Espresso Orkubitar
Innihaldsefni:
1,5 bolli döðlur, steinlausar.
2 msk möndlusmjör
1 bolli heilar pekanhnetur
1 tsk vanilla
1 msk brotin hörfræ
2 msk kakóduft
1/4 tsk salt
Espressó (ég notaði koffínlaust, svo ég gæti nælt mér í bita eftir kvöldmat)
Aðferð:
Setjið allt saman í matvinnsluvél og kveikið og látið vélina ganga þangað til allt er vel blandað saman og úr er orðið þykkt deig.
Þú gætir þurft að skafa hliðarnar nokkrum sinnum.
Fletjið út deiginu á bökunnarpappír, frystið í um 30 mínútur.
Takið út úr frysti stráið smá auka kakóduft í yfir og skerið í hæfilega stóra bita.