Bubbi óttast púðurtunnu rasismans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. mars 2024 09:07 Bubbi Morthens (til hægri) á útför Guðbergs Bergssonar í fyrra. Hann óttast að púðurtunnan sé að fyllast hér á landi vegna rasisma sem grasseri. Vísir/VIlhelm Bubbi Morthens er þungt hugsi yfir þeim gífuryrðum sem fallið hafa á samfélagsmiðlum um helgina í tengslum við Söngvakeppni Ríkisútvarpsins. Hera Björk stóð uppi sem sigurvegari eftir baráttu við Bashar Murad. Lokatölur eru óbirtar og sitt sýnist hverjum um niðurstöðuna. „Við getum haft skoðun á júróvisjón, fyrirkomulaginu, þátttakendum, lögum, textum og RÚV. Við getum haft skoðun á öllum andskotanum, jafnvel hvort keppandi frá Palestínu taki þátt í keppninni 2024 á Íslandi. En það sem gerðist eftir kosningu á samfélagsmiðlum opinberaði kynþáttaníð á jarðskjálftamælum hjartans. Hvað fær afa, ömmur, ungt fólk og miðaldra fólk til að skrifa óþverra á netið undir nafni og opinbera kalið hjarta? Samkennd, samúð og kærleikur eru ekki bara orð heldur sterkasta meðalið gegn allskonar hatri á þjóðum og kynþáttum og virkar alltaf ef fólk temur sér slíkan þankagang,“ segir Bubbi í færslu á Facebook í gær. Hann veltir málum fyrir sér. „Úr hvaða jarðvegi kemur óttinn? Hvílík ótíðindi eru þetta fyrir okkur sem þjóð! Það sem spýttist úr fúlu gini landans í gærkveldi yfir allt netið var áfall fyrir allar hugsandi manneskjur. Síðan voru það gífuryrði og svívirðingar þeirra sem töldu á sig hallað þegar ljóst var að Hera færi áfram, það var nóg af þeim líka.“ Bubbi skýtur á RÚV og segir allt saman hafa verið einhvers konar klúður. „Þau voru búin að koma sér í glataða stöðu með þessa keppni í ár áður en fyrsta kvöldið fór af stað. Það er æ betur að koma í ljós hvílíkur rasismi grasserar hér á landi. Og gott fólk: það er púðurtunna. Klúður yfirvalda undanfarin ár í flóttamannamálum sem og neikvæðar og stöðugar fréttir af ástandi mála hér á landi, hversu slæmt allt sé orðið, það er kveikurinn. Svo einn daginn mun stíga fram manneskja og hrópa: Ég er með lausnina, kjósið mig - og kveikja í.“ Eurovision Innflytjendamál Hælisleitendur Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
„Við getum haft skoðun á júróvisjón, fyrirkomulaginu, þátttakendum, lögum, textum og RÚV. Við getum haft skoðun á öllum andskotanum, jafnvel hvort keppandi frá Palestínu taki þátt í keppninni 2024 á Íslandi. En það sem gerðist eftir kosningu á samfélagsmiðlum opinberaði kynþáttaníð á jarðskjálftamælum hjartans. Hvað fær afa, ömmur, ungt fólk og miðaldra fólk til að skrifa óþverra á netið undir nafni og opinbera kalið hjarta? Samkennd, samúð og kærleikur eru ekki bara orð heldur sterkasta meðalið gegn allskonar hatri á þjóðum og kynþáttum og virkar alltaf ef fólk temur sér slíkan þankagang,“ segir Bubbi í færslu á Facebook í gær. Hann veltir málum fyrir sér. „Úr hvaða jarðvegi kemur óttinn? Hvílík ótíðindi eru þetta fyrir okkur sem þjóð! Það sem spýttist úr fúlu gini landans í gærkveldi yfir allt netið var áfall fyrir allar hugsandi manneskjur. Síðan voru það gífuryrði og svívirðingar þeirra sem töldu á sig hallað þegar ljóst var að Hera færi áfram, það var nóg af þeim líka.“ Bubbi skýtur á RÚV og segir allt saman hafa verið einhvers konar klúður. „Þau voru búin að koma sér í glataða stöðu með þessa keppni í ár áður en fyrsta kvöldið fór af stað. Það er æ betur að koma í ljós hvílíkur rasismi grasserar hér á landi. Og gott fólk: það er púðurtunna. Klúður yfirvalda undanfarin ár í flóttamannamálum sem og neikvæðar og stöðugar fréttir af ástandi mála hér á landi, hversu slæmt allt sé orðið, það er kveikurinn. Svo einn daginn mun stíga fram manneskja og hrópa: Ég er með lausnina, kjósið mig - og kveikja í.“
Eurovision Innflytjendamál Hælisleitendur Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira