðnaði jafnt og þétt eftir klukkan sex og var að mestu lokið eftir klukkan átta, samkvæmt nýrri frétt á vef Veðurstofunnar. Þar segir að gögn bendi til þess að kvikuhlaupið í gær hafi stöðvast við Hagafell. Líkur á því að kvika komi upp í tengslum við þetta kvikuhlaup hafi minnkað, en áfram verði náið fylgst með svæðinu hvað þann möguleika varðar. Fram kemur að líkanreikningar sýni að magn kviku sem hljóp frá Svartsengi í gær hafi verið óverulegt miðað við fyrri kvikuhlaup sem enduðu með eldgosi. Því sé hægt að líta svo á að kvikusöfnun haldi áfram undir Svartsengi líkt og áður. Þá þurfi að reikna með að annað kvikuhlaup geti átt sér stað næstu daga og áfram eru auknar líkur á eldgosi líkt og fyrir atburðarrás gærdagsins. Annað kvikuhlaup líklegt næstu daga Hversu langt er í næsta kvikuhlaup velti á því hversu hratt þrýstingur vegna kvikusöfnunar undir Svartsengi byggist upp til að setja það af stað. Merki um nýtt kvikuhlaup væru líkt og áður áköf smáskjálftahrina á svæðinu. Veðurstofan vinnur nú að nýju hættumati sem verður uppfært á næstu klukkustundum. Loks segir að líkleg atburðarrás næstu daga sé að kvikumagn undir Svartsengi haldi áfram að aukast sem gæti endað með nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi. Eldgos geti, eins og áður, hafist með mjög stuttum fyrirvara. Jafnvel innan þrjátíu mínútna frá fyrstu ummerkjum. Líklegast sé að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bláa lónið Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira