Ekkert að frétta úr miðbæ Kópavogs Hákon Gunnarsson skrifar 5. mars 2024 14:00 Í að verða sex ár, hafa íbúar í miðbæ Kópavogs og margir aðrir íbúar í bænum beðið eftir fréttum af væntanlegum framkvæmdum á Fannborgarreitnum í hjarta bæjarins. Kaupsamningur um sölu á Fannborg 2, 4 og 6 (gamla Félagsheimilið) var undirritaður 10 maí 2018. Þrátt fyrir samkomulag við framkvæmdaraðila um „gott samstarf og upplýsingaflæði á framkvæmdatíma til íbúa“ þá hefur þessi upplýsingagjöf engin verið. Ég ætti að þekkja það, bý sjálfur á svæðinu og það hefur ekki heyrst hósti né stuna frá framkvæmdaaðilum varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir nema í algeru skötulíki. Á fundi skipulagsráðs Kópavogsbæjar þann 4. mars 2024 voru birt skrifleg svör við fyrirspurn frá undirrituðum í fimm liðum um hver staða mála væri varðandi aðal- og deiliskipulag á Fannborgarreit annarsvegar og Traðarreit vestur hinsvegar í miðbæ Kópavogs. Spurt var sömuleiðis um hvenær niðurrif fasteignanna við Fannborg 2,4 og 6 myndu hefjast og hvort komið væri byggingarleyfi fyrir 550 íbúðum sem bæjarstjórn hefur samþykkt í húsnæðisáætlun. Ennfremur hvenær framkvæmdir á svæðinu myndu hefjast og hvernig fyrirkomulag um upplysingagjöf og samtal við íbúa á svæðinu myndu verða. Svör Umhverfissviðs staðfestu grun minn og margra annara að núverandi meirihluti bæjarstjórnar veit ekki sitt rjúkandi ráð í þessu máli. Ekkert er vitað um hvenær framkvæmdir hefjast á svæðinu, engin byggingarleyfi hafa verið gefin út og svo framvegis. Framsetningin í svari Umhverfissviðsins er sérstök: „Samkvæmt uppbyggingarsamkomulagi er lögð áhersla á gott samstarf og upplýsingaflæði á framkvæmdatíma til íbúa. Í samkomulaginu er gert ráð fyrir að framkvæmdaaðili tilnefni tengilið íbúa á framkvæmdatíma. Kópavogsbær hefur ekki upplýsingar um hvort að framkvæmdaraðilar hafi tilnefnt tengilið eða hvort að sá aðili verði sameiginlegur fyrir bæði verkefnin (Fannborgarreit og Traðarreit vestur)“. Ef menn hefðu notað tímann vel frá 10 maí 2018 væri komin áætlun um nýjan miðbæ í Kópavogi. Hægt hefði verið að fara í hugmyndasamkeppni um hvers konar samfélag við viljum hafa í miðbæ Kópavogs. Hvernig íbúðauppbygging gæti tengst atvinnulífi og menningarstarfseminni sem þarna er fyrir. Gætum við séð fyrir okkur nýjan miðbæ sem snýr í suður mót sólu í stað drungalegrar Hamraborgar sem nú er? Hvernig tengjum við tilkomu Borgarlínu við þessa þriðju stærstu strætisvagnastöðvar landsins þar sem 1,5 milljónir farþega fara um á hverju ári. Menn geta síðan velt fyrir sér tekjutapi bæjarins vegna þessara tafa í formi glataðra útsvarstekna og fasteignagjalda. Það eru örugglega hundruð milljóna króna ef ekki meira. Merkilegt hvað margir telja að Sjálfstæðisflokknum sé best treystandi fyrir opinberum fjármálum. Það er löngu kominn tími til að binda endi á hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins við framkvæmd á skipulagi í Kópavogsbæ. Í stað heildarhugmyndar um betra samfélag sem tekur mið af framtíðarsýn í nútíma bæjarfélagi þá kýs núverandi meirihluti að framselja skipulagsvaldið til útvalinna verktaka. Kópavogsbúar eiga miklu betra skilið. Höfundur situr í skipulagsráði Kópavogs fyrir Samfylkinguna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Skipulag Samfylkingin Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Í að verða sex ár, hafa íbúar í miðbæ Kópavogs og margir aðrir íbúar í bænum beðið eftir fréttum af væntanlegum framkvæmdum á Fannborgarreitnum í hjarta bæjarins. Kaupsamningur um sölu á Fannborg 2, 4 og 6 (gamla Félagsheimilið) var undirritaður 10 maí 2018. Þrátt fyrir samkomulag við framkvæmdaraðila um „gott samstarf og upplýsingaflæði á framkvæmdatíma til íbúa“ þá hefur þessi upplýsingagjöf engin verið. Ég ætti að þekkja það, bý sjálfur á svæðinu og það hefur ekki heyrst hósti né stuna frá framkvæmdaaðilum varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir nema í algeru skötulíki. Á fundi skipulagsráðs Kópavogsbæjar þann 4. mars 2024 voru birt skrifleg svör við fyrirspurn frá undirrituðum í fimm liðum um hver staða mála væri varðandi aðal- og deiliskipulag á Fannborgarreit annarsvegar og Traðarreit vestur hinsvegar í miðbæ Kópavogs. Spurt var sömuleiðis um hvenær niðurrif fasteignanna við Fannborg 2,4 og 6 myndu hefjast og hvort komið væri byggingarleyfi fyrir 550 íbúðum sem bæjarstjórn hefur samþykkt í húsnæðisáætlun. Ennfremur hvenær framkvæmdir á svæðinu myndu hefjast og hvernig fyrirkomulag um upplysingagjöf og samtal við íbúa á svæðinu myndu verða. Svör Umhverfissviðs staðfestu grun minn og margra annara að núverandi meirihluti bæjarstjórnar veit ekki sitt rjúkandi ráð í þessu máli. Ekkert er vitað um hvenær framkvæmdir hefjast á svæðinu, engin byggingarleyfi hafa verið gefin út og svo framvegis. Framsetningin í svari Umhverfissviðsins er sérstök: „Samkvæmt uppbyggingarsamkomulagi er lögð áhersla á gott samstarf og upplýsingaflæði á framkvæmdatíma til íbúa. Í samkomulaginu er gert ráð fyrir að framkvæmdaaðili tilnefni tengilið íbúa á framkvæmdatíma. Kópavogsbær hefur ekki upplýsingar um hvort að framkvæmdaraðilar hafi tilnefnt tengilið eða hvort að sá aðili verði sameiginlegur fyrir bæði verkefnin (Fannborgarreit og Traðarreit vestur)“. Ef menn hefðu notað tímann vel frá 10 maí 2018 væri komin áætlun um nýjan miðbæ í Kópavogi. Hægt hefði verið að fara í hugmyndasamkeppni um hvers konar samfélag við viljum hafa í miðbæ Kópavogs. Hvernig íbúðauppbygging gæti tengst atvinnulífi og menningarstarfseminni sem þarna er fyrir. Gætum við séð fyrir okkur nýjan miðbæ sem snýr í suður mót sólu í stað drungalegrar Hamraborgar sem nú er? Hvernig tengjum við tilkomu Borgarlínu við þessa þriðju stærstu strætisvagnastöðvar landsins þar sem 1,5 milljónir farþega fara um á hverju ári. Menn geta síðan velt fyrir sér tekjutapi bæjarins vegna þessara tafa í formi glataðra útsvarstekna og fasteignagjalda. Það eru örugglega hundruð milljóna króna ef ekki meira. Merkilegt hvað margir telja að Sjálfstæðisflokknum sé best treystandi fyrir opinberum fjármálum. Það er löngu kominn tími til að binda endi á hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins við framkvæmd á skipulagi í Kópavogsbæ. Í stað heildarhugmyndar um betra samfélag sem tekur mið af framtíðarsýn í nútíma bæjarfélagi þá kýs núverandi meirihluti að framselja skipulagsvaldið til útvalinna verktaka. Kópavogsbúar eiga miklu betra skilið. Höfundur situr í skipulagsráði Kópavogs fyrir Samfylkinguna.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun